Hoppa yfir valmynd

Leiðbeiningar fyrir umsókn um styrk

1. Sótt er rafrænt um á vefnum Mínar síður Stjórnarráðsins.

Byrjaðu á að skrá þig inn á vefinn með því að velja eina af eftirfarandi leiðum: 

    • Auðkenning með rafrænum skilríkjum.
    • Auðkenning með Íslykli.
    • Skráning á vefnum.

Ef þú notar síðasta möguleikann og hefur ekki þegar skráð þig þarftu að velja flipann Nýskráning og skrá þig á vefinn með kennitölunni þinni, gefa upp fullt nafn, heimilisfang og netfang og velja síðan lykilorð. Vefurinn er tengdur við Þjóðskrá þannig að eingöngu er mögulegt að skrá sig inn á kennitölu einstaklings. Ef þú hefur áður búið til aðgang á Mínum síðum velur þú flipann Innskráning og skráir þig inn með kennitölu og lykilorðinu sem þú valdir. 

2. Finndu flipann „Eyðublöð“ í stikunni sem birtist efst.

3.  Finndu Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og eyðublaðið „Þróunarsjóður innflytjendamála 2023“. 

4.  Fylltu eyðublaðið út.

Þú getur vistað það án þess að hafa klárað það allt og svo haldið áfram með það síðar. Athugaðu að umsókninni hefur ekki verið skilað fyrr en ýtt hefur verið á „Senda“ og því er nauðsynlegt að gera það áður en umsóknarfrestur rennur út. 

Ef þú vilt meiri upplýsingar um Mínar síður hjá Stjórnarráðinu getur þú nálgast þær á vefnum

Ef þú vilt frekari upplýsingar um þróunarsjóð innflytjendamála og umsóknir um styrki í sjóðinn getur þú haft samband við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið í síma 545 8100 og með tölvupósti á netfangið [email protected].

 

 

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta