Hoppa yfir valmynd
12. júlí 2017 Heilbrigðisráðuneytið

Staða á biðlistum eftir völdum aðgerðum

Embætti landlæknis - myndVelferðarráðuneytið

Embætti landlæknis hefur birt greinargerð með upplýsingum um fjölda á biðlistum eftir völdum aðgerðum. Í greinargerðinni er sérstaklega fjallað um árangur af skipulögðu átaki til að stytta bið sjúklinga eftir tilteknum brýnum aðgerðum sem hófst árið 2016.

Átakið er til þriggja ára og hófst í mars 2016 þegar undirritaðir voru samningar við fjórar heilbrigðisstofnanir um þátttöku þeirra í átaki til að stytta bið fólks eftir liðskiptaaðgerðum, hjartaþræðingum og augasteinsaðgerðum. Ríkisstjórnin hafði þá samþykkt áætlun sem heilbrigðisráðherra lagði fram um að verja samtals 1,663 milljónum króna á þremur árum til að stytta biðlista eftir völdum aðgerðum á grundvelli tillagna frá Embætti landlæknis.

Í mars síðastliðinum fól heilbrigðisráðherra Sjúkratryggingum Íslands að semja við Landspítalann, Sjúkrahúsið á Akureyri og Heilbrigðisstofnun Vesturlands um aðgerðir til að halda áfram átaki stjórnvalda um styttingu biðlista. Til ráðstöfunar vegna átaksins eru 840 milljónir króna af fjárlögum þessa árs. Líkt og í fyrra var ákveðið að átakið skyldi ná til liðskiptaaðgerða, hjartaþræðinga og augasteinsaðgerða, en að auki var bætt við völdum kvensjúkdómaaðgerðum.

Í greinargerð Embættis landlæknis kemur fram að tekist hafi að stytta þá biðlista sem hafa verið lengstir, þ.e. biðlista eftir skurðaðgerðum á augasteinum og liðskiptaðgerðum á mjöðmum og hnjám. Aftur á móti hafi aðgerðum eftir hjartaþræðingum ekki fjölgað eins og að var stefnt og biðlistinn eftir þeim sé að lengjast.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta