Hoppa yfir valmynd

Samstarf við félagasamtök

Utanríkisráðuneytið hefur um árabil átt í góðu samstarfi við félagasamtök á sviði þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoðar og hefur fjölbreytni verkefna aukist mjög á undanförnum árum. Félagasamtök eru mikilvægir samstarfsaðilar í þróunarsamvinnu einkum vegna nálægðar sinnar við grasrótina og þar sem þau hafa oftar en ekki gott aðgengi til að beita sér á vettvangi þar sem átök eru til staðar og aðgengi erfitt eða takmarkað.

Unnið er í samræmi við eftirfarandi lykil stefnur og skjöl:

Áherslur í samstarfi við félagasamtök

Áherslumál í samstarfi við félagasamtök byggja á stefnu Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Yfirmarkmið stefnunnar er útrýming fátæktar, virðing fyrir mannréttindum og bætt lífsskilyrði og grundvallast á framtíðarsýn heimsmarkmiða Sameinuðu Þjóðanna. Mannréttindi, jafnrétti kynjanna og umhverfis- og loftlagsmál eru enn fremur bæði sértæk og þverlæg áhersluatriði. 

Félagasamtök gegna því mikilvæga hlutverki að styðja upplýsingagjöf til almennings og veita alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands stuðning og aðhald. Samstarf við félagasamtök stuðlar að hugmyndaskiptum og  þróun aðferða sem að styðja við árangursmiðaða og skilvirka þróunarsamvinnu. 

Samstarf við félagasamtök skal taka mið af þróunarsamvinnustefnu Íslands og heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Einnig er lögð áhersla á fjölbreytni og nýsköpun í verkefnum.

Styrkir til félagasamtaka

Undir hatti samstarfs við félagasamtök bíður utanríkisráðuneytið uppá styrkveitingar til þróunarsamvinnuverkefna, þ.m.t. styttri verkefna, nýliðaverkefna og langtíma verkefna. Einnig geta félög sótt um kynningar- og fræðslustyrki.  Styrkir til félagasamtaka til mannúðaraðstoðar eru bundnir í rammasamninga og ekki auglýstir sérstaklega. 

 

Verkefni félagasamtaka

Verkefni félagasamtaka og yfirlit yfir stuðning má finna á www.openaid.is

 
 

Sjá einnig:

Íslensk borgarasamtök

Eftirfarandi samtök eiga aðild að Samstarfshópi íslenskra mannúðarsamtaka í alþjóðlegu hjálparstarfi og þróunarsamvinnu:

Heimsljós - upplýsingaveita um þróunar- og mannúðarmál

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Yfirlit

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta