Hoppa yfir valmynd

Heiðursmerki íslensku utanríkisþjónustunnar

Heiðursmerki íslensku utanríkisþjónustunnar var stofnað með forsetabréfi 1. júlí 2024. Á framhlið merkisins er skjaldarmerki Íslands og á bakhlið merkisins er mynd þjóðarblómsins holtasóleyjar.

Heiðursmerkið má sæma íslenska einstaklinga og erlenda sem inna af höndum störf, sem mikils þykir um vert á málefnasviði utanríkisráðuneytisins.

Merkið er í þremur stigum:

  • Fyrsta stig er merki úr gulli með gulum silkiborða. Það má veita þeim sem hafa unnið Íslandi verulegt gagn þannig að skipt hafi sköpum varðandi framgang og þróun íslenskra utanríkismála. Almennt er gert ráð fyrir að einum sé veitt merkið á ári hverju.
  • Annað stig merkisins er úr silfri með hvítum silkiborða. Það má veita þeim sem hafa unnið Íslandi sérstakt gagn til lengri tíma á sviði utanríkismála, lagt verulega af mörkum til stuðnings málefnasviðum utanríkisráðuneytisins og forstöðumönnum erlendra sendiráða á Íslandi.
  • Þriðja stig merkisins er úr bronsi og með grænum silkiborða. Það má veita fyrir sérstakan árangur ræðismanna, starfsfólks íslenska ríkisins eða samstarfsaðilum utanríkisráðuneytisins sem viðurkenningu fyrir þeirra framlag til málefnasviða þess. Merkið má einnig veita erlendum sendimönnum gagnvart Íslandi ef tilefni er til.

Litir borða merkisins vísa til lita þjóðarblómsins.

Utanríkisráðherra veitir heiðursmerkið, en getur falið ráðuneytisstjóra eða forstöðumönnum sendiskrifstofa að veita það fyrir sína hönd. Heiðurmerkjanefnd gerir tillögu um veitingu heiðursmerkisins, í nefndinni sitja ráðuneytisstjóri, prótókollstjóri og mannauðsstjóri utanríkisráðuneytisins.

Utanríkismál

Síðast uppfært: 16.10.2024
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta