Íslenska-nálgunin: Hvernig stuðla má að fjölbreytni tungumála og menningar á sviði gervigreindar.
Menningar- og viðskiptaráðuneytið hefur gefið út leiðarvísi sem fjallar um hvernig íslensk máltækni hefur náð fótfestu í heimi gervigreindarinnar og ávinning samstarfs íslenskra stjórnvalda og þeirra samstarfsaðila við tæknifyrirtækið Open AI. Leiðarvísirinn er gefin út á íslensku og ensku í samstarfi við íslenska gervigreindar- og máltæknifyrirtækið Miðeind og Almannaróm, miðstöð máltækni á Íslandi ber heitið Íslenska-nálgunin: Hvernig stuðla má að fjölbreytni tungumála og menningar á sviði gervigreindar.