Hoppa yfir valmynd

Fréttir


Sýni 4001-4200 af 9195 niðurstöðum.
Raða eftir: Dagsetningu Mikilvægi

Áskriftir Eldri fréttir

  • 21. febrúar 2022 Dómsmálaráðuneytið

    Teitur Björn Einarsson ráðinn aðstoðarmaður dómsmálaráðherra

    Teitur Björn Einarsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar, dómsmálaráðherra. Teitur lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2006 og öðlaðist málflutningsréttindi fyri...


  • 18. febrúar 2022 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

    Fyrningarálag vegna grænna eigna

    Með nýrri reglugerð, sem nú er í samráðsgátt, er lagt til að nýta skattalega hvata til þess að ná markmiðum í umhverfismálum, svo sem að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Reglugerðin felur í sér f...


  • 18. febrúar 2022 Dómsmálaráðuneytið

    Sjö sóttu um tvær stöður aðstoðarlögreglustjóra

    Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu auglýsti nýverið laus til umsóknar tvö embætti aðstoðarlögreglustjóra. Annars vegar var auglýst eftir aðstoðarlögreglustjóra á ákærusviði. Það svið annast ákærume...


  • 18. febrúar 2022 Innviðaráðuneytið

    Kolefnislosun frá íslenskum byggingum ​metin í fyrsta sinn

    Mat á kolefnislosun frá íslenskum byggingariðnaði er efni nýrrar skýrslu, sem er liður í aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Skýrslan er liður í aðgerð C3, loftslagsáhrifum byggingaiðnaðarin...


  • 18. febrúar 2022 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

    Stutt við samstarfsvettvang sveitarfélaga og atvinnulífs um áfangastaðinn höfuðborgarsvæðið

    Lilja Dögg Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra og Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa undirritað samning um stofnun samstarfsvettvangs sveitarfélaga...


  • 17. febrúar 2022 Forsætisráðuneytið, Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Innviðaráðuneytið, Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

    Starfshópur um umbætur á húsnæðismarkaði skipaður

    Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað starfshóp um umbætur á húsnæðismarkaði. Verkefni hópsins er m.a. að fjalla um leiðir til að auka framboð á húsnæði til að mæta uppsafnaðri og fyrirsjá...


  • 17. febrúar 2022 Utanríkisráðuneytið

    Hagsmunir Íslands í EES-samstarfinu í brennidepli á fundum utanríkisráðherra í Brussel

    Samstarf á vettvangi EES, viðskiptamál og pólitískt samráð um alþjóðamál voru meðal umræðuefna á fundum Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra með fulltrúum framkvæmdastjórnar Evró...


  • 17. febrúar 2022 Matvælaráðuneytið

    Fiskistofa leggi sérstaka áherslu á að kanna yfirráð tengdra aðila og samþjöppun aflaheimilda

    Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, sendi Fiskistofu í dag erindi og tilmæli um að efla eftirlit með samþjöppun aflaheimilda. Ráðherra leggur það fyrir stofnunina að sérstök áhersla verði lögð á...


  • 17. febrúar 2022 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

    Drög að reglugerð um öryggi leikvallatækja og leiksvæða í samráðsgátt

    Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur sett til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda drög að nýrri reglugerð um öryggi leikvallatækja og leiksvæða og eftirlit með þeim. Nýja reglugerðin kemur í...


  • 17. febrúar 2022 Utanríkisráðuneytið

    Ástandið í og við Úkraínu efst á baugi varnarmálaráðherrafundar

    Varnarmálaráðherrar Atlantshafsbandalagsins komu saman til fundar í Brussel í gær og í dag. Öryggisáskoranir í tengslum við framferði Rússa gagnvart Úkraínu voru þar í brennidepli. Þórdís Kolbrún Reyk...


  • 16. febrúar 2022 Forsætisráðuneytið

    Nýtt skipurit forsætisráðuneytisins

    Forsætisráðherra hefur staðfest nýtt skipurit forsætisráðuneytisins sem tekur gildi 1. apríl nk. Breytingum í skipuriti er ætlað að efla ráðuneytið enn frekar til að bregðast við ytri áskorunum með áh...


  • 16. febrúar 2022 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

    Drög að frumvarpi um bann við olíuleit og olíuvinnslu til kynningar í samráðsgátt

    Umhverfis- orku-, og loftslagsráðuneytið hefur sett til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi um bann við olíuleit og vinnslu í efnahagslögsögu Íslands. Frumvarpinu er ætlað að framfyl...


  • 16. febrúar 2022 Dómsmálaráðuneytið

    Ástríður Jóhannesdóttir skipuð framkvæmdastjóri Landskjörstjórnar

    Landskjörstjórn hefur skipað Ástríði Jóhannesdóttur, lögfræðing, í embætti framkvæmdastjóra Landskjörstjórnar. Ástríður lauk embættisprófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1998 og meistaraprófi frá ...


  • 16. febrúar 2022 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

    Efla atvinnuþátttöku fatlaðs fólks á almennum vinnumarkaði

    Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hefur styrkt nýtt verkefni hjá Ási styrktarfélagi sem miðar að því að efla atvinnuþátttöku fatlaðs fólks á almennum vinnumarkaði. Styrkuri...


  • 15. febrúar 2022 Utanríkisráðuneytið

    Óvissa í öryggismálum í Evrópu aðalumræðuefnið á fundi Þórdísar Kolbrúnar og Stoltenbergs

    Óvissa í öryggis- og varnarmálum Evrópu, framferði Rússlands gagnvart Úkraínu og spenna í samskiptum þess við Vesturlönd voru meðal umræðuefna á fundi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríki...


  • 15. febrúar 2022 Heilbrigðisráðuneytið

    Til umsagnar: Frumvarp til breytinga á lögum um sjúkraskrár – umsýsluumboð til þriðja aðila

    Lagt er til að sérfræðilæknar geti veitt þriðja aðila umsýsluumboð fyrir hönd einstaklings sem er ófær um að nýta sér rafræna þjónustu heilbrigðiskerfisins eða veita öðrum umboð fyrir sína hönd. Umbo...


  • 15. febrúar 2022 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

    Lykilstöður í háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðuneytinu lausar til umsóknar

    Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið tók til starfa 1. febrúar og nú leitum við að afburða einstaklingum til að gegna lykilstöðum í ráðuneytinu. Hlutverk ráðuneytisins er að leysa krafta úr læð...


  • 14. febrúar 2022 Innviðaráðuneytið, Mennta- og barnamálaráðuneytið, Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

    Jöfnunarsjóður veitir framlög til að samþætta þjónustu sveitarfélaga í þágu barna

    Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, hefur í samráði við Ásmund Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, undirritað reglugerð um framlög á vegum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að mæta kostn...


  • 11. febrúar 2022 Mennta- og barnamálaráðuneytið

    Takmörkunum á skólastarfi vegna COVID-19 aflétt

    Takmörkunum á skólastarfi vegna COVID-19 verður aflétt frá og með morgundeginum 12. febrúar með gildistöku nýrrar reglugerðar um samkomutakmarkanir. Breytingin felur í sér rýmkun á sót...


  • 11. febrúar 2022 Forsætisráðuneytið

    Forsætisráðherra ávarpaði alþjóðlega ráðstefnu um málefni hafsins

    Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði í dag alþjóðlega ráðstefnu um málefni hafsins sem ber yfirskriftina One Ocean Summit. Ráðstefnan sem fram fer bæði rafrænt og í Brest í Frakklandi er hald...


  • 11. febrúar 2022 Heilbrigðisráðuneytið

    Geðheilsuteymi fanga fest í sessi með varanlegri fjármögnun

    Í ljósi góðrar reynslu af þjónustu geðheilsuteymis fanga hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að tryggja rekstur þess til frambúðar með föstu fjármagni. Teymið var sett á fót sem nýsköpunarverkefni á sv...


  • 11. febrúar 2022 Heilbrigðisráðuneytið

    COVID-19: Afnám sóttkvíar, fjöldatakmörk í 200 manns, 1.000 manna viðburðir heimilaðir o.fl.

    Hátt í 10.000 manns losna undan sóttkví í dag þegar reglur um sóttkví falla brott með reglugerð. Á miðnætti tekur svo gildi reglugerð um samkomutakmarkanir sem felur í sér tilslakanir, líkt og nánar e...


  • 11. febrúar 2022 Forsætisráðuneytið, Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Innviðaráðuneytið, Matvælaráðuneytið, Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið, Dómsmálaráðuneytið

    Önnur eftirfylgniskýrsla um uppbyggingu innviða

    Önnur eftirfylgniskýrsla um stöðu verkefna í aðgerðaáætlun um uppbyggingu innviða hefur verið birt. Aðgerðaáætlunin var samþykkt af ríkisstjórninni í lok febrúar 2020 en hún var sett fram í kjölf...


  • 11. febrúar 2022 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

    Dagskrá umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra vikuna 31. janúar- 4. febrúar 2022

    Mánudagur 31. janúar • Kl. 08:00 – Fjarfundur í ráðherranefnd um samræmingu mála • Kl. 11:00 – Ríkisráðsfundur á Bessastöðum • Kl. 13:00 – Þingflokksfundur • Kl. 17:00 – Svara munnlegri fyrirspurn á A...


  • 11. febrúar 2022 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

    Greinargerð um sölu frekari eignarhluta í Íslandsbanka

    Fjármála- og efnahagsráðherra hefur fallist á tillögu Bankasýslu ríkisins um sölu frekari eignarhluta í Íslandsbanka. Greinargerð og fylgigögn um áformin hafa verið send fjárlaganefnd og efnahags- og ...


  • 11. febrúar 2022 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

    Ráðherra mælir fyrir 3. áfanga rammaáætlunar

    Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, mælti á Alþingi í gær fyrir tillögu til þingsályktunar um 3. áfanga rammaáætlunar, áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Sagði Guð...


  • 10. febrúar 2022 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

    Svar við fyrirspurn umboðsmanns Alþingis

    Með bréfi dags. 1. febrúar sl. óskaði umboðsmaður Alþingis eftir skýringum á því á hvaða lagagrundvelli ákvörðun ráðherra um að skipa Skúla Eggert Þórðarson, fyrrum ríkisendurskoðanda, í embætti ráðun...


  • 10. febrúar 2022 Utanríkisráðuneytið

    Ræddu alvarlega stöðu í mannúðarmálum

    Ástand mannúðarmála í heiminum og endurnýjun rammasamnings Íslands við Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (World Food Programme, WFP) voru til umfjöllunar á fjarfundi þeirra Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð...


  • 10. febrúar 2022 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

    Jafnrétti og háskólastöður

    Gefin hefur verið út skýrsla um jafnrétti og háskólastöður. Markmið verkefnisins er að ran...


  • 10. febrúar 2022 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

    Stuðningur við bændur vegna hækkunar áburðaverðs greiddur um næstu mánaðamót

    Matvælaráðuneytið hefur tekið ákvörðun um ráðstöfun 700 m. kr. framlags í fjárlögum 2022 til að koma til móts við aukinn kostnað vegna áburðarkaupa. Gert er ráð fyrir að verja 650 m. kr. í beinan stuð...


  • 10. febrúar 2022 Dómsmálaráðuneytið

    Stafræn sakavottorð fyrir alla

    Allir landsmenn geta nú sótt sér stafrænt sakavottorð á vef sýslumanna á island.is/syslumenn. Með rafrænum skilríkjum geta landsmenn sótt stafrænt sakavottorð óháð stöðu í sakaskrá. Áður var þessi þjó...


  • 09. febrúar 2022 Heilbrigðisráðuneytið

    Þörf fyrir fólk í bakvarðasveitina vegna aukins álags á heilbrigðisstofnunum

    Heilbrigðisráðuneytið minnir enn á bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. Þörf er á fleira heilbrigðisstarfsfólki á skrá sem hefur aðstæður til að veita liðsinni til að mæta vaxandi álagi á heilbrigð...


  • 09. febrúar 2022 Heilbrigðisráðuneytið, Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

    ​Norðurlöndin ráðast í greiningu á sameiginlegri getu til að þróa og framleiða bóluefni

    Norðurlandaþjóðirnar hafa ákveðið að ráðast í greiningu á sameiginlegri getu sinni til að rannsaka, þróa og framleiða bóluefni og fýsileika norræns samstarfs til nýsköpunar á þessu sviði. Ráðist er í...


  • 09. febrúar 2022 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

    Kallað eftir tilnefningum til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2022

    Norðurlandaráð auglýsir eftir tilnefningum til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2022 og er þema verðlaunanna í ár Náttúrumiðaðar lausnir – alhliða svar við hinum stóru umhverfisáskorunum s...


  • 09. febrúar 2022 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

    Tryggja fjármagn í bráðaviðgerðir á Norræna húsinu

    Guðmundur Ingi Guðbrandsson, samstarfsráðherra Norræns samstarfs, tók í gær þátt í fyrsta fundi samstarfsráðherra Norðurlandanna á árinu fyrir hönd Íslands. Norski samstarfsráðherrann stýrði fundinum,...


  • 09. febrúar 2022 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

    Menningarsjóður Íslands og Finnlands auglýsir eftir umsóknum

    Tilgangur sjóðsins er að efla menningartengsl Íslands og Finnlands. Sjóðurinn veitir árlega styrki til einstaklinga, samtaka, félaga og stofnana vegna verkefna sem geta orðið til að efla samskipti Ís...


  • 08. febrúar 2022 Utanríkisráðuneytið

    Þórdís Kolbrún átti símafund með utanríkisráðherra Sádi-Arabíu

    Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra ræddi í dag í síma við Faisal Bin Farhan Al Saud utanríkisráðherra Sádi-Arabíu um framboð Sáda til að hýsa heimssýninguna, World Expo, í Ríad ári...


  • 08. febrúar 2022 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

    Veitingastyrkir samþykktir á Alþingi

    Frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um styrki til rekstraraðila veitingastaða sem hafa sætt takmörkunum á opnunartíma vegna Covid 19 var samþykkt á Alþingi í dag. Nýsamþykkt lög gera ráð fyri...


  • 08. febrúar 2022 Innviðaráðuneytið

    Loftbrú tekur mikilvægt skref

    Börn sem eiga lögheimili á höfuðborgarsvæðinu en eiga foreldra eða forráðamenn með búsetu á landsbyggðinni munu framvegis geta nýtt sér Loftbrú sem veitir 40% afslátt af heildarfargjaldi fyrir áætluna...


  • 08. febrúar 2022 Heilbrigðisráðuneytið

    Ný heildarlöggjöf um dýralyf samþykkt á Alþingi

    Alþingi hefur samþykkt frumvarp heilbrigðisráðherra að nýrri heildarlöggjöf um dýralyf. Lögin fela í sér innleiðingu á reglugerðum Evrópusambandsins í íslenskan rétt í kjölfar heildarendurskoðunar sam...


  • 08. febrúar 2022 Heilbrigðisráðuneytið

    Aukið aðgengi að Naloxon sem er lífsbjargandi lyf við ofskammti ópíóíða

    Aðgengi að lyfinu Naloxon í nefúðaformi hefur verið aukið og er nú til reiðu í sjúkraflutningbílum og hjá Frú Ragnheiði. Lyfið er notað þegar þörf er á tafarlausri neyðarmeðferð vegna ofneyslu ópíóða ...


  • 07. febrúar 2022 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

    Ánægjuleg tímamót með uppsögn á lánalínu Icelandair með ríkisábyrgð

    Icelandair tilkynnti í dag uppsögn á lánalínu með ríkisábyrgð, sem gilt hefur frá í september 2020 og kom til vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Ákveðið var síðsumars 2020, eftir viðræður milli Icela...


  • 07. febrúar 2022 Utanríkisráðuneytið

    UNICEF fær stuðning til að hraða dreifingu bóluefna í þróunarríkjum

    Utanríkisráðuneytið mun verja 250 milljónum króna til að styðja við starfsemi Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) til að hraða dreifingu og aðgengi að COVID-19 bóluefnum í þróunarríkjum. Ísland h...


  • 07. febrúar 2022 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

    Ráðherra undirritar samning um hringrásarhraðal

    Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra undirritaði í dag samning við Icelandic Startups um stuðning við hringrásarhraðalinn Hringiðu. Til þess að færa íslenskt...


  • 04. febrúar 2022 Heilbrigðisráðuneytið

    Aukið fjármagn til Sjúkrahússins á Akureyri vegna mikilvægra framkvæmda

    Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita Sjúkrahúsinu á Akureyri auknar fjárheimildir, alls 307 milljónir króna, til brýnna framkvæmda sem mikilvægt er að ljúka sem fyrst. Annars vegar er um að ræða...


  • 04. febrúar 2022 Forsætisráðuneytið, Utanríkisráðuneytið

    Tilnefningar Íslands við Mannréttindadómstól Evrópu

    Forsætisráðuneytið hefur sent tilnefningar Íslands um dómaraefni við Mannréttindadómstól Evrópu til ráðgjafarnefndar á vegum Evrópuráðsins. Í samræmi við viðmiðunarreglur Evrópuráðsins um val á þeim s...


  • 04. febrúar 2022 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

    3. áfangi rammaáætlunar sendur stjórnarflokkum til afgreiðslu

    Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að senda tillögu umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra til þingsályktunar um 3. áfanga rammaáætlunar til stjórnarflokkanna til afgreiðslu. Þingsályktunarti...


  • 04. febrúar 2022 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

    Íslenskt samfélag verði endurvinnslusamfélag

    Úrgangsmálin eru meðal stærstu áskorana í umhverfismálum. Þetta kom fram í ávarpi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra á kynningarfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga í ...


  • 04. febrúar 2022 Heilbrigðisráðuneytið

    COVID-19: Einangrun stytt úr sjö dögum í fimm

    Einangrun vegna Covid-sýkingar verður stytt úr sjö dögum í fimm með reglugerð heilbrigðisráðherra sem tekur gildi mánudaginn 7. febrúar. Sem fyrr verður þó heimilt að framlengja einangrun ef þörf kref...


  • 04. febrúar 2022 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

    550 milljónir í markaðsverkefni fyrir ferðaþjónustuna: Styrkir ímynd og eykur eftirspurn til Íslands

    Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamálaráðherra, og Pétur Þ. Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, hafa undirritað samning um framhald „Ísland saman í sókn“ sem er markaðsverkefni fyrir íslenska ...


  • 04. febrúar 2022 Forsætisráðuneytið

    Jafnlaunavottun eykur jafnrétti innan vinnustaða

    Innleiðing jafnlaunastaðalsins hefur aukið gagnsæi launaákvarðana og þar með traust starfsfólks til málefnalegrar launasetningar. Þetta gefa þær kannanir til kynna sem gerðar hafa verið á jafnlaunasta...


  • 03. febrúar 2022 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

    Vegna fyrirspurna frá fjölmiðlum um setningu ráðuneytisstjóra

    Háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra hefur auglýst embætti ráðuneytisstjóra líkt og ætlunin var að gera eftir að nýtt ráðuneyti tók til starfa 1. febrúar sl. Nýtt ráðuneyti getur ekki tekið til sta...


  • 03. febrúar 2022 Utanríkisráðuneytið

    Þórdís Kolbrún ræddi við utanríkisráðherra Eistlands

    Öryggismál í Evrópu voru meginefni símafundar Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur og Evu-Maríu Liimets utanríkisráðherra Eistlands í dag, en góð samskipti ríkjanna og samstarf á sviði mannréttind...


  • 03. febrúar 2022 Utanríkisráðuneytið

    Norrænir varnarmálaráðherrar funduðu um Úkraínu

    Staða mála í og við Úkraínu var meginefni fjarfundar varnarmálaráðherra Norðurlandanna sem fram fór í dag á vettvangi norræna varnarsamstarfsins (NORDEFCO). Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanr...


  • 02. febrúar 2022 Heilbrigðisráðuneytið

    COVID-19: Nálægðartakmörk á sitjandi viðburðum felld brott

    Frá og með morgundeginum verður hætt að gera kröfu um 1 metra nálægðarmörk á sitjandi viðburðum. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið þetta að höfðu samráði við sóttvarnalækni. Reglug...


  • 02. febrúar 2022 Heilbrigðisráðuneytið

    Tannverndarvika 2022

    Nú stendur yfir árleg tannverndarvika sem embætti landlæknis og Tannlæknafélag Íslands standa fyrir. Í tilefni af tannverndarvikunni hefur nýtt mælaborð tannheilsu verið birt á vef embættis...


  • 01. febrúar 2022 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

    „Ferðamenn eyði 700 milljörðum á Íslandi árið 2030“

    Bætum samkeppnishæfni Íslands Fjölga störfum í menningu og skapandi greinum Endurreisum ferðaþjónustuna „Með samþættingu málefnasviða nýs menningar- og viðskiptaráðuneytis eru skapaðar f...


  • 01. febrúar 2022 Heilbrigðisráðuneytið

    Runólfur Pálsson verður forstjóri Landspítala

    Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að skipa Runólf Pálsson í embætti forstjóra Landspítala til næstu fimm ára. Ákvörðun ráðherra er tekin að undangengnu mati lögskipaðrar hæfnisnefnd...


  • 01. febrúar 2022 Heilbrigðisráðuneytið

    Til umsagnar: Frumvarp að nýjum sóttvarnalögum

    Birt hafa verið til umsagnar drög að frumvarpi heilbrigðisráðherra til nýrra heildarlaga um sóttvarnir. Lagðar eru til ýmsar breytingar á stjórnsýslu málaflokksins og lagt til að aðkoma og eftirlitsh...


  • 01. febrúar 2022 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

    Nýtt matvælaráðuneyti tekur til starfa: Skipum okkur í fremstu röð í framleiðslu hágæða matvæla

    „Í matvælaráðuneytinu horfum við til þess að Ísland verði í fremstu röð á heimsvísu í framleiðslu hágæða matvæla. Við leggjum áherslu á ábyrga umgengni við náttúru og sjálfbæra nýtingu auðlinda, öflug...


  • 01. febrúar 2022 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

    Sigríður Lillý hættir sem forstjóri Tryggingastofnunar

    Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar (TR), hefur óskað eftir því að láta af störfum sem forstjóri stofnunarinnar og mun hætta þann 6. febrúar næstkomandi. Sigríður Lillý hefur st...


  • 01. febrúar 2022 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

    Framlenging viðspyrnustyrkja

    Fjármála- og efnahagsráðherra mun á næstu dögum leggja fyrir Alþingi frumvarp ríkisstjórnarinnar um framhald á viðspyrnustyrkjum vegna sóttvarnaráðstafana. Gert er ráð fyrir að styrkirnir verði fram...


  • 01. febrúar 2022 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

    Kynnti sjálfbæran fjármögnunarramma á vel sóttum fjarfundi

    Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti á vel sóttum fjarfundi IcelandSIF í síðustu viku, sjálfbæran fjármögnunarramma ríkissjóðs, sem birtur var í september sl. Fjármögnunarramminn...


  • 01. febrúar 2022 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

    Streymisfundur í dag: Kynning á nýju menningar- og viðskiptaráðuneyti

    Frá Sinfó til Samkeppniseftirlitisins Nú er tími tækifæranna Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála-, menningar- og viðskiptaráðherra, býður til kynningarfundar um nýtt menningar- og viðskiptaráðuneyti þ...


  • 31. janúar 2022 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

    Áslaug Arna gestur í Auðvarpinu

    Áslaug Arna var gestur í Auðvarpinu - hlaðvarpi Auðnu tæknitorgs, þar sem fjallað er um vísindalega nýsköpun. Ráðherra ræddi m.a. sína sýn á málaflokkinn og hvernig pólitísk nýsköpun fer fram og hún v...


  • 31. janúar 2022 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

    Ásdís Halla tímabundið sett ráðuneytisstjóri háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis

    Ásdís Halla Bragadóttir verður sett ráðuneytisstjóri háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis frá 1. febrúar nk. Setningin er tímabundin til þriggja mánaða á meðan auglýst er eftir ráðuneytisstjóra ...


  • 31. janúar 2022 Forsætisráðuneytið

    Þrír forsetaúrskurðir vegna breytinga á skipan Stjórnarráðsins birtir

    Ríkisráð kom saman til fundar á Bessastöðum í dag. Auk þess að endurstaðfesta tillögur sem samþykktar voru utan ríkisráðs frá síðasta ríkisráðsfundi, undirritaði forseti Íslands þrjá forsetaúrskurði v...


  • 31. janúar 2022 Innviðaráðuneytið

    Aðalsteinn settur forstjóri Þjóðskrár Íslands til sex mánaða

    Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar, hefur verið settur forstjóri Þjóðskrár Íslands frá 1. febrúar til sex mánaða. Hann leysir af Margréti Hauksdóttur, forstjóra Þjóðskrár, sem fer í se...


  • 31. janúar 2022 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

    Hreindýrakvóti ársins 2022

    Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur ákveðið veiðiheimildir til hreindýraveiða fyrir árið 2022 og skiptingu þeirra milli sveitarfélaga, að fengnum tillögum frá Umhverfisstofnun. Alls verður h...


  • 31. janúar 2022 Utanríkisráðuneytið

    Íslensk fyrirtæki láti til sín taka í þróunarsamvinnu

    Frestur til að sækja um í Heimsmarkmiðasjóð atvinnulífs um þróunarsamvinnu er út 3. febrúar næstkomandi. Sjóðurinn mun verja 200 m.kr. til samstarfsverkefna íslenskra fyrirtækja í þróunarlöndum á...


  • 31. janúar 2022 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

    Framlög úr ríkissjóði til stjórnmálasamtaka 2022

    Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur tekið saman upplýsingar um greiðslur ríkisins til stjórnmálasamtaka fyrir árið 2022. Um framlögin gilda lög nr. 162/2006 um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóð...


  • 28. janúar 2022 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

    500 gestir í hverju hólfi á sitjandi viðburðum

    „Það er að rofa til, við göngum af stað í afléttingarnar með skipulögðum hætti og nú geta viðburðir farið aftur af stað með 500 gestum í sóttvarnarhólfi. Þetta skiptir sköpum fyrir íslenskt menningarl...


  • 28. janúar 2022 Forsætisráðuneytið

    Ríkisráðsfundur á Bessastöðum mánudaginn 31. janúar

    Frá ríkisráðsritara: Ríkisráð Íslands hefur verið kvatt saman til reglulegs fundar á Bessastöðum mánudaginn 31. janúar, kl. 11.00.


  • 28. janúar 2022 Innviðaráðuneytið, Forsætisráðuneytið

    Samstillt Játak til að auka fjölbreytni í sveitarstjórnum

    Hvatningarátakinu Játak hefur verið ýtt úr vör. Markmiðið að auka fjölbreytni í framboði til sveitarstjórnarkosninga í vor og framvegis. Kynningarefni er gefið út og birt með áberandi hætti jafnt á ís...


  • 28. janúar 2022 Heilbrigðisráðuneytið

    COVID-19: Umtalsverðar tilslakanir innanlandstakmarkana frá og með 29. janúar

    Almennar fjöldatakmarkanir verða 50 manns, nándarregla verður 1 metri, krár og skemmtistaðir mega opna að nýju og opnunartími þeirra og annarra veitingastaða verður lengdur um tvær klukkustundir. Heim...


  • 28. janúar 2022 Innviðaráðuneytið

    Innviðaráðherra skipar ráðgjafanefnd um rafrænar íbúakosningar sveitarstjórna

    Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, hefur skipað ráðgjafanefnd með rafrænum íbúakosningum á vegum sveitarstjórna.  Verkefni ráðgjafanefndarinnar verður að fylgjast með framkvæmd rafrænna ...


  • 27. janúar 2022 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

    Skúli Eggert Þórðarson verður ráðuneytisstjóri nýs menningar- og viðskiptaráðuneytis

    Skúli Eggert Þórðarson verður skipaður ráðuneytisstjóri nýs menningar- og viðskiptaráðuneytis og hefur störf þann 1. febrúar nk. Það er Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála-, menningar- og viðskiptaráð...


  • 27. janúar 2022 Utanríkisráðuneytið, Menningar- og viðskiptaráðuneytið, Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

    Menningarátakið Nordic Bridges hefst í dag

    Norræna menningarátakið Nordic Bridges hefst í dag í Kanada. Þar er kastljósinu beint að norrænni menningu og listum. Á árinu 2022 munu samstarfsaðilar vítt og breitt um Kanada bjóða upp á spennandi l...


  • 27. janúar 2022 Dómsmálaráðuneytið

    Ríkislögreglustjóri leiðir starfshóp innanríkisráðherra um kynferðisbrot og kynbundið ofbeldi

    Jón Gunnarsson, innanríkisráðherra hefur falið Sigríði Björk Guðjónsdóttur, ríkislögreglustjóra að leiða starfshóp um forvarnir og vitundarvakningu gegn kynferðisbrotum og kynbundnu ofbeldi og áreiti....


  • 27. janúar 2022 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

    Ávarpa fyrst á íslensku

    Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamálaráðherra, fundaði með Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair og fleiri stjórnendum félagsins. Þau ræddu meðal annars ferðavilja, endurskipulagningu Icela...


  • 27. janúar 2022 Dómsmálaráðuneytið

    Landskjörstjórn skipuð

    Innanríkisráðherra hefur skipað nýja landskjörstjórn frá og með 1. janúar 2022. Landskjörstjórn er sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem hefur yfirumsjón með framkvæmd kosninga og annast framkvæmd kosningala...


  • 27. janúar 2022 Dómsmálaráðuneytið

    Starfshópur skoðar atkvæðagreiðslu utan kjörfundar

    Innanríkisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að taka til skoðunar atkvæðagreiðslu utan kjörfundar á grundvelli ákvæðis til bráðabirgða VII í nýjum kosningalögum nr. 112/2021. Skal starfshóp...


  • 27. janúar 2022 Utanríkisráðuneytið

    Fréttaannáll sendiskrifstofa 2021

    Utanríkisráðuneytið hefur tekið saman yfirlit yfir fjölbreytta starfsemi sendiskrifstofa Íslands á árinu 2021 í meðfylgjandi fréttaannál. Árið 2021 var viðburðaríkt í starfsemi sendiskrifstofanna víða...


  • 27. janúar 2022 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

    Vestnorrænt samstarf í loftslagsmálum verði eflt

    Ástæða er til að styrkja samstarf Íslands, Grænlands og Færeyja í loftslagsmálum og hreinum orkuskiptum. Þetta kom fram í máli Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra á málþi...


  • 27. janúar 2022 Innviðaráðuneytið, Utanríkisráðuneytið

    Ísland undirritar stofnsáttmála nýrrar alþjóðastofnunar um leiðsögu á sviði siglinga

    Ísland hefur undirritað stofnsáttmála nýrrar alþjóðastofnunar um leiðsögu á sviði siglinga. Unnur Orradóttir Ramette, sendiherra Íslands í París, skrifaði undir samning því til staðfestingar í gær fyr...


  • 26. janúar 2022 Forsætisráðuneytið

    Samskipti forsætisráðherra og Íslenskrar erfðagreiningar vegna ákvörðunar Persónuverndar

    Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd samþykkti á fundi sínum 19. janúar sl. að óska eftir afriti af skriflegum erindum milli forsætisráðherra og Íslenskrar erfðagreiningar í tengslum við ákvörðun Persónu...


  • 25. janúar 2022 Mennta- og barnamálaráðuneytið

    Áhrif breyttra reglna um sóttkví á skólastarf

    Heilbrigðisráðherra hefur gert breytingar á reglum um sóttkví og smitgát sem taka gildi á miðnætti í kvöld, þriðjudaginn 25. janúar. Breytingarnar hafa ekki áhrif á reglugerð nr. 6/2022 um takmörkun á...


  • 25. janúar 2022 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

    450 milljónir í viðspyrnuaðgerðir til tónlistar og sviðslista

    Gripið til öflugra viðspyrnuaðgerða til að efla slagkraft tónlistar og sviðslista eftir erfiða tíma Fólki undir 35 ára aldri eyrnamerkt listamannalaun í fyrsta sinn Tónlistarsókn á erlend...


  • 25. janúar 2022 Heilbrigðisráðuneytið

    COVID-19: Slakað á reglum um sóttkví

    Einstaklingum sem eru útsettir fyrir COVID-19 smiti utan heimilis eða dvalarstaðar síns verður ekki lengur skylt að fara í sóttkví en þurfa þess í stað að viðhafa smitgát. Sóttkví verður áfram beitt g...


  • 25. janúar 2022 Innviðaráðuneytið

    Mikill samfélagslegur ábati af lagningu Sundabrautar

    Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, tóku í gær formlega við óháðri félagshagfræðilegri greiningu á lagningu Sundabrautar og skilagrein starfshóps ...


  • 25. janúar 2022 Forsætisráðuneytið, Utanríkisráðuneytið

    Þriðja allsherjarúttekt á stöðu mannréttindamála á Íslandi

    Þriðja allsherjarúttekt á stöðu mannréttindamála (e; Universal Periodic Review eða UPR) á Íslandi fór fram á vettvangi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í Genf í Sviss í dag. Fyrsta úttektin á stöðu...


  • 24. janúar 2022 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

    Vefur verkefnisstjórnar rammaáætlunar fær nýtt útlit

    Vefur verkefnisstjórnar rammaáætlunar, www.ramma.is, hefur verið uppfærður og fengið nýtt útlit. Breytingunum er ætlað að auðvelda aðgengi að lykilupplýsingum um gildandi rammaáætlun, virkjunarkosti í...


  • 24. janúar 2022 Heilbrigðisráðuneytið

    Gildistími bólusetningarvottorða á landamærum Íslands

    Bólusetningarvottorð vegna Covid-19 eru sérstaklega mikilvæg fyrir þá einstaklinga sem ferðast til annarra landa. Fram að þessu hefur á landamærum Íslands, og annarra landa innan Evrópska efnahagssvæð...


  • 24. janúar 2022 Innviðaráðuneytið

    Árétting um reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga

    Sveitarfélögum er nú gert að færa byggðasamlög, sameignarfélög, sameignarfyrirtæki og önnur félagaform með ótakmarkaðri ábyrgð sveitarfélags í samantekin reikningsskil miðað við hlutfallslega ábyrgð. ...


  • 24. janúar 2022 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

    Úthlutun styrkja til verkefna sem felast í hreinsun á strandlengju Íslands

    Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra hefur kynnt fjögur verkefni sem fá úthlutað styrkjum til verkefna sem felast í hreinsun strandlengju Íslands. Styrkirnir eru veittir &nb...


  • 21. janúar 2022 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

    Frumvarp um framlengingu lokunarstyrkja samþykkt í ríkisstjórn

    Ríkisstjórnin samþykkti í dag að leggja fyrir Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjárstuðning til minni rekstraraðila. Frumvarpið felur í sér framlengingu lokunarstyrkja til þeirra sem ...


  • 21. janúar 2022 Utanríkisráðuneytið

    Yfirlýsing varnarmálaráðherra Norðurlandanna um stöðuna í og við Úkraínu

      Versnandi staða öryggismála í og við Úkraínu var tilefni fjarfundar varnarmálaráðherra Norðurlandanna sem fram fór í dag á vettvangi norræna varnarsamstarfsins (NORDEFCO). Þórdís Kolbrún Reykfj...


  • 21. janúar 2022 Dómsmálaráðuneytið

    Námskeið til undirbúnings prófi til að öðlast réttindi til að vera héraðsdómslögmaður

    Prófnefnd samkvæmt reglugerð nr. 1095/2007 um próf til að öðlast réttindi til að vera héraðsdómslögmaður, sbr. lög nr. 77/1998 um lögmenn og lög nr. 93/2004, hefur ákveðið að halda námskeið vorið 2022...


  • 21. janúar 2022 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

    Þurfum að rannsaka handritin og kynna börnin okkar fyrir þeim

    „Handritin eru mikilvægur hluti menningararfleifðar okkar sem nauðsynlegt er að viðhalda og miðla - og þar eru tækifæri til að gera betur. Við þurfum að rannsaka handritin og kynna börnin okkar fyrir ...


  • 21. janúar 2022 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

    Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála tekur til starfa

    Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála tók til starfa 1. janúar 2022 þegar lög nr. 88/2021 um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála tóku gildi. Stofnunin tekur við verkefnum Gæða- og eftirlitsstofn...


  • 21. janúar 2022 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

    8 milljónir skjala birtar í stafrænu pósthólfi

    Á síðasta ári voru samþykkt lög um stafrænt pósthólf í miðlægri þjónustugátt stjórnvalda. Með þeim er fest í sessi sýn stjórnvalda um að meginboðleið samskipta við einstaklinga og lögaðila verði sta...


  • 21. janúar 2022 Matvælaráðuneytið

    Berglind aðstoðar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra

    Berglind Häsler leysir Iðunni Garðarsdóttur af sem aðstoðarmaður Svandísar Svavarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Iðunn fer nú í árs barneignarleyfi. Berglind hefur störf 14. febrúar nk....


  • 20. janúar 2022 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

    Lilja Dögg ávarpaði höfundarréttarráð

    „Það er mikið gleðiefni að geta fundað nú með hagsmunaaðilum á sviði höfundaréttar,“ sagði Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningarmálaráðherra, á fundi Höfundarréttarráðs fyrr í dag. Höfundaréttarráð er ...


  • 20. janúar 2022 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

    Mælt fyrir frumvarpi um veitingastyrki á Alþingi

    Mælt var fyrir frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra um styrki til rekstraraðila veitingastaða sem hafa sætt takmörkunum á opnunartíma vegna Covid-19 á Alþingi í dag. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir...


  • 20. janúar 2022 Innviðaráðuneytið

    Nýtt vefsvæði um sameiningar sveitarfélaga

    Ráðuneytið setti nýverið í loftið nýtt vefsvæði um sameiningar sveitarfélaga á vef Stjórnarráðsins. Á vefsvæðinu eru veittar gagnlegar upplýsingar um ferli sameininga sveitarfélaga, annars vegar ...


  • 20. janúar 2022 Heilbrigðisráðuneytið

    COVID-19: Sjúkratryggingar hafa samið um allt að 30 manna liðsauka til að styrkja mönnun á Landspítala

    Sjúkratryggingar Íslands hafa gert samning við Lækningu í Lágmúla um að styrkja tímabundið mönnun á Landspítala vegna Covid-19. Þetta er þriðji samningurinn sem gerður er í þessu skyni en áður hafði v...


  • 20. janúar 2022 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

    Ferðastyrkir til sænsks-íslensks samstarfs

    Nú eru til umsóknar ferðastyrkir til að styðja íslenska þátttakendur í sænsk-íslenskum samstarfsverkefnum. Markmið Sænsk-íslenska samstarfssjóðsins er að stuðla að auknu samstarfi Svíþjóðar og Íslands...


  • 20. janúar 2022 Heilbrigðisráðuneytið

    Til umsagnar: Reglugerð um kostnaðarvigtir og einingaverð (DRG)

    Birt hafa verið til umsagnar drög að reglugerð heilbrigðisráðherra um kostnaðarvigtir og einingaverð vegna samninga um þjónustutengda fjármögnun heilbrigðisþjónustu. Reglugerðin tengist nýlegum samni...


  • 20. janúar 2022 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

    Samtökin ´78 fá styrk til að styðja betur við fjölbreyttan hóp hinsegin fólks

    Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra, hefur veitt Samtökunum ´78 styrk að upphæð 10 milljónir króna í þeim tilgangi að efla stuðning samtakanna við hinsegin eldra fólk og h...


  • 20. janúar 2022 Forsætisráðuneytið

    Þrjár umsóknir bárust um stöðu íslensks dómara við Mannréttindadómstól Evrópu

    Þrjár umsóknir bárust um embætti íslensks dómara við Mannréttindadómstól Evrópu en umsóknarfrestur rann út 14. janúar sl. Umsækjendur um embættið eru Jónas Þór Guðmundsson hæstaréttarlögmaður, Oddný M...


  • 19. janúar 2022 Heilbrigðisráðuneytið

    COVID-19: Krafa um sýnatöku í tengslum við smitgát afnumin og útivera í einangrun heimiluð

    Einstaklingum sem sæta smitgát í kjölfar smitrakningar verður ekki lengur skylt að fara í hraðpróf við upphaf og lok smitgátar frá og með morgundeginum en þurfa að fara gætilega í 7 daga og í PCR próf...


  • 19. janúar 2022 Heilbrigðisráðuneytið

    Samningur um þjónustu talmeinafræðinga – ákvæði um tveggja ára starfsreynslu fellt brott

    Sjúkratryggingar Íslands hafa framlengt samning um þjónustu sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga um sex mánuði og fellt brott kröfu um tveggja ára starfsreynslu líkt og talmeinafræðingar hafa lagt á ...


  • 19. janúar 2022 Forsætisráðuneytið

    Fréttaannáll forsætisráðuneytisins 2021

    Starfsemi forsætisráðuneytisins á nýliðnu ári einkenndist eins og árið áður af baráttunni gegn heimsfaraldri COVID-19. Stjórnvöld brugðust við stöðunni með fjölbreyttum aðgerðum þar sem forsætisráðune...


  • 19. janúar 2022 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

    Samningur um Heimagistingarvakt framlengdur

    Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála-, menningar- og viðskiptaráðherra, hefur undirritað samning við embætti Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu um framlengingu verkefnis sem rekið hefur verið frá árinu...


  • 19. janúar 2022 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

    Guðrún Ágústa og Ólafur aðstoða félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra

    Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra, hefur ráðið Guðrúnu Ágústu Guðmundsdóttur og Ólaf Elínarson sem aðstoðarmenn sína. Guðrún Ágústa var framkvæmdastjóri Alþýðusambands Í...


  • 18. janúar 2022 Utanríkisráðuneytið

    Utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra ávarpaði málþing um jafnrétti á norðurslóðum

    Mikilvægi kynjajafnréttis fyrir sjálfbæra þróun á norðurslóðum var helsta umfjöllunarefnið í ávarpi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra á málþingi um jafnrét...


  • 18. janúar 2022 Forsætisráðuneytið

    Tvær umsóknir bárust um embætti ríkislögmanns

    Forsætisráðuneytinu bárust tvær umsóknir um embætti ríkislögmanns en umsóknarfrestur rann út 15. janúar sl. Umsækjendur um embættið eru Fanney Rós Þorsteinsdóttir, hæstaréttarlögmaður við embætti ríki...


  • 18. janúar 2022 Heilbrigðisráðuneytið

    Til umsagnar: breyting á lögum nr. 87/2018 (nikótínvörur)

    Birt hafa verið til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi heilbrigðisráðherra um breytingu á lögum nr. 87/2018 um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur. Með frumvarpinu er ætlun...


  • 17. janúar 2022 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

    Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi

    Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi.   Breyting var gerð á raforkulögum á vorþingi 2021 með það að markmiði að tryggja r...


  • 17. janúar 2022 Matvælaráðuneytið

    Ný reglugerð um velferð alifugla

      Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um velferð alifugla, en tilgangur hennar er að tryggja velferð og heilbrigði allra alifugla með góðri meðf...


  • 17. janúar 2022 Heilbrigðisráðuneytið

    Til umsagnar: Áformuð lagabreyting – stjórn yfir Landspítala

    Birt hafa verið til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi til breytinga á lögum um heilbrigðisþjónustu sem kveður á um skipan sjö manna stjórn Landspítala. Frumvarpið er liður í innlei...


  • 17. janúar 2022 Matvælaráðuneytið

    Fundu verndandi arfgerð gegn riðuveiki í íslensku sauðfé

    Hin klassíska verndandi arfgerð gegn riðuveiki í sauðfé, ARR, hefur nú fundist í fyrsta sinn í íslenskri kind. Þetta er stórmerkur fundur, því hér er um að ræða arfgerð sem er alþjóðlega viðurkennd se...


  • 17. janúar 2022 Heilbrigðisráðuneytið

    Viljayfirlýsing um að reisa hjúkrunarheimili í Kópavogi fyrir 120 íbúa

    Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs hafa undirritað viljayfirlýsingu um byggingu hjúkrunarheimilis í Kópavogi fyrir 120 íbúa. Stefnt er að því að framkvæ...


  • 15. janúar 2022 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

    Úthlutun listamannalauna árið 2022

    Markmið listamannalauna er að efla listsköpun í landinu og hefur verið lögð áhersla á að þau hækki í samræmi við launa og verðlagshækkun. Að þessu sinni hækkuðu listamannalaun hækkuðu því um 4,6% í út...


  • 14. janúar 2022 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

    Unnur Brá og Steinar Ingi aðstoða umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra

    Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ráðið Unni Brá Konráðsdóttur, lögfræðing og fv. forseta Alþingis og Steinar Inga Kolbeins, varaformann Sambands ungra Sjálfstæðismanna og f...


  • 14. janúar 2022 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

    Áfram stutt við rekstraraðila vegna heimsfaraldurs með frestun staðgreiðslu og styrkjum

    Ríkisstjórnin hefur ákveðið að grípa til sérstakra aðgerða til að mæta vanda rekstraraðila í veitingaþjónustu, sem hafa orðið fyrir miklum búsifjum í yfirstandandi bylgju heimsfaraldursins. Þannig sam...


  • 14. janúar 2022 Heilbrigðisráðuneytið

    COVID-19: Almennar samkomutakmarkanir hertar á miðnætti

    Almennar samkomutakmarkanir verða 10 manns, heimild til aukins fjölda fólks á viðburðum með hraðprófum fellur brott, hámarksfjöldi í verslunum verður 200 manns og skemmtistöðum, krám og spilakössum v...


  • 14. janúar 2022 Forsætisráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

    Ríkisstjórnin ræddi stöðu og horfur í faraldrinum

    Ríkisstjórnin ræddi á fundi sínum í dag um stöðu og horfur í COVID-19 faraldrinum. Markmið stjórnvalda er sem fyrr að standa vörð um líf og heilsu landsmanna en lágmarka efnahagsleg og samfélagsleg áh...


  • 14. janúar 2022 Innviðaráðuneytið

    Opnað fyrir umsóknir um styrki til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða

    Innviðaráðherra hefur opnað fyrir umsóknir um framlög sem veitt eru til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða, sbr. aðgerð C.1 í stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024. Sérstök áhersla er lögð...


  • 14. janúar 2022 Innviðaráðuneytið

    Opnað fyrir umsóknir um framlög vegna fjarvinnslustöðva

    Innviðaráðherra hefur opnað fyrir umsóknir um framlög sem veitt eru vegna fjarvinnslustöðva, sbr. aðgerð B.8 í stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024. Markmið aðgerðarinnar er tvíþætt. Annar...


  • 14. janúar 2022 Heilbrigðisráðuneytið

    COVID-19: Aðgerðir til að efla stöðu Landspítalans

    Ríkisstjórnin hefur ákveðið að tryggja Landspítala svigrúm sem gerir kleift að greiða starfsfólki sérstaklega fyrir viðbótarvinnuframlag næstu fjórar vikurnar. Talið er að þannig megi betur tryggja mö...


  • 14. janúar 2022 Forsætisráðuneytið, Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Utanríkisráðuneytið, Dómsmálaráðuneytið

    Ísland tekur á móti fólki í viðkvæmri stöðu frá Afganistan

    Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í morgun að taka á móti 35-70 manns frá Afganistan, til viðbótar við þann hóp sem tekið var á móti í haust, vegna ástandsins sem ríkir í landinu í kjölfar ...


  • 14. janúar 2022 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

    Ráðherra skipar starfshóp um gerð grænbókar um stöðu og áskoranir Íslands í orkumálum

    Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp sem hefur það hlutverk að vinna skýrslu, svo nefnda grænbók, um stöðu og áskoranir Íslands í orkumálum með vísan...


  • 13. janúar 2022 Utanríkisráðuneytið

    Þórdís Kolbrún ræddi við Antony Blinken

    Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra átti í dag símafund með Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Blinken óskaði eftir símtali í því skyni að árna Þ...


  • 13. janúar 2022 Innviðaráðuneytið

    Jöfnunarsjóður úthlutar eftirstöðvum viðbótarframlaga vegna faraldurs

    Í kjölfar samkomulags ríkis og sveitarfélaga frá árinu 2020 úthlutaði Jöfnunarsjóður sérstöku viðbótarframlagi til þeirra sveitarfélaga sem höfðu farið verst út úr heimsfaraldri Covid-19. Sú fjárhæð s...


  • 13. janúar 2022 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

    Lilja við danska ríkisútvarpið: „Vil fá fleiri handrit til Íslands“

    Það er nauðsynlegt að Íslendingar fái til sín fleiri handrit frá Danmörku, hinn íslenska fjársjóð, sagði Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningarmálaráðherra, í viðtali við danska ríkisútvarpið, en þar ræ...


  • 13. janúar 2022 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

    Frestur til að skila inn umsóknum um styrki til fráveituframkvæmda framlengdur til 28. janúar

    Frestur fyrir sveitarfélög til að skila inn umsóknum um styrki til fráveituframkvæmda hefur verið framlengdur til 28. janúar. Skila skal inn umsóknum á rafrænu formi á eyðublaðavef Stjórnarráðsins. Sk...


  • 13. janúar 2022 Heilbrigðisráðuneytið

    Til umsagnar: Tillaga til þingsályktunar um mótun stefnu í heilbrigðisþjónustu við aldraða

    Drög að tillögu til þingsályktunar um mótun stefnu í aðdraganda aðgerðaáætlunar í heilbrigðisþjónustu við aldraða hafa verið birt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. Umsagnarfrestur er til 7. feb...


  • 13. janúar 2022 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

    Jökull Heiðdal Úlfsson skipaður skrifstofustjóri kjara- og mannauðssýslu

    Fjármála- og efnahagsráðherra hefur ákveðið að skipa Jökul Heiðdal Úlfsson í embætti skrifstofustjóra kjara- og mannauðssýslu ríkisins, sem fer með vinnuveitendahlutverk fyrir ríkið í heild. Skipunin ...


  • 13. janúar 2022 Heilbrigðisráðuneytið

    Nýtt hjúkrunarheimili í Árborg opnar í mars

    Nýtt hjúkrunarheimili á Selfossi fyrir 60 íbúa verður afhent tilbúið til notkunar í byrjun mars. Heimilið er samstarfsverkefni ríkis og Sveitarfélagsins Árborgar og kemur m.a. í stað tveggja hjúkruna...


  • 12. janúar 2022 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

    Forstjórar fyrirtækja á Norðurlöndum vilja sókn í loftslagsaðgerðum

    „Afar mikilvægt er að stjórnvöld og atvinnulífið vinni saman ef við ætlum okkur að ná settum markmiðum í loftslagsmálum,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, á rafræ...


  • 12. janúar 2022 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

    Hljóðbókasafnið fær hæsta styrk úr Bókasafnasjóði

    Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningarmálaráðherra, úthlutaði í dag 20 milljónum króna í 11 styrki úr Bókasafnasjóði. Þetta er fyrsta úthlutun sjóðsins en styrkveitingar eru allar í þágu íslenskra bókasa...


  • 12. janúar 2022 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

    Endurreisn ferðaþjónustunnar lykill að endurreisn efnahagslífsins og bættra lífskjara

    „Það sem er efst í huga mér, og eflaust okkar allra, við þessi áramót er endurreisn ferðaþjónustunnar eftir þann mikla samdrátt sem hefur átt sér stað í kjölfar COVID-19 faraldursins. Endurreisn ferð...


  • 12. janúar 2022 Matvælaráðuneytið

    Íslenskir aðilar gætu leigt erlend skip til að veiða bláuggatúnfisk

    Atvinnuvega- og nýsköpunarráðið hefur lagt fram áformaskjal í Samráðsgátt stjórnvalda sem snýr að breytingum á lögum á sviði fiskveiða, nánar tiltekið veiðum á bláuggatúnfisk.  Ísland hefur umtal...


  • 11. janúar 2022 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

    Drög að hollustuháttareglugerð í samráðsgátt ​

    Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur sett til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda drög að nýrri hollustuháttareglugerð sem ætlað er að koma í stað reglugerðar um hollustuhætti frá árinu 2002. Unnið...


  • 11. janúar 2022 Heilbrigðisráðuneytið

    COVID-19: Gildandi takmarkanir innanlands framlengdar til 2. febrúar

    Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja óbreyttar gildandi takmarkanir á samkomum innanlands til og með 2. febrúar næstkomandi. Ákvörðun ráðherra byggist á tillögum sóttvarnalæknis sem telur ...


  • 11. janúar 2022 Forsætisráðuneytið

    Forsætisráðherra fékk afhenta aldarsögu Hæstaréttar Íslands ​

    Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók í gær á móti Hæstiréttur í hundrað ár, nýútkominni aldarsögu Hæstaréttar Íslands. Hæstiréttur átti aldarafmæli 16. febrúar 2020 og var þeirra tímamóta minnst m...


  • 10. janúar 2022 Heilbrigðisráðuneytið

    COVID-19: Bólusetning 5 til 11 ára skólabarna

    Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að foreldrum barna 5-11 ára verði boðið að láta bólusetja börn sín gegn Covid-19. Bólusetning barna í þessum aldurshópi hefst á höfuðborgarsvæðinu í dag. Bólusett verður ...


  • 10. janúar 2022 Innviðaráðuneytið

    Starfshópur skipaður til að kortleggja stöðu smáfarartækja

    Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, hefur ákveðið að skipa starfshóp til að kortleggja stöðu smáfarartækja í umferðinni og vinna tillögur að úrbótum, m.a. til að tryggja umferðaröryggi og bæta ...


  • 10. janúar 2022 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

    Fréttaannáll fjármála- og efnahagsráðuneytisins 2021

    Fjölmörg mál komu til kasta fjármála- og efnahagsráðuneytisins á nýliðnu ári og líkt og árið á undan voru verkefni sem tengdust heimsfaraldri kórónuveiru fyrirferðarmikil. Ráðuneytið gegndi sem fyrr l...


  • 08. janúar 2022 Heilbrigðisráðuneytið

    COVID-19: Tilkynning varðandi útskrift að lokinni einangrun

    Athygli er vakin á því að þeir sem lokið hafa sjö daga einangrun eftir staðfest smit af völdum Covid-19 geta nú og mega útskrifa sig sjálfir, að því tilskildu að þeir finni ekki fyrir sjúkdómseinkennu...


  • 07. janúar 2022 Utanríkisráðuneytið

    Utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsins funduðu um hernaðaruppbyggingu Rússa

    Staða öryggismála í Evrópu og hernaðaruppbygging Rússlands í og við Úkraínu var tilefni sérstaks aukafundar utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins sem fór fram í dag. Á fundinum, sem haldinn var um...


  • 07. janúar 2022 Heilbrigðisráðuneytið

    COVID-19: Breyttar reglur um sóttkví

    Heilbrigðisráðherra hefur breytt reglum um sóttkví í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Breytingarnar byggja á faglegu mati og góðri bólusetningarstöðu þjóðarinnar. „Við þurfum að halda samfélagin...


  • 07. janúar 2022 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

    Efling rannsókna á sviði verslunar og þjónustu

    Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra og Sigrún Ösp Sigurjónsdóttir, forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV), hafa undirritað þjónustusamning til tveggj...


  • 07. janúar 2022 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

    Embætti forstjóra Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála laust til umsóknar

    Félagsmálaráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti forstjóra Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála sem tók til starfa 1. janúar 2022.  Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála hefur...


  • 07. janúar 2022 Mennta- og barnamálaráðuneytið

    Sóttvarnir í skólum: Samráð og vöktun

    Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra hefur sett á laggirnar nýtt vöktunarteymi um sóttvarnir í skólastarfi. Tilgangur þess er að stuðla að markvissum viðbrögðum sem best tryggja öryggi ...


  • 07. janúar 2022 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

    Fyrsta ársskýrslan um fyrirtæki í eigu ríkisins gefin út

    Í lok desember gaf fjármála- og efnahagsráðuneytið út fyrstu ársskýrsluna um fyrirtæki í eigu ríkisins (tengill). Í skýrslunni er gerð grein fyrir lykilstærðum í rekstri og starfsemi fyrirtækjanna og...


  • 07. janúar 2022 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

    Námskeið sem efla færni starfsfólks ríkisins í sameiginlegu skrifstofuumhverfi

    Fjármála- og efnahagsráðuneytið stendur fyrir námskeiðum til þess að efla færni starfsmanna ríkisins þegar kemur að sameiginlegu skrifstofuumhverfi ríkisins, Microsoft Office 365. Markmið námskeiðanna...


  • 06. janúar 2022 Utanríkisráðuneytið

    Hægt að sækja um Apostille vottun skjala stafrænt

    Utanríkisráðuneytið hefur í samstarfi við Ísland.is komið á fót nýrri þjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem þurfa staðfestingu áritunar (Apostille vottun) á skjöl. Nú er hægt að sækja um o...


  • 06. janúar 2022 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

    Mikill árangur af aðgerðum stjórnvalda vegna orkuskipta

    Orkuskipti fólksbílaflotans ganga vel. Ísland er meðal fremstu þjóða á heimsvísu í rafbílavæðingu, en stjórnvöld hafa m.a. stutt við kaup á vistvænum bílum með ívilnunum í virðisaukaskatti (VSK). Í fó...


  • 06. janúar 2022 Heilbrigðisráðuneytið

    Gjaldskrárbreytingar um áramót – óbreytt komugjöld í heilsugæslu

    Engar hækkanir verða á komugjöldum í heilsugæslu um áramótin. Almenn komugjöld lækkuðu 1. janúar 2021 úr 700 krónum í 500 krónur. Þessi gjöld eru óbreytt og sem fyrr greiða börn, öryrkjar og aldraðir...


  • 06. janúar 2022 Heilbrigðisráðuneytið

    Tæplega 400 milljónum varið til að lækka greiðsluþátttöku vegna tannlæknaþjónustu

    Greiðsluþátttaka lífeyrisþega vegna tannlæknaþjónustu lækkaði 1. janúar síðastliðinn og sömuleiðis greiðsluþátttaka almennings vegna nauðsynlegra tannlækninga af völdum meðfæddra galla, slysa og sjúk...


  • 06. janúar 2022 Heilbrigðisráðuneytið

    Styrkir veittir vegna hjálpartækja fyrir fötluð börn með tvö heimili

    Sjúkratryggingum Íslands hafa verið veittar auknar heimildir til styrkja vegna kaupa á hjálpartækjum fyrir fötluð börn með tvö heimili. Markmiðið er að gera heimilin jafnsett þannig að börnin eigi hjá...


  • 06. janúar 2022 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

    Neytendasamtökin gegna mikilvægu hlutverki

    Neytendasamtökin hafa mikilvægu hlutverki að gegna til að gæta hagsmuna neytenda á Íslandi og upplýsa neytendur um rétt sinn. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherr...


  • 06. janúar 2022 Matvælaráðuneytið

    Staðfesting lokauppgjörs í garðyrkju fyrir árið 2021

    Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið vekur athygli framleiðenda í garðyrkju á að hver framleiðandi sem hlotið hefur beingreiðslur á árinu 2021 skal skila ráðuneytinu heildaruppgjöri fyrir árið. Uppgj...


  • 06. janúar 2022 Matvælaráðuneytið

    Jarðræktarstyrkir, landgreiðslur og tjónabætur greiddar út

    Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki, landgreiðslur og tjónabætur vegna tjóns af völdum álfta og gæsa á ræktunarlandi bænda vegna ársins 2021. Styrkir vegna jarðræktar ...


  • 05. janúar 2022 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

    Einstakt listaverkasafn afhent Listasafni Íslands

    Listasafn Íslands fær afhent einstakt listaverkasafn hjónanna Ingibjargar Guðmundsdóttur og Þorvaldar Guðmundssonar sem kenndur var við Síld og fisk. „Það er þýðingarmikið að fá þetta stóra og glæsil...


  • 05. janúar 2022 Matvælaráðuneytið

    Úthlutun byggðakvóta 2021/2022

    Á fiskveiðiárinu 2021/2022 er almennum byggðakvóta úthlutað til 50 byggðarlaga í 29 sveitarfélögum. Þrjú byggðarlög fá 300 þorskígildistonna hámarksúthlutun á fiskveiðiárinu 2021/2022 og sextán byggða...


  • 05. janúar 2022 Utanríkisráðuneytið

    Utankjörfundaratkvæðagreiðslur í sendiskrifstofum vegna tillagna um sameiningu sveitarfélaga

    Utanríkisráðuneytið vekur athygli á atkvæðagreiðslum um tillögur um sameiningu sveitarfélaganna Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps, sveitarfélaganna Eyja – og Miklaholtshrepps og Snæfellsbæjar, og sveit...


  • 05. janúar 2022 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

    Reglugerðarbreyting eykur möguleika örorkulífeyrisþega til að styðja börn sín til náms óháð námshlutfalli

    Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra, hefur undirritað breytingu á reglugerð um heimilisuppbót og uppbætur á lífeyri. Í breytingunni felst að nú er heimilt að greiða heimil...


  • 05. janúar 2022 Dómsmálaráðuneytið

    Önnur útgáfa af Handbók um barnalög á rafrænu formi

    Út er komin önnur útgáfa af Handbók um barnalög eftir Hrefnu Friðriksdóttur. Sem fyrr er markmiðið fyrst og fremst að bæta úr brýnni þörf á aðgengilegu, heildstæðu efni um túlkun barnalagann...


  • 04. janúar 2022 Utanríkisráðuneytið, Dómsmálaráðuneytið

    Vinnudvöl ungs fólks í Bretlandi nú heimil

    Ungir Íslendingar geta nú sótt um dvalarleyfi vegna vinnudvalar ungs fólks í Bretlandi (Youth Mobility Scheme Visa). Ísland er fyrsta og eina ríkið á öllu EES-svæðinu sem hefur gert samkomulag þe...


  • 04. janúar 2022 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

    Staða íslenskrar ferðaþjónustu þokkaleg í árslok 2021: Viðspyrnuaðgerðir nema 31 ma. kr. og hafa skipt sköpum

    Heimsfaraldurinn COVID-19 hefur enn mikil áhrif á íslenska ferðaþjónustu og hefur KPMG unnið fjárhagsgreiningu á áætlaðri stöðu íslenskrar ferðaþjónustu í árslok 2021. Greiningin er unnin í samstarfi ...


  • 04. janúar 2022 Forsætisráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið, Dómsmálaráðuneytið

    Sóttvarnaaðgerðir á landamærum óbreyttar til 28. febrúar

    Á fundi ríkisstjórnar í morgun var ákveðið að framlengja óbreytta reglugerð um sóttvarnaráðstafanir á landamærum vegna COVID-19 til 28. febrúar nk. Þá var ákveðið að tillaga um fyrirkomulag á landamær...


  • 04. janúar 2022 Matvælaráðuneytið

    Iðunn og Kári aðstoða sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra

    Kári Gautason og Iðunn Garðarsdóttir hafa verið ráðin sem aðstoðarmenn Svandísar Svavarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Kári hefur störf þann 10. janúar nk. en Iðunn hefur þegar hafið s...


  • 03. janúar 2022 Matvælaráðuneytið

    Starfshópur um blóðtöku hefur störf

    Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur skipað starfshóp sem hefur það hlutverk að fjalla um blóðtöku á fylfullum hryssum. Hópnum er ætlað að skoða starfsemina, regluverkið o...


  • 03. janúar 2022 Mennta- og barnamálaráðuneytið

    Fréttaannáll mennta- og menningarmálaráðuneytis 2021

    Mennta- og menningarmálaráðuneyti birtir hér fréttaannál ársins 2021. Árið var viðburðaríkt í starfi ráðuneytisins en markaðist einnig að töluverðu leyti af áhrifum heimsfaraldurs COVID-19. Unnið var ...


  • 03. janúar 2022 Innviðaráðuneytið

    Fréttaannáll samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins 2021

    Nýliðið ár var viðburðaríkt í málaflokkum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Í fréttaannál ráðuneytisins er fjallað um helstu áfanga í störfum ráðuneytisins. Verkefni ráðuneytisins mörkuðust e...


  • 31. desember 2021 Forsætisráðuneytið

    Áramótaávarp forsætisráðherra

    Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti áramótavarp sitt í kvöld. Í ávarpinu fór forsætisráðherra yfir hið viðburðaríka ár sem nú er að líða og þær fjölmörgu áskoranir sem þjóðin tókst á við; jarð...


  • 31. desember 2021 Utanríkisráðuneytið

    Fréttaannáll utanríkisráðuneytisins árið 2021

    Árið 2021 hefur verið viðburðaríkt í starfsemi utanríkisþjónustunnar. Skrifað var undir fríverslunarsamning við Bretland í júlí, ráðherrafundur Norðurskautsráðsins var haldinn í Reykjavík í maí og Ísl...


  • 30. desember 2021 Heilbrigðisráðuneytið

    COVID-19: Einangrun stytt í 7 daga - reglur um styttri tíma

    Í samráði við sóttvarnalækni hefur heilbrigðisráðherra gert breytingu á reglugerð um sóttkví og einangrun og sóttvarnaráðstafanir á landamærum Íslands vegna COVID-19, nr. 1240/2021. Með reglugerðarbr...


  • 30. desember 2021 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

    Fjárlög ársins 2022 – Afkoma ríkisins tekur miklum framförum

    Afkoma ríkissjóðs tekur miklum framförum og halli ríkissjóðs dregst saman samkvæmt nýsamþykktum fjárlögum. Í fjárlögum ársins 2022  er gert ráð fyrir áframhaldandi aukningu útgjalda veg...


  • 30. desember 2021 Innviðaráðuneytið

    Skýrsla starfshóps um öryggi lendingarstaða birt

    Skýrsla starfshóps um öryggi lendingarstaða hefur verið birt á vef Stjórnarráðsins. Verkefnið var skilgreint í flugstefnu í núgildandi samgönguáætlun 2020-2034 sem Alþingi samþykkti sumarið 2020. Niðu...


  • 30. desember 2021 Utanríkisráðuneytið

    Tvö hundruð milljónir króna í alþjóðlega mannúðaraðstoð

    Að mati Sameinuðu þjóðanna hefur þörf á mannúðaraðstoð aldrei verið meiri og eykst dag frá degi. Áætlað er að um 274 milljónir manna þurfi á aðstoð að halda á næsta ári, tæplega fjörutíu milljónum fle...


  • 30. desember 2021 Dómsmálaráðuneytið

    Umsækjendur um embætti framkvæmdastjóra landskjörstjórnar

    Alls sóttu 22 um embætti framkvæmdastjóra landskjörstjórnar sem auglýst var laust til umsóknar 3. desember 2021 en umsóknarfrestur rann út 20. desember sl. Þrír umsækjendur hafa dregið umsóknir sínar ...


  • 30. desember 2021 Innviðaráðuneytið

    Hækkun tekju- og eignamarka vegna sérstaks húsnæðisstuðnings fyrir árið 2022

    Félagsmálaráðuneytið hefur uppfært tekju- og eignaviðmið fyrir árið 2022 í leiðbeiningum ráðherra til sveitarfélaga um framkvæmd sérstaks húsnæðisstuðnings til leigjenda. Tekju- og eignamörk hækka um ...


  • 30. desember 2021 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

    Listasjóðir hækka árið 2022 - menning vex!

    Framlög til verkefnasjóða og styrkja á sviði menningar, að meðtöldum launasjóðum listamanna, munu nema um 3,2 milljörðum króna á fjárlögum næsta árs. Til samanburðar námu framlög til þeirra um 1,9 mi...


  • 29. desember 2021 Heilbrigðisráðuneytið

    Fjárlög 2022: Framlög til hjúkrunarheimila aukin um 2,2 milljarða króna

    Rekstrargrunnur hjúkrunarheimila verður styrktur varanlega um 1,0 milljarð króna með fjárlögum næsta árs sem samþykkt voru á Alþingi í gær. Að auki er í fjárlögunum gert ráð fyrir 1,2 milljarða króna...


  • 29. desember 2021 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

    Skattabreytingar um áramót

    Um áramót taka gildi ýmsar skattabreytingar sem snerta bæði heimili og fyrirtæki í landinu. Hér verður fjallað um helstu efnisatriði breytinganna en nánari upplýsingar um einstakar breytingar má finna...


  • 29. desember 2021 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

    Loftslagsmál og aukin fjölbreytileiki í matvælaframleiðslu áherslumál í fjárlagafrumvarpi

    Fjárlög á málefnasviði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fyrir árið 2022 endurspegla áherslur í loftslagsmálum og auknu matvælaöryggi, auknu frelsi til fjölbreyttari matvælaframleiðslu og verðmætas...


  • 29. desember 2021 Matvælaráðuneytið

    Ákvörðun um heildargreiðslumark mjólkur

    Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur undirritað breytingu á reglugerð um stuðning við nautgriparækt, en þar er kveðið á um að heildargreiðslumark ársins 2022 verði 146,5 ...


  • 29. desember 2021 Heilbrigðisráðuneytið

    Ákvörðun sóttvarnalæknis um einangrun staðfest fyrir dómi

    Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest ákvörðun sóttvarnalæknis um einangrun fimm einstaklinga vegna smita af völdum Covid. Samkvæmt upplýsingum frá embætti landlæknis er þetta í þriðja sinn sem láti...


  • 28. desember 2021 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

    Ísland tilnefnir náttúruverndarsvæði í Emerald Network-net Bernarsamningsins

    Ísland hefur lagt til að fimm náttúruverndarsvæði hér á landi verði hluti af neti verndarsvæða Bernarsamningsins, sem kallast Emerald Network. Um þetta var fjallað á 41. fundi fastanefndar ...


  • 28. desember 2021 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

    Styrkur til Hjálparstarfs kirkjunnar

    Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra, hefur undirritað styrk upp á 10 milljónir króna til Hjálparstarfs kirkjunnar en markmiðið með styrknum er að efla félagslega ráðgjöf v...


  • 28. desember 2021 Heilbrigðisráðuneytið

    COVID-19: Heilbrigðisstofnanir taka á móti 30 sjúklingum til að létta álagi af LSH

    Stefnt er að því að flytja hátt í 30 sjúklinga frá Landspítala á aðrar heilbrigðisstofnanir víðsvegar um landið til að bregðast við erfiðum aðstæðum á spítalanum vegna Covid. Skortur er á legurýmum a...


  • 28. desember 2021 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

    Hvatt til skráningar í bakvarðasveit

    Félagsmálaráðuneytið hvetur fólk til að skrá sig á lista bakvarðasveitar velferðarþjónustunnar. Velferðarþjónustan sinnir þjónustu við viðkvæma hópa og mikilvægt er að hún falli ekki niður þrátt ...


  • 27. desember 2021 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

    Félagsmálaráðuneytið tekur fleiri Græn skref

    Félagsmálaráðuneytið hefur staðist úttekt á fimmta skrefi í verkefninu Grænum skrefum, en ráðuneytið hefur unnið að innleiðingu þess undanfarin þrjú ár. Hefur ráðuneytið því innleitt öll fimm skref ve...


  • 23. desember 2021 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

    Eingreiðsla til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega greidd út

    Tryggingastofnun ríkisins hefur greitt 24.406 örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum eingreiðslu sem nemur allt að 53.100 krónum. Í ljósi þeirra sérstöku aðstæðna sem nú ríkja vegna Covid-19 heimsfaral...


  • 23. desember 2021 Innviðaráðuneytið

    Endanleg framlög Jöfnunarsjóðs fyrir 2021 - útgjaldajöfnunarframlög hækkuð fyrir árið 2022

    Innviðaráðherra hefur samþykkt tillögur ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um endurskoðaða úthlutun tekjujöfnunarframlags, útgjaldajöfnunarframlags og framlags vegna tekjutaps fasteignaskatt...


  • 23. desember 2021 Innviðaráðuneytið

    400 milljóna viðbótarframlag Jöfnunarsjóðs vegna þjónustu við fatlað fólk árið 2021

    Innviðaráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 10. desember sl. um úthlutun sérstaks viðbótarframlags á árinu 2021 vegna þjónustu við fatlað fólk. Nemur upphæð...


Sjá leiðbeiningar um leitina. Leitin nýtir sér opin gögn frá BÍN

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum