Fagráð um siglingamál
Hlutverk fagráðs um siglingamál er að vera ráðherra til ráðuneytis um siglinga- og hafnamál og öryggismál sjófarenda.
Fundargerðir fagráðs um siglingamál
Helstu verkefni ráðsins eru:
- að móta tillögu að öryggisáætlun sjófarenda með Samgöngustofu,
- að vinna að langtímaáætlun í öryggismálum sjófarenda, ásamt því að hafa eftirlit með framgangi hennar og stuðla að samstarfi þeirra aðila sem að henni koma,
- að veita umsagnir um lagafrumvörp og drög að reglugerðum er varða siglinga- og hafnamál, ásamt EES-gerðum og innleiðingu þeirra,
- að veita umsögn um tillögu samgönguráðs að samgönguáætlun hvað varðar málefni siglinga og hafna,
- að stofna vinnuhópa um afmörkuð verkefni sem ráðið ákveður að ráðast í eða ráðherra felur því að vinna,
- að fjalla um önnur mál á sviði siglinga og hafna að ósk ráðherra eða einstakra ráðsmanna.