Hoppa yfir valmynd
9. október 2019 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Ísland stendur sig mjög vel í orkuskiptum í samgöngum

Ísland stendur sig mjög vel í orkuskiptum í samgöngum og er á toppi lista Nordic Energy Reaserch ásamt Noregi í rafbílavæðingu.

Þetta kemur fram í skýrslu Nordic Energy Research sem ber heitið Tracking Clean Energy Progress. Þar er lagt mat á framvindu Norðurlandanna í átt að kolefnishlutleysi árið 2050 og hvort ríkjunum miði nægjanlega hratt í átt að því markmiði. Þess ber að geta að Norðurlöndin, þar á meðal Ísland, hafa mörg hver sett sér markmið um að ná kolefnishlutleysinu fyrir árið 2040.

 

Fram kemur í skýrslunni að þegar heildarmyndin er skoðuð þá þurfa ríkin að leggja sig meira fram til að ná þessum markmiðum (mælikvarðinn er á gulu). Einungis er nægjanlegur hraði á orkuskiptum í raforkuframleiðslu landanna þar sem Norðurlöndin eru í miklum mæli að nýta sér vindorku og lífmassa (mælikvarði á grænu). Þar stendur Ísland vel að vígi þar sem öll rafmagnsframleiðsla er nú þegar af endurnýjanlegum uppruna.

 

Frumorkunotkun Íslands losar minnstan koltvísýring í samanburði við önnur Norðurlönd (bls.8) og er vel fyrir neðan meðaltal OECD. Því beinast orkuskiptin hér á landi að öðrum geirum en raforkuframleiðslu, þ.e.a.s. í samgöngum á landi og á hafinu þar sem jarðefnaeldsneytið er enn allsráðandi eins og annars staðar í heiminum. Ísland stendur sig mjög vel og trónir á toppnum á heimsvísu ásamt Noregi í rafbílavæðingunni (sjá bls.14). Einnig er tekið eftir því að 10% strætisvagnaflotans í Reykjavík er rafknúinn (bls. 15).

Fleiri íslensk dæmi eru nefnd til sögunnar í skýrslunni, svo sem nýting metangass í Álfsnesi, sjóvarmadælustöðin í Vestmannaeyjum, CarbFix verkefnið á Hellisheiði.

 

Skýrsluna má nálgast hér.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

7. Sjálfbær orka

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta