Samgönguráð
Samkvæmt lögum nr. 30/2023 um stefnur og aðgerðaáætlanir á sviði húsnæðis- og skipulagsmála, samgangna og byggðamála, skipar ráðherra samgönguráð sem gerir tillögu til ráðherra að samgönguáætlun og fimm ára aðgerðaáætlun samgönguáætlunar, stefnu og forgangsröðun, að fengnum áherslum ráðherra.
Samgönguráð skal skipað þremur fulltrúum, tveimur án tilnefningar og einum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Skipunartími samgönguráðs takmarkast við embættistíma ráðherra.
Erindi til samgönguráðs skal senda á netfangið [email protected].