Hoppa yfir valmynd

EES-verkefni um umhverfis- og orkumál

Íslensk jarðvarmaþekking í brennidepli á Azoreyjum

Verkefni EES-uppbyggingarsjóðs: AzoresvirkjuninMargt er áþekkt með Íslandi og hinum portúgölsku Azoreyjum. Bæði eru fámenn eyjasamfélög í miðju Norður-Atlantshafi. Bæði njóta góðs af stórbrotinni náttúru sem einkennist af eldfjöllum og jarðvarma. Nýting jarðvarma á Azoreyjum hefur verið miðpuntkur samstarfsverkefnis Portúgal og Íslands síðustu ár. 

Í gegnum Uppbyggingarsjóð EES hafa löndin tvö komið upp fyrstu jarðvarmavirkjuninni á Terceira, sem er næst fjölmennst Azoreyja.  Markmið verkefnisins var að auka sjálfstæði Terceira í orkumálum og draga úr notkun olíu, en þrátt fyrir tilvist jarðvarma hefur samfélagið á eyjunni að miklu leyti þurft að reiða sig á olíuinnflutning til raforkuvinnslu. Með tilkomu virkjunarinnar áætluðu yfirvöld að geta skipt 10% af olíunotkun eyjunnar yfir í jarðvarmaorku. 

Íslensk jarðhitaráðgjöf

Verkefnið var framkvæmt af EDA Renewables á Terceira í nánu samstarfi við íslenska sérfræðinga á sviði jarðhita. Orkustofnun veitti ráðgjöf við mótun og framkvæmd verkefnisins. Jarðboranir komu að borun rannsóknarhola og var jarðborinn Jötunn fluttur til eyjunnar. Íslenskar Orkurannsóknir (ÍSOR) önnuðust líkanreikingar fyrir jarðhitasvæðið, auk skipulagningu og framkvæmd á rennslisprófunum. 

Miðlun þekkingar var einn af hornsteinum verkefnisins. Portúgalskir jarðhitasérfræðingar dvöldu í sex mánuði í Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu Þjóðanna á Íslandi og tóku einnig þátt í frekari námskeiðum sem haldin voru á Azoreyjum. 

Mikill ávinningur 

Jarðvarmavirkjun á TerceiraJarðvarmavirkjunin er 4 MW í uppsettu rafafli og var gangsett árið 2017. Jarðorkuframleiðsla er nú 12% af heildar raforkuframleiðslu Tericeira sem er umfram upprunalegar áætlanir. Hlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa nær nú 35% af allri raforkuframleiðslu á eyjunni.

Verkefnið hefur skapað níu ný störf við jarðvarmaframleiðslu og hefur haft umtalsverð efnahagsleg áhrif á samfélagið: „Þökk sé virkjuninni gátum við minnkað innflutning á olíu um 3500 tonn, sem samsvarar árlegum kostnaði uppá 2.5 milljónir evra,“ segir Carlos Da Ponte verkefnisstjóri hjá EDA Renewables. 

Verkefnið var eitt af 17 samstarfsverkefnum sem að íslenskir aðilar tóku þátt í á sviði orku og loftslagsmála í gegnum Uppbygginarsjóð EES á síðustu árum. 

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta