Norrænt utanríkissamstarf
Norrænt samstarf utanríkisráðherra er veigamikill þáttur í utanríkistengslum Íslands. Um er að ræða mikilvægan vettvang til upplýsinga- og skoðanaskipta um þau alþjóðamálefni sem eru efst á baugi, eiga samskipti við önnur og oft stærri ríki og til að stilla saman strengi í málflutningi. Þannig standa Norðurlöndin oft sameiginlega að framboðum í laus sæti og stöður hjá Sameinuðu þjóðunum. Utanríkisráðherra Íslands á einnig margvíslegt tvíhliða samstarf við sín norrænu starfsystkini.
Utanríkisráðherrar Norðurlandanna funda einnig tvisvar á ári með utanríkisráðherrum Eystrasaltsríkjanna, einu sinni undir merkjum NB8-samstarfsins og í hitt skiptið með utanríkisráðherrum Visegrad-ríkjanna: Póllands, Slóvakíu, Tékklands og Ungverjalands, á hinum svokölluðu NB8-V4 fundum. Á fundum NB8 undanfarið hefur meðal annars verið fjallað um samskiptin við Rússland og samstarf við Eystrasaltið, um orkuöryggi og netvarnir, og á fundum NB8-V4 er fjallað um svæðisbundið samstarf í breiðu samhengi, um Evrópumál, öryggismál og viðskiptasamstarf, og annað það sem efst er á baugi hverju sinni.
Fréttir
- UtanríkisráðuneytiðÚkraína og Sýrland í brennidepli á síðasta norræna utanríkisráðherrafundi ársins 10. desember 2024
- UtanríkisráðuneytiðStuðningur við Úkraínu og Belarús í brennidepli á fundi utanríkisráðherra Norðurlanda31. október 2024
Norrænt utanríkissamstarf
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.