Hoppa yfir valmynd

Loftferðasamningar og samkomulög (MoU/MoC) Íslands

Loftferðasamningar kveða á um gagnkvæmrar heimildir til áætlunarflugs milli samningsríkja með eða án viðkomu í þriðju ríkjum. Mismunandi flugréttindum er lýst á vefsíðu Alþjóðaflugmálastofnunarinnar ICAO. Margir samninganna fjalla einnig um leiguflug og aðra flugtengda þjónustu. Utanríkisráðuneytið hefur fyrirsvar við gerð þeirra í samráði við innviðaráðuneyti og Samgöngustofu. Samráð er haft við hagsmunaaðila í því ferli.

Ísland hefur gert samninga sem heimila flug til yfir 120 ríkja. Flestir þeirra eru tvíhliða en einnig eru nokkrir fjölhliða samningar, þar á meðal loftferðasamningurinn við Bandaríkin sem tekur til Íslands, Noregs og aðildarríkja Evrópusambandsins (ESB) og samningurinn um stofnun sameiginlegs evrópsks flugsvæðis (ECAA) sem nær Íslands, Noregs, aðildarríkja ESB, Albaníu, Bosníu og Hersegóvínu, Makedoníu, Svartfjallalands, Serbíu og Kósovó.

Flugiðnaðurinn er ein af undirstöðuatvinnugreinum Íslands. Öflugt net loftferðasamninga stuðlar að aukinni samkeppni og hagstæðari fargjöldum, ásamt því að tryggja íslenskum flugrekendum aðgang að alþjóðamörkuðum.

Í eftirfarandi yfirliti eru loftferðasamningar Íslands og samkomulög. Unnt er að nálgast samningana með því að smella á nafn viðkomandi ríkis.

Fyrirvari
Yfirlitið gefur vísbendingu um þau flugréttindi sem fjallað er í viðkomandi loftferðasamningum, en þó nauðsynlegt er að skoða texta hvers samnings og /eða samkomulags. Unnið er að því að undirrita og fullgilda loftferðasamningana. Birting loftferðasamninga á vef utanríkisráðuneytisins er í upplýsingaskyni og kemur ekki í stað lögformlegrar birtingar í C-deild Stjórnartíðinda (sbr. 4. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað nr. 15/2005). Sé munur á texta hér á vefnum og í birtum samningi í Stjórnartíðindum, þá gildir textinn eins og hann birtist í Stjórnartíðindum.

 

Yfirlit yfir loftferðasamninga Íslands við ríki og landsvæði (á ensku - PDF)

 
Síðast uppfært: 3.1.2025 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta