Stýrihópur Stjórnarráðsins um byggðamál
Stýrihópur Stjórnarráðsins um byggðamál hefur það hlutverk að efla samhæfingu innan stjórnarráðsins í málefnum sem snúa að byggðamálum og trygga virkt samráð við sveitarstjórnarstigið í þeim málaflokki. Hópurinn er skipaður til þriggja ára í senn skv. 2. gr. laga um byggðaáætlun og sóknaráætlanir nr. 69/2015. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skipar í hópinn en í honum eru fulltrúar allra ráðuneyta og fulltrúi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Fulltrúi ráðherra byggðamála fer með formennsku í stýrihópnum.
Stýrihópurinn vinnur út frá þeirri skilgreiningu að byggðamál eru öll þau viðfangsefni sem hafa áhrif á lífsgæði og samkeppni landshluta, s.s. búsetu, atvinnu og nýsköpun. Þau snúa að eflingu samfélaga, félagsauðs, atvinnulífs, menntunar, menningar, velferðarmála, samgangna og fjarskipta. Samkvæmt þessari skilgreiningu eru byggðamál viðfangsefni allra ráðuneyta með einhverjum hætti og ná til landsins alls.
Stýrihópur Stjórnarráðsins um byggðamál er þannig skipaður:
Frá innviðaráðuneyti
Aðalfulltrúi: Hólmfríður Sveinsdóttir, formaður
Varafulltrúi: Árni Freyr Stefánsson
Frá dómsmálaráðuneyti
Aðalfulltrúi: Elísabet Linda Þórðardóttir
Varafulltrúi: Guðmundur Bjarni Ragnarsson
Frá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti
Aðalfulltrúi: Eva Margrét Kristinsdóttir
Varafulltrúi: Þór Hauksson Reykdal
Frá forsætisráðuneyti
Aðalfulltrúi: Pétur Berg Matthíasson
Varafulltrúi: Sigrún Ólafsdóttir
Frá fjármála- og efnahagsráðuneyti
Aðalfulltrúi: Anna Borgþórsdóttir Olsen
Varafulltrúi: Nökkvi Bragason
Frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti
Aðalfulltrúi: Anna Katrín Einarsdóttir
Varafulltrúi: Þórarinn Sólmundarson
Frá heilbrigðisráðuneyti
Aðalfulltrúi: Bryndís Þorvaldsdóttir
Varafulltrúi: Arnar Þór Sveinsson
Frá matvælaráðuneyti
Aðalfulltrúi: Bryndís Eiríksdóttir
Varafulltrúi: Bjarki Pjetursson
Frá menningar- og viðskiptaráðuneyti
Aðalfulltrúi: Baldur Þórir Guðmundsson
Varafulltrúi: Sunna Þórðardóttir.
Frá mennta- og barnamálaráðuneyti
Aðalfulltrúi: Hafþór Einarsson
Varafulltrúi: Sigurlaug Ýr Gísladóttir
Frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti
Aðalfulltrúi: Magnús Örn Agnesar Sigurðsson
Varafulltrúi: Dagný Arnardóttir
Frá utanríkisráðuneyti
Aðalfulltrúi: Andri Júlíusson
Varafulltrúi: vantar
Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
Aðalfulltrúi: Valgerður Rún Benediktsdóttir
Varafulltrúi: Karl Björnsson
Verkefnisstjóri stýrihópsins er Sigríður K. Þorgrímsdóttir, Byggðastofnun. Þá eiga Byggðastofnun og samtök landshlutasamtaka sveitarfélaga áheyrnarfulltrúa á fundum stýrihópsins.
Skipunartími er til 31. maí 2024. Kallað hefur verið eftir tilnefningum frá öllum aðilum og nýr stýrihópur verður skipaður í ágúst 2024.
Meðal verkefna stýrihópsins samkvæmt erindisbréfi er að:
- Vera ríkisstjórn til ráðgjafar í byggðamálum.
- Auka samráð ráðuneyta á sviði byggðamála.
- Vinna að því að samhæfa byggðamál að annarri stefnumótun og áætlanagerð hins opinbera þannig að horft sé til byggðaþróunar með heilstæðum hætti.
- Hafa aðkomu að gerð byggðaáætlunar og fylgjast með framvindu hennar.
- Styðja landshlutasamtök sveitarfélaga við gerð og framkvæmd sóknaráætlana landshluta.
- Vinna með landshlutasamtökum sveitarfélaga að því að sóknaráætlanir verði farvegur fyrir samstarf ríkis og sveitarfélaga um framkvæmd byggðaáætlunar og stuðla að því að fella fleiri viðfangsefni og samninga að sóknaráætlunum.
- Staðfesta sóknaráætlanir landshluta og áhersluverkefni þeirra.
- Vinna árlega greinargerð um framvindu sóknaráætlanasamninga og ráðstöfun fjármuna.
- Vinna drög að viðmiðunarreglum vegna útdeilingar framlags ríkisins til sóknaráætlana og leggja fyrir ráðherra.
- Hafa almennt samráð og samskipti um framkvæmd sóknaráætlunarsamninga og fylgja eftir ákvæðum samninga um skil og upplýsingagjöf.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.