Heimsókn til Íslands
Allir áritunarskyldir einstaklingar, sem ekki hafa gilda Schengenáritun í ferðaskilríki sínu, þurfa að sækja um vegabréfsáritun í viðkomandi sendiráði áður en komið er inn á Schengensvæðið og til landsins. Vegabréfsáritun er m.a. gefin út fyrir ferðamenn, fjölskylduheimsóknir, opinber erindi, viðskiptaheimsóknir og námsferðir. Vegabréfsáritun gildir almennt í 90 daga eða skemur á 180 daga tímabili.
Í flestum tilfellum hafa sendiráð og ræðisskrifstofur heimild til að veita vegabréfsáritanir án samráðs við Útlendingastofnun en í einstaka tilvikum eru umsóknir sendar til Útlendingastofnunar til ákvörðunar.
- Sjá nánari upplýsingar um vegabréfsáritanir á vef Útlendingastofnunar
- Nánari upplýsingar um Schengen-samstarfið
Útlendingar
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.