Hoppa yfir valmynd

Samstarf stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og aðilar vinnumarkaðarins hafa haldið tíu fundi í Ráðherrabústaðnum um ýmis viðfangsefni sem lúta að samskiptum vinnumarkaðarins og stjórnvalda. Fundina hafa setið forsvarsmenn heildarsamtaka á vinnumarkaði, þ.e. Samtaka atvinnulífsins, Alþýðusambands Íslands, BSRB, Bandalags háskólamanna og Kennarasambands Íslands auk forsvarsmanna Sambands íslenskra sveitarfélaga og ríkisstjórnarinnar, þ.e. forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Þá hefur ríkissáttasemjari sótt fundina auk þess sem félags- og barnamálaráðherra og menntamálaráðherra hafa sótt fundi eftir þörfum.

Umræðuefni á fundunum hafa verið eftirfarandi:
  1. Kjararáð og launaþróun kjörinna fulltrúa og embættismanna
  2. Launatölfræði og hagnýting hennar
  3. Áherslur stjórnvalda í félagslegum umbótum og félagslegur stöðugleiki
  4. Stefna í húsnæðismálum
  5. Staða og stefnumörkun um sjóði vinnumarkaðarins – Atvinnuleysistryggingar, fæðingarorlof og ábyrgðarsjóð launa
  6. Stefna í menntamálum
  7. Staða efnahagsmála og hagstjórn
  8. Útvíkkun Þjóðhagsráðs
  9. Sögulegt samspil launa, bóta, skatta og ráðstöfunartekna
  10. Endurskoðun tekjuskattskerfis

Eftirfarandi verkefnum, sem leiða af samtali stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins, er lokið eða þau eru í frekari vinnslu:

Lokið

  1. Hækkun atvinnuleysistrygginga
  2. Hækkun hámarksgreiðslna Ábyrgðarsjóðs launa
  3. Kjararáð lagt niður
Verk í skoðun eða í vinnslu
  1. Endurskoðun tekjuskattskerfis
  2. Frumvarp um nýtt fyrirkomulag launa kjörinna fulltrúa
  3. Hagsveifluleiðrétt atvinnuleysistryggingagjald 
  4. Úttekt á Fræðslusjóði
  5. Starfshópur um umbætur á úrvinnslu og nýtingu launatölfræðiupplýsinga
  6. Upptaka launaupplýsinga frá öllum launagreiðendum að norskri fyrirmynd
  7. Skattlagning greiðslna úr sjúkrasjóðum
  8. Yfirlýsing vegna kjarasamninga við BHM
  9. Tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta