Nýr umhverfisráðherra tekur við embætti
Nýr umhverfisráðherra, Þórunn Sveinbjarnardóttir, tók við embætti í dag, fimmtudaginn 24. maí af Jónínu Bjartmarz sem gegnt hefur embætti umhverfisráðherra síðan 15. júní 2006.
Þórunn er fædd í Reykjavík 22. nóvember 1965 og hún á eina dóttur, Hrafnhildi Ming. Þórunn hefur verið alþingismaður fyrir Samfylkinguna frá árinu 1999, í Reykjarneskjördæmi 1999-2003 og í Suðvesturkjördæmi síðan 2003. Varaþingmaður Kvennalistans í Reykjavíkurkjördæmi í apríl og nóvember 1996. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1984 og prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands 1989 og Johns Hopkins University, Paul H. Nitze School of Advanced International Studies 1990.
Æviágrip nýs umhverfisráðherra.