Hoppa yfir valmynd
12. mars 2024

Fundur Velferðarvaktarinnar 12. mars 2024

66. fundur Velferðarvaktarinnar
haldinn í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu og á Teams

12. mars 2024, kl. 13.15-15.00.

 

1. Þjónusta við börn í Grindavík í kjölfar náttúruhamfara

Þorsteinn Hjartarson, ráðgjafi á skrifstofu ráðuneytisstjóra og innri þjónustu í mennta- og barnamálaráðuneytinu og Jóhanna Lilja Birgisdóttir, deildarstjóri skólaþjónustu í Grindavík, kynntu aðgerðir ráðuneytisins í málefnum barna í kjölfar hamfaranna í Grindavík. Í Grindavík býr mikið af barna- og fjölskyldufólki sem hefur dreifst á tugi sveitarfélaga. Verkefninu hafa fylgt margar áskoranir sem Þorsteinn og Jóhanna Lilja lýstu nánar á fundinum.

Glærur

2. Samráðsvettvangur stjórnarráðsins um sálfélagslegan stuðning við íbúa Grindavíkur

Ingibjörg Sveinsdóttir, sérfræðingur heilbrigðisráðuneytinu og stjórnandi samráðsvettvangsins, kynnti markmiðið með samráðsvettvangnum sem felst einkum í að tryggja íbúum Grindavíkur aðgengi að sálfélagslegum stuðningi. Í þeirri vinnu felst m.a. að kortleggja þörf Grindvíkinga fyrir sálfélagslega þjónustu þ.m.t. þarfir viðkvæmra hópa, rýna fyrirliggjandi úrræði og leggja til sértækar aðgerðir.

Glærur

3. Verkefnið TINNA

Þuríður Sigurðardóttir, verkefnastjóri TINNU, og Elín Oddný Sigurðardóttir, teymisstjóri í Virknihúsi Reykjavíkurborgar kynntu verkefnið, sem hefur verið starfrækt frá árinu 2016 með stuðningi félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins. TINNA er félagslegt úrræði fyrir einstæða foreldra á aldrinum 18-34 ára, og börn þeirra, í Reykjavík sem annað hvort eru með fjárhagsaðstoð til framfærslu eða á örorku/ endurhæfingarlífeyri. Unnið er markvisst með foreldrum og börnum með það að markmiði að bæta lífsgæði fjölskyldunnar, rjúfa félagslegan arf og vítahring fátæktar.

Glærur

4. Skýrsla starfshóps um aukin náms- og starfstækifæri fyrir fatlað fólk

Sara Dögg Svanhildardóttir, formaður starfshópsins, kynnti skýrsluna en starfshópnum var falið að greina núverandi starfs- og menntunartækifæri fatlaðs fólks með tilliti til þess hvað þurfi að bæta, auk þess að leggja fram tillögur að aðgerðum. Tillögum hópsins var ætlað að falla að samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og áherslum sem fram koma í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um menntun og atvinnuþátttöku fatlaðs fólks. Markmiðið er að fatlað fólk geti tekið fullan þátt í námi og á vinnumarkaði á eigin forsendum.

Glærur

5. Önnur mál

  • Næsti fundur Velferðarvaktarinnar verður haldinn 9. apríl. Á þeim fundi mun félags- og vinnumarkaðsráðherra kynna frumvarp um endurskoðun á örorkulífeyriskerfi almannatrygginga.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta