Utanríkisviðskipti
Öflug viðskipti við útlönd er mikilvæg undirstaða hagvaxtar og velferðar á Íslandi. Á viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins er unnið að því að gæta hagsmuna íslenskra ríkisborgara og atvinnulífs með því að tryggja þeim bestu viðskiptakjör og aðgang að alþjóðamörkuðum, stuðla að jákvæðu orðspori og alþjóðlegri samkeppnishæfni þeirra.
Viðskiptaskrifstofa annast samskipti og samstarf Íslands við erlend stjórnvöld, alþjóðleg viðskiptasamtök og stofnanir við gerð og framkvæmd alþjóðlegra og tvíhliða viðskiptasamninga og annan erindrekstur á sviði utanríkisviðskipta. Skrifstofan vinnur einnig náið með innlendum stjórnvöldum, sendiráðum og fastanefndum Íslands, stofnunum og hagsmunasamtökum á sviði utanríkisviðskipta. Viðskiptaskrifstofa annast framkvæmd EES-samningsins, Schengen samstarfið, málefni Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA), Efnahags og framfarastofnunarinnar (OECD) og Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO).
Fréttir
- Utanríkisráðuneytið, Fjármála- og efnahagsráðuneytiðÍsland og Brasilía undirrita tvísköttunarsamning15. október 2024
Utanríkisviðskipti
Ísland er lítið og opið hagkerfi. Viðskiptastefna Íslands hefur að markmiði að þjóna efnahagslegum hagsmunum samfélagsins og tryggja samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja á alþjóðamörkuðum. Lykilatriði er að geta treyst á sterkt og fyrirsjáanlegt viðskiptakerfi þar sem leikreglur eru skýrar. Slíkt kerfi grundvallast annars vegar á tvíhliða og svæðisbundnum viðskiptasamningum og hins vegar á öflugu samstarfi meðal ríkja innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO).
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.