Nýr umhverfisráðherra tekur við embætti
Kolbrún Halldórsdóttir tók við embætti umhverfisráðherra í dag, sunnudaginn 1. febrúar 2009, af Þórunni Sveinbjarnardóttur sem gegnt hefur embætti umhverfisráðherra síðan 24. maí 2007.
Kolbrún er fædd í Reykjavík 31. júlí 1955. Hún hefur verið alþingismaður fyrir Vinstrihreyfinguna grænt framboð frá árinu 1999 og hefur setið í umhverfisnefnd Alþingis síðan þá.
Hún lauk verslunarprófi frá VÍ 1973 og burtfararprófi frá Leiklistarskóla Íslands 1978.
Æviágrip nýs umhverfisráðherra.
Verkefnaskrá ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna.
Heimasíða Kolbrúnar Halldórsdóttur.