Hoppa yfir valmynd

Fagráð um flugmál

Hlutverk fagráðs um flugmál er að vera ráðherra til ráðuneytis um flug- og loftferðamál. Fagráðið er skipað í samræmi við ákvæði 2. mgr. 3. gr. laga um Samgöngustofu, stjórnsýslustofnun samgöngumála nr. 119/2012.

Helstu verkefni fagráðs um flugmál eru að fjalla um og eftir atvikum að veita umsögn um:

  • lagafrumvörp og drög að reglugerðum er varða flugmál,
  • tillögu samgönguráðs að samgönguáætlun sbr. lög um samgönguáætlun,
  • stefnumótun í flugmálum,
  • önnur þau mál sem ráðherra eða einstaka fulltrúar fagráðsins óska eftir að ráðið taki til umfjöllunar,
  • mál sem eru í vinnslu í ESB og til að kynna innleiðingu vegna EES-gerða.

Fagráð um flugmál er þannig skipað:

  • Karl Alvarsson, formaður, tilnefndur af innviðaráðherra,
  • Vala Hrönn Viggósdóttir, varaformaður, tilnefnd af innviðaráðherra,
  • Heiða Njóla Guðbrandsdóttir, tilnefnd af Samtökum atvinnulífsins,
  • Magnús Gunnarsson, tilnefndur af Samtökum iðnaðarins, 
  • Erna Hjaltesed, tilnefnd af ISAVIA,
  • Margrét Hrefna Pétursdóttir, tilnefnd af Samtökum ferðaþjónustunnar, 
  • Matthías Sveinbjörnsson, Flugmálafélagi Ísl,
  • Páll Sveinbjörn Pálsson, tilnefndur af Samgöngustofu.
Skipunartími er til og með 31. mars 2029.

Ráð og stjórnir
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta