Atvinnulíf og þróunarsamvinna
Í stefnu Íslands um alþjóðlega þróunarsamvinnu er lögð áhersla á samstarf við atvinnulífið. Stjórnvöld vilja hvetja einkageirann til að leggja sitt af mörkum til verðmæta- og atvinnuskapandi verkefna í þróunarlöndum og vinna að framgangi heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Lausnir, sérþekking og fjárfestingar íslenskra fyrirtækja geta stuðlað að sjálfbærri þróun, aukinni hagsæld og skapað tækifæri fyrir fólk í þróunarlöndum að brjótast úr viðjum fátæktar. Ísland horfir til Þróunarsamvinnunefndar Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD, DAC) við framkvæmd verkefna en stofnunin hefur meðal annars það hlutverk að fylgjast með því að aðildarlöndin starfi á grundvelli alþjóðlegra skuldbindinga.
Heimsmarkmiðasjóður atvinnulífsins um þróunarsamvinnu tekur á móti umsóknum fyrirtækja um styrki til samstarfsverkefna í þróunarríkjum tvisvar á ári. Verkefni skulu jafnan styðja við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæran hagvöxt og mannsæmandi atvinnutækifæri í þróunarríkjum, auk þess að hafa tengingu við önnur heimsmarkmið sem Ísland leggur áherslu á í þróunarsamvinnu sinni.
- Hámarksstyrkur er 30 m.kr. á þriggja ára tímabili.
- Næsti umsóknarfrestur er til 10. september 2024.
- Nánari upplýsingar er að finna í verklagsreglum sjóðsins.
- Öllum umsóknum skal skila í tölvupósti á [email protected]
Fyrirpurnum svarað hjá [email protected] og á Heimstorgi Íslandsstofu.
Efst á baugi í samstarfi við atvinnulífið
Atvinnulíf og þróunarsamvinna
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.