Opin málstofa um makrílveiðar
Þann 24. febrúar 2010 var opin málstofa um makrílveiðar og haldin á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins á Hótel Loftleiðum. Mikill áhugi var fyrir málefninu sem var haldinn fyrir fullu húsi.
Hinir ýmsu hagsmunaaðilar um makrílveiðar fluttu þar erindi og svöruðu fyrirspurnum í málstofulok.
Málstofan hófst með setninu Jóns Bjanasonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Málstofustjóri var Helga Sigurrós Valgeirsdóttir, forstöðumaður upplýsingasviðs Fiskistofu.
Glærukynningar þeirra má nálgast hér að neðan í þeirri röð sem þær voru fluttar.
Skýrsla vinnuhóps um makrílveiðar: Steinar Ingi Matthíasson, skrifstofustjóri ráðuneytisins.
Makrílveiðar Norðmanna: Sérstakur gestur málstofunnar Otto James-Olsen, fagstjóri uppsjávarveiða Samtaka fiskvinnslustöðva í Noregi.
Breytingar á umhverfi og líffræði makrílsins: Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri nytjastofnasviðs / Sveinn Sveinbjörnsson, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun.
Makrílveiðar, vinnsla og sala: Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hf í Neskaupsstað.
Upphaf makrílveiða og framtíðarhorfur:Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Hugins ehf í Vestmannaeyjum.
Makrílveiðar smábáta með handfærum: Unnsteinn Þráinsson, smábátasjómaður.
Vinnsla til aukinna verðmæta: Sigurjón Arason, verkefnastjóri MATÍS - matvælarannsóknir Íslands.