Mannúðarmál
Alþjóðlegur mannúðarréttur fjallar um reglur sem miða að því, af mannúðarástæðum, að takmarka afleiðingar vopnaðra átaka. Hann verndar einstaklinga sem eru ekki aðilar að, eða taka ekki lengur þátt í, átökunum og takmarkar aðferðir við og tilhögun hernaðar. Alþjóðlegur mannúðarréttur er einnig nefndur stríðsréttur eða lög um vopnuð átök.
Alþjóðlegur mannúðarréttur á við um vopnuð átök. Hann fjallar ekki um hvort ríki megi beita vopnavaldi, en slíkt stjórnast af öðrum hluta þjóðaréttarins sem fjallað er um í stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Alþjóðlegur mannúðarréttur er hluti þjóðaréttar, sem fjallar um samskipti ríkja. Þjóðaréttur samanstendur af alþjóðasamningum, venjurétti, sem eru framferðirreglur sem ríki telja bindandi, og af almennum grundvallarreglum.
Alþjóðasamningar sem banna gereyðingarvopn og viss hefðbundin vopn, þar með talið jarðsprengjur gegn liðsafla og klasasprengjur, eru hluti mannúðarréttar.
Samningurinn um ómannúðleg vopn
Ísland er aðili að Samningnum um tiltekin hefðbundin vopn (Samningnum um bann við eða takmarkanir á notkun tiltekinna hefðbundinna vopna sem eru mjög skaðleg eða geta haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar frá 1980 (e. Certain Conventional Weapons Convention - CCW), eins og honum var breytt 2001, ásamt bókunum I-V (stundum nefndur samningurinn um ómannúðleg vopn):
- Bókun I um ógeinanlegar agnir (1980)
- Bókun II um bann við eða takmarkanir á notkun jarðsprengna, sprengigildra og annars útbúnaðar (frá 1980 með áorðnum breytingum frá 3. maí 1996)
- Bókun III um bann eða takmarkanir á notkun íkveikjuvopna (1980)
- Bókun IV um leysivopn sem valda blindu (1995)
- Bókun V um sprengileifar frá stríðsátökum (2003)
Jarðsprengjusamningurinn (APLC)
Viðræður fara fram í Genf innan vébanda Sameinuðu þjóðanna um framkvæmd samningsins og frekari þróun hans.
Ísland fullgilti samninginn um bann við notkun, birgðasöfnun, framleiðslu og flutningi jarðsprengna gegn liðsafla og um eyðingu þeirra (e. Convention on the Prohibition of the Use, Stockpiling, Production and Transfer of Anti Personnel Mines and on Their Destruction), hinn 5. maí 1999 og öðlaðist hann gildi gagnvart Íslandi 1. nóvember 1999. Hann er stundum nefndur Ottawa-samningurinn. Alls eru 162 ríki aðilar.
Í samningnum eru ákvæði um að samningsaðilar skuli veita meðal annars aðstoð við að fjarlæga jarðsprengjur, þjálfun við jarðsprengjuhreinsun og aðstoð við fórnarlömb jarðsprengja.
Ísland styður takmarkanir á þróun, framleiðslu, sölu og notkun á jarðsprengjum á grundvelli jarðsprengjusamningsins frá 1997 og samningsins um viss hefðbundin vopn frá 1980. Ísland styður ennfremur:
- Að öll ríki gerist aðilar að ofangreindum samningum.
- Að unnið verði að því að þróa samningana frekar til þess að lágmarka mannúðarskaða af völdum jarðsprengja.
- Aðstoð við fórnarlömb jarðsprengja.
- Aðstoð við jarðsprengjuleit og hreinsun.
Tengill
Klasasprengjusamningurinn (CCM)
Ísland fullgilti klasasprengjusamninginn (e. Convention on Cluster Munitions - CCM), sem var gerður í Osló 2008, hinn 15. ágúst 2015 í kjölfar þess að Alþingi heimilað fullgildingu hans með lögum nr. 83 frá 10. júlí 2015. Samningurinn gekk í gildi gagnvart Íslandi hinn 1. febrúar 2016. Klasasprengjusamningurinn hefur mikla þýðingu til þess að vernda saklausa borgara, einkum konur og börn. Klasasprengjur innihalda smásprengur sem dreifast á stór svæði og geta valdið skaða mörgum árum eftir að þeim er dreift. Fyrsta endurskoðunar ráðstefna samningsins var haldin í Króatíu í september 2015 sem var sótt af hálfu Íslands. Stjórnvöld hafa lagt mikla áherslu á gerð þessa samnings og framkvæmd hans. Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar hefur meðal annars tekið þátt í hreinsun klasasprengjusvæða.
Ísland studdi gerð klasasprengjusamningsins og tók þátt í samningaferlinu. Ísland hvetur önnur ríki að gerast aðilar að samningnum.
Sjá einnig Bókun V um sprengileifar frá stríðsátökum við samninginn um tiltekin hefðbundin vopn (CCW).
Gögn
Fréttir
- Íslensk stjórnvöld fagna alþjóðlegu banni við klasasprengjum, 29. maí 2008
- Bann við notkun klasasprengja, Stiklur, 7. desember 2007
- Ráðstefna í Osló um klasasprengjur, Stiklur, 22. febrúar 2007
Tenglar
Samningar o.fl. um mannúðarmál
Fórnarlömb vopnaðra átaka
Hague Convention on Hospital Ships, 1904
21.12.1904
Hague Convention (XI) on Restrictions of the Right of Capture, 1907
18.10.1907
Final Act of the Geneva Conference, 1949
12.08.1949
Geneva Convention (I) on Wounded and Sick in Armed Forces in the Field,1949
12.08.1949
- Genfarsamningur um bætta meðferð særðra og sjúkra hermanna á vígvelli, aðild og fullgiltur 10. ágúst 1965, öðlaðist gildi 10. febrúar 1966, C 16/1965
Geneva Convention (II) on Wounded, Sick and Shipwrecked of Armed Forces at Sea, 1949
12.08.1949
- Genfarsamningur um bætta meðferð særðra, sjúkra og skipreika sjóliða á hafi, aðild og fullgiltur 10. ágúst 1965, öðlaðist gildi 10. febrúar 1966, C 16/1965
Geneva Convention (III) on Prisoners of War, 1949,
12.08.1949
- Genfarsamningur um meðferð stríðsfanga, aðild og fullgiltur 10. ágúst 1965, öðlaðist gildi 10. febrúar 1966, C 16/1965
Geneva Convention (IV) on Civilians, 1949
12.08.1949
- Genfarsamningur um vernd almennra borgara á stríðstímum, aðild og fullgiltur 10. ágúst 1965, öðlaðist gildi 10. febrúar 1966, C 16/1965
Resolutions of the Diplomatic Geneva Conference, 1949
12.08.1949
Teheran Resolution on Human Rights in Armed Conflict, 1968
12.05.1968
United Nations Resolution on Human Rights in Armed Conflicts, 1968
19.12.1968
Final Act of the Diplomatic Geneva Conference, 1974-1977
10.06.1977
Additional Protocol (I) to the Geneva Conventions, 1977
08.06.1977
Annex (I) AP (I), as amended in 1993
30.11.1993
08.06.1977
08.06.1977
Additional Protocol (II) to the Geneva Conventions, 1977
08.06.1977
Resolutions of the Diplomatic Geneva Conference, 1974-1977
10.06.1977
Convention on the Rights of the Child, 1989
20.11.1989
Optional Protocol on the involvement of children in armed conflict, 2000
25.05.2000
Additional Protocol (III) to the Geneva Conventions, 2005
08.12.2005
Aðferðir og leiðir við hernað
Hague Convention (II) on the Laws and Customs of War on Land, 1899
29.07.1899
Hague Declaration (IV,2) concerning Asphyxiating Gases, 1899
29.07.1899
Hague Declaration (IV,3) concerning Expanding Bullets, 1899
29.07.1899
Hague Convention (IV) on War on Land and its Annexed Regulations, 1907
18.10.1907
- Sáttmáli um reglur og venjur stríðs á landi, aðild 27. nóvember 1909, staðfest 8. desember 1955, SÍ 14
Hague Declration (XIV) on Explosives from Balloons, 1907
18.10.1907
Geneva Protocol on Asphyxiating or Poisonous Gases, and of Bacteriological Methods, 1925
17.06.1925
- Genfarsamningur um bann við notkun eiturefna, gass og sýkla í hernaði, fullgiltur 19. desember 1966, öðlaðist gildi sama dag, C 19/1966
Institute of International Law Resolution on Military Objectives, 1969
09.09.1969
Convention on the Prohibition of Biological Weapons, 1972
16.12.1971
Resolution on Small-Calibre Weapon Systems, 1979
28.09.1979
Final Act on the Conference on Certain Conventional Weapons (CCW), 1980
10.10.1980
Convention prohibiting Certain Conventional Weapons (CCW), 1980
10.10.1980
CCW Protocol (I) on Non-Detectable Fragments, 1980
10.10.1980
CCW Protocol (II) prohibiting Mines, Booby-Traps and Other Devices, 1980
10.10.1980
CCW Protocol (III) prohibiting Incendiary Weapons, 1980
10.10.1980
Convention prohibiting Chemical Weapons, 1993
13.01.1993
CCW Protocol (IV) on Blinding Laser Weapons, 1995
13.10.1995
CCW Protocol (II) prohibiting Mines, Booby-Traps and Other Devices, amended, 1996
03.05.1996
Anti-Personnel Mine Ban Convention, 1997
18.09.1997
Convention prohibiting Certain Conventional Weapons (CCW ), amended Article 1, 2001
21.12.2001
CCW Protocol (V) on Explosive Remnants of War, 2003
28.11.2003
Convention on Cluster Munitions, 2008
30.05.2008
Sjó- og lofthernaður
Hague Convention (VI) on Enemy Merchant Ships, 1907
18.10.1907
- Sáttmáli um hverja deild skal gera kaupskipum óvinaríkis er stríð hefst, aðild 27. nóvember 1909, staðfest 8. desember 1955, SÍ 16
Hague Convention (VII) on Conversion of Merchant Ships, 1907
18.10.1907
- Sáttmáli varðandi breytingu á kaupskipum í herskip, aðild 27. nóvember 1909, staðfest 8. desember 1955, SÍ 17
Hague Convention (VIII) on Submarine Mines, 1907
18.10.1907
- Sáttmáli um lagningu neðansjávardufla er springa við árekstur, aðild 27. nóvember 1909, staðfest 8. desember 1955, SÍ 18
Hague Convention (IX) on Bombardment by Naval Forces, 1907
18.10.1907
- Sáttmáli um stórskotaárás frá herskipum í stríði, aðild 27. nóvember 1909, staðfest 8. desember 1955, SÍ 19
Hague Convention (XI) on Restrictions of the Right of Capture, 1907
18.10.1907
- Sáttmáli um vissar takmarkanir á framkvæmd hertökuréttarins í sjóhernaði, aðild 27. nóvember 1909, staðfest 8. desember 1955, SÍ 21
Hague Convention (XIII) on Neutral Powers in Naval War, 1907
18.10.1907
- Sáttmáli um réttindi og skyldur hlutlausra ríkja þegar stríð er háð til sjós, aðild 27. nóvember 1909, staðfest 8. desember 1955, SÍ 22
Havana Convention on Maritime Neutrality, 1928
20.02.1928
London Treaty on Limitation and Reduction of Naval Armaments, 1930
22.04.1930
Procès-verbal on Submarine Warfare of the Treaty of London, 1936
06.11.1936
San Remo Manual on Armed Conflicts at Sea, 1994
12.06.1994
Menningarverðmæti
Roerich Pact for the Protection of Artistic and Scientific Institutions, 1935
15.04.1935
Final Act on the Protection of Cultural Property, The Hague, 1954
14.05.1954
Hague Convention for the Protection of Cultural Property, 1954
14.05.1954
Hague Protocol for the Protection of Cultural Property, 1954
14.05.1954
Resolutions on Cultural Property, The Hague, 1954
14.05.1954
Second Hague Protocol for the Protection of Cultural Property, 1999
26.03.1999
Saknæm undirokun
Charter of the Nuremberg Tribunal, 1945
08.08.1945
United Nations Principles for the Nuremberg Tribunal, 1946
11.12.1946
Convention Statutory Limitations to War Crimes, 1968
26.11.1968
European Convention on Non-Applicability of Statutory Limitations to War Crimes, 1974
25.01.1974
Statute of the International Criminal Tribunal for the Former Yugoslavia, 1993
25.05.1993
Statute of the International Criminal Tribunal for Rwanda, 1994
08.11.1994
Statute of the International Criminal Court, 1998
17.07.1998
Statute of the Special Court for Sierra Leone, 2002
16.01.2002
Amendment to the Statute of the International Criminal Court, amended article 8, 2010
10.06.2010
Amendment to the Statute of the International Criminal Court, articles 8bis, 15bis and 15ter, 2010
11.06.2010
Aðrir samningar varðandi alþjóðlegan mannúðarrétt
Hague Convention (III) on the Opening of Hostilites, 1907
18.10.1907
- Sáttmáli um upphaf stríðs, aðild 27. nóvember 1909, staðfest 8. desember 1955, SÍ 13
Hague Convention (V) on Neutral Powers in case of War on Land, 1907
18.10.1907
Convention on the Prevention and Punishment of Genocide, 1948
09.12.1948
- Sáttmáli um ráðstafanir gegn og refsingar fyrir hópmorð, staðfestur 29. ágúst 1949, öðlaðist gildi 12. janúar 1951, SÍ 72
Convention prohibiting environmental modification techniques (ENMOD), 1976
10.12.1976
OAU Convention on Mercenaries, 1977
03.07.1977
Convention on Mercenaries, 1989
04.12.1989
Convention for the Protection of all Persons from Enforced Disappearance, 2006
20.12.2006
02.04.2013
Lagamál
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.