Fagráð um flugmál
Hlutverk fagráðs um flugmál er að vera ráðherra til ráðuneytis um flug- og loftferðamál. Fagráðið er skipað í samræmi við ákvæði 2. mgr. 3. gr. laga um Samgöngustofu, stjórnsýslustofnun samgöngumála nr. 119/2012.
Helstu verkefni fagráðs um flugmál eru að fjalla um og eftir atvikum að veita umsögn um:
- lagafrumvörp og drög að reglugerðum er varða flugmál,
- tillögu samgönguráðs að samgönguáætlun sbr. lög um samgönguáætlun,
- stefnumótun í flugmálum,
- önnur þau mál sem ráðherra eða einstaka fulltrúar fagráðsins óska eftir að ráðið taki til umfjöllunar,
- mál sem eru í vinnslu í ESB og til að kynna innleiðingu vegna EES-gerða.
Fagráð um flugmál er þannig skipað:
- Þorgeir Pálsson, formaður, tilnefndur af innviðaráðherra,
- Valgerður B. Eggertsdóttir, varaformaður, tilnefnd af innviðaráðherra,
- Heiða Njóla Guðbrandsdóttir, tilnefnd af Samtökum atvinnulífsins,
- Lárus M. K. Ólafsson, tilnefndur af Samtökum iðnaðarins,
- Sigrún Jakobsdóttir, tilnefnd af ISAVIA,
- Þórhallur Haukur Reynisson, tilnefndur af Samtökum ferðaþjónustunnar,
- Matthías Sveinbjörnsson, Flugmálafélagi Ísl,
- Páll Sveinbjörn Pálsson, tilnefndur af Samgöngustofu.
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.