Hoppa yfir valmynd
21. apríl 2009 Innviðaráðuneytið

Siðareglur samgönguráðuneytisins

Samgönguráðherra samþykkti siðareglur fyrir starfsfólk ráðuneytisins í október á liðnu ári og eru þær nú aðgengilegar á vef ráðuneytisins.

Siðareglunum er ætlað að stuðla að fagmennsku, skilvirkni og góðum samskiptum innan ráðuneytisins og við stofnanir, fyrirtæki og hagsmunaaðila. Drög að reglunum voru samin af verkefnahópi starfsmanna á síðasta ári og tóku þær formlega gildi 20. október í fyrra með samþykki og undirritun samgönguráðherra og ráðuneytisstjóra.

Við skrásetningu þessara siðareglna kom fram að þær höfða til vitundar og siðgæðis hvers og eins. Reglurnar eru í anda þeirra gilda sem starfsmenn hafa ákveðið, árangur, traust og forysta.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta