Hoppa yfir valmynd
24. maí 2007 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Nýr umhverfisráðherra tekur við embætti

Jónína Bjartmarz fyrrverandi umhverfisráðherra og Þórunn Sveinbjörnsdóttir umhverfisráðherra í umhverfisráðuneytinu í dag.
Í umhverfisráðuneytinu í dag

Nýr umhverfisráðherra, Þórunn Sveinbjarnardóttir, tók við embætti í dag, fimmtudaginn 24. maí af Jónínu Bjartmarz sem gegnt hefur embætti umhverfisráðherra síðan 15. júní 2006.

Þórunn er fædd í Reykjavík 22. nóvember 1965 og hún á eina dóttur, Hrafnhildi Ming. Þórunn hefur verið alþingismaður fyrir Samfylkinguna frá árinu 1999, í Reykjarneskjördæmi 1999-2003 og í Suðvesturkjördæmi síðan 2003. Varaþingmaður Kvennalistans í Reykjavíkurkjördæmi í apríl og nóvember 1996. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1984 og prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands 1989 og Johns Hopkins University, Paul H. Nitze School of Advanced International Studies 1990.

Æviágrip nýs umhverfisráðherra.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta