Hoppa yfir valmynd
20. júní 2024 Heilbrigðisráðuneytið

Málefni yngra fólks á hjúkrunarheimilum – skýrsla starfshóps

Heilbrigðisráðherra ásamt fulltrúum úr starfshópnum - mynd

Starfshópur heilbrigðisráðuneytis og félags- og vinnumarkaðsráðuneytis sem Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra skipaði til að fjalla um málefni yngra fólks á hjúkrunarheimilum hefur skilað skýrslu með tillögum sínum. Hlutverk hópsins var að greina stöðu þessara mála og gera tillögur um hvernig best megi koma til móts við þarfir þeirra einstaklinga sem um ræðir. Auk fulltrúa ráðuneytanna sátu í starfshópnum fulltrúar Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, Öryrkjabandalags Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Í meðfylgjandi skýrslu hópsins er gerð ítarleg grein fyrir þeim lögum sem ramma inn þjónustu við einstaklinga sem þurfa á miklum stuðningi og þjónustu að halda vegna heilsubrests eða fötlunar. Vinna hópsins beindist einkum að aðstæðum fólks á hjúkrunarheimilum sem er yngra en 60 ára og var staða þeirra m.a. greind með einstaklingsviðtölum. Markmið viðtalanna var m.a. að safna upplýsingum um ástæður fyrir flutningi á hjúkrunarheimili, mat einstaklinganna á því hvernig þjónusta hjúkrunarheimilanna uppfyllir þarfir þeirra og hvað þeir telja mega betur fara í þjónustunni. 

Tillögur starfshópsins um aðgerðir snúa að eftirtöldum þáttum:

  • Aukinni samþættingu félags- og heilbrigðisþjónustu
  • Fjölbreyttari búsetuúrræðum
  • Kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga
  • Aðgengi að upplýsingum
  • Áframhaldandi vinnu í málefnum yngra fólks á hjúkrunarheimilum

Yngra fólk á hjúkrunarheimilum – skýrsla starfshóps

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta