Fríverslunarsamningar Íslands
1. EES-samningurinn
Samningur milli aðildarríkja ESB og EFTA-ríkjanna Íslands, Noregs og Liechtenstein. Samningurinn tók gildi 1. janúar 1994. Í samningnum er kveðið á um tollfrelsi fyrir allar iðnaðarvörur sem upprunnar eru í löndum samningsaðila. Jafnframt er í bókun 3 við samninginn kveðið á um tollfríðindi fyrir unnar landbúnaðarvörur og í bókun 9 er kveðið á um tollfríðindi fyrir sjávarafurðir. Ákvæði um upprunareglur er að finna í bókun 4 við samninginn.
- Íslenskur texti meginmáls samningsins ásamt bókunum og viðaukum.
- Enskur texti samningsins, þ.m.t. með uppfærðum viðaukum og bókunum
2. Tvíhliða samningar Íslands og ESB um tollfríðindi fyrir sjávarafurðir og landbúnaðarvörur
a) Bókun 6 við fríverslunarsamning Íslands og ESB (þá EBE) frá 1972:
Í bókun 6 við fríverslunarsamning Íslands og ESB (þá EBE) frá 1972 er kveðið á um tollfríðindi við innflutning íslenskra sjávarafurða inn á markaði ESB. Ákvæði bókunar 6 eru enn í fullu gildi í þeim tilvikum er kveðið er á um betri markaðsaðgang fyrir tilteknar sjávarafurðir í bókuninni en felst í bókun 9 við EES-samninginn.
b) Samningur með óunnar landbúnaðarafurðir:
Auk bókunar 3 við EES-samninginn, þar sem kveðið er á um tollfríðindi fyrir unnar landbúnaðarvörur, er í gildi tvíhliða samningur milli Íslands og ESB frá árinu 2018 um tollfríðindi fyrir óunnar landbúnaðarafurðir. Samningurinn sem tók gildi árið 2018 leysti af hólmi samning frá 2007 um sama efni.
- Nánari upplýsingar um samninginn um tollfríðindi fyrir óunnar landbúnaðarvörur
- Texti samningsins frá 2007 um óunnar landbúnaðarvörur
3. EFTA-sáttmálinn
Samningur milli EFTA-ríkjanna (Íslands, Liechtenstein, Noregs og Sviss). Samningurinn var upphaflega undirritaður árið 1960. Ísland gerðist aðili að EFTA árið 1970. Endurskoðaður EFTA-sáttmáli tók gildi 1. júní 2002.
- Íslenskur texti EFTA-sáttmálans, ásamt viðaukum og bókunum
- Enskur texti EFTA-sáttmálans, ásamt viðaukum og bókunum
4. Fríverslunarsamningur EES-EFTA ríkjanna og Bretlands
Lokið var við gerð nýs fríverslunarsamnings við Bretland í sumarbyrjun 2021 og samningurinn var svo undirritaður 8. júlí 2021. Er þar á ferðinni framsækinn og yfirgripsmikill fríverslunarsamningur sem nær til flestra sviða viðskipta á milli ríkjanna og þeirra reglna sem um þau gilda.
Samningurinn var samþykktur á Alþingi í mars 2022 og var beitt til bráðabirgða frá 1. september 2022 til 1. febrúar 2023 þegar hann tók endanlega gildi.
Samninginn í heild má finna á vef Alþingis á íslensku og ensku sem og þingsályktun um fullgildingu hans.
Jafnframt má finna samninginn á vef Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA)
5. Fríverslunarsamningur Íslands og Kína
Fríverslunarsamningur Íslands og Kína tók gildi 1. júlí 2014.
6. Fríverslunarsamningur Íslands og Færeyja (Hoyvíkur-samningurinn)
Hoyvíkursamningurinn tók gildi 1. nóvember 2006. Með honum var komið á sameiginlegu efnahagssvæði á yfirráðasvæðum Íslands og Færeyja. Í samningnum er kveðið á um niðurfellingu tolla af öllum vörum, að uppfylltum skilyrðum upprunareglna samningsins.
7. Samningur um viðskipti milli Íslands og Grænlands
Í samningi við Danmörku um viðskipti milli Íslands og Grænlands er kveðið á um tiltekin tollfríðindi í viðskiptum milli landanna.
8. Fríverslunarsamningar EFTA
EFTA-ríkin hafa gert 29 fríverslunarsamninga sem ná til alls 40 landa. Í eftirfarandi töflu má finna yfirlit yfir þessa samninga og hlekki á annars vegar íslenska þýðingu á meginefni viðkomandi samnings og hins vegar enskan texta viðkomandi samnings ásamt viðaukum.
Viðskiptasamningar
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.