Hoppa yfir valmynd

Samfélagslegar áskoranir 2018-2021

Vísinda-og tækniráðs hefur í samráði við almenning, fulltrúa stjórnmálaflokka á Alþingi, vísindasamfélagið og atvinnulífið greint brýnustu áskoranirnar sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir á næstu áratugum.

Til þess að mæta þeim brýnu samfélagslegu áskorunum sem hér er bent á er nauðsynlegt að leiða saman þekkingu og styrkleika mismunandi fagsviða, tækni og fræðigreina, þ.m.t. félags- og hugvísinda og taka til alls nýsköpunarferlisins frá rannsóknum að hagnýtingu. Markmiðið er að auka skilning á íslensku samfélagi og umhverfi, finna lausnir og styðja við fjölbreytt og nýsköpunarmiðað samfélag á tímum örra breytinga.

Örar tæknibreytingar, breytingar á samsetningu þjóðarinnar og menntun eru grundvallarþættir í öllum þeim samfélagslegu áskorunum, sem hér eru skilgreindar.

Helstu samfélagslegu áskoranirnar fyrir tímabilið 2018-2021 eru:

  • Umhverfismál og sjálfbærni

    Stuðla að því að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og markmiðum Parísarsamkomulagsins verði náð, auka skilning á og leysa helstu umhverfisvá sem Ísland stendur frammi fyrir, stuðla að notkun nýrrar tækni og nýsköpunar í sjálfbærri nýtingu auðlinda og fæðuframleiðslu.

    Hér undir falla m.a. loftslagsmál, verndun lands og sjávar, mengun, sjálfbær orka og samgöngur, fæðuöryggi, náttúruvá, traust miðlun þekkingar um umhverfismál til almennings, og áhrif umhverfisbreytinga á fólk og samfélag.
  • Heilsa og velferð 

    Viðhalda heilbrigði, greina og meðhöndla sjúkdóma, fylgjast með  breytingum á lýðheilsu og fyrirbyggja sjúkdóma. Þá þarf að rannsaka hvernig unnt sé að gera fólki kleift að lifa sem best, sem lengst, þannig að stuðlað sé að heilbrigðri öldrun og velferð fólks á öllum æviskeiðum á tímum örra breytinga.

    Hér undir falla m.a. breytt aldurssamsetning þjóðarinnar, aðgengi að heilbrigðisþjónustu,  forvarnir og fyrirbyggjandi aðgerðir, geðheilbrigði, líðan, nýting heilbrigðistækni og gagnagrunna, lífsstílssjúkdómar og jafnvægi vinnu og einkalífs. Þá fellur hér undir hvernig hægt er að miðla áreiðanlegri vísindalegri þekkingu um heilbrigði til almennings.
  • Líf og störf í heimi breytinga

    Auka þarf skilning á þeim áhrifum sem miklar og örar breytingar hafa á samfélagið, vinnumarkað og líf fólks. Þær breytingar sem hér um ræðir eru m.a. tækniframfarir, lýðfræðilegar breytingar, fólksflutningar, breytt samskipti og breytingar á atvinnulífi.

    Hér undir falla m.a. hagnýting hugvits, tækni og nýsköpunar til að bregðast við breytingum; mannaflaþörf, fjölbreytni samfélagsins, jafnrétti, traust í samfélaginu og menntun á öllum skólastigum.  Þá fellur hér undir hvernig unnt sé að miðla vísindalegri þekkingu og nýsköpun til að takast á við ofangreindar áskoranir.

Samþykkt 23.11.2018

Síðast uppfært: 1.3.2022 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta