Hoppa yfir valmynd
15. apríl 2009 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Græn störf - málþing um vistvæna nýsköpun

Græn störf - málþing um vistvæna nýsköpun
Málþing í Iðnó á degi umhverfisins 25. apríl.

Á degi umhverfisins 25. apríl boða umhverfisráðuneytið, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Félag umhverfisfræðinga til málþings um Græn störf og vistvænar áherslur í atvinnuuppbyggingu. Málþingið fer fram í Iðnó frá kl. 13:00 til 15:00.

Á málþinginu munu sjö fyrirtæki kynna starfsemi sína og framtíðarsýn. Þá verður efnt til pallborðsumræðna um þau tækifæri sem bjóðast íslenskum fyrirtækjum á þessu sviði.

Dagskrá:

  • Ávarp Kolbrúnar Halldórsdóttur umhverfisráðerra.
  • Kynningar:

Marorka - þróar orkustjórnunarkerfi fyrir skip til að draga úr olíunotkun og mengun
Gavia Travel - sérhæfir sig í fuglaskoðunarferðum fyrir erlenda ferðamenn
Saga Medicasérhæfir sig í rannsóknum og framleiðslu á hágæða náttúruvörum úr jurtum
Carbon Recycling International - breytir útblæstri frá jarðvarmavirkjunum í eldsneyti
HBT - þróar og framleiðir orkusparandi lausnir fyrir stórnotendur í orkufrekum iðnaði
Farmers Marketnýtir náttúruleg hráefni við framleiðslu tískufatnaðar
Prókatín - framleiðir prótínmjöl í dýrafóður úr aflofti frá jarðvarmavirkjunum

  • Umhverfisráðherra afhendir Kuðunginn og útnefnir Varðliða umhverfisins.
  • Pallborðsumræður um vistvæna nýsköpun og fjölgun grænna starfa. Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar, Baldur M. Helgason, sjóðstjóri hjá Auði Captial, Bryndís Skúladóttir, forstöðumaður umhverfismála hjá Samtökum Iðnaðarins og Anna G. Sverrisdóttir, formaður umhverfisnefndar Samtaka ferðaþjónustunnar.
    Björn H. Barkarson, frá Félagi umhverfisfræðinga, stýrir umræðum.

Fundarstjóri er Magnús Jóhanesson, ráðuneytisstjóri.

Græn störf eru tengd hreinni tækni eða stuðla að bættri umhverfisvitund og draga úr umhverfisáhrifum hefðbundinna starfa. Græn störf byggja á því að fjárfesta í aukinni framleiðni með betri nýtingu, t.d. orku og hráefna, og komast þannig hjá sóun á aðföngum og fjármagni. Áhersla er á skilvirkni framleiðsluferla, notagildi og skilvirkni í notkun, fjárfest er í lokuðum kerfum og búin eru til verðmæti úr úrgangi. Horft er til náttúrunnar sem byggir á hringrás og afurðir eins verða að aðföngum annars.

Margar þjóðir heims hafa nú mikinn áhuga á að leggja sig fram við að skapa atvinnutækifæri á sviði vistvænnar nýsköpunar, þróunar og þjónustu. Fyrirsjáanlegt er að umsvif á þessum vettvangi aukist mjög í nánustu framtíð og í nýrri skýrslu Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna er því spáð að markaðir fyrir umhverfisvænar vörur og þjónustu muni tvöfaldast fram til 2020. Hér á landi eru margvísleg tækifæri á þessu sviði, sem skapað geta störf og aukið útflutning.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta