Skýrsla starfshóps um erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna.
Starfsfhópur fjármála- og efnahagsráðherra, sem skipaður var í mars, skilaði um miðjan apríl skýrslu til ráðherra. Starfsfhópnum var annars vegar falið að kortleggja árlega fjárfestingargetu lífeyrissjóðanna og hins vegar að meta hvort æskilegt sé að breyta núverandi löggjöf um erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna, einkum með tilliti til þess hvort rétt sé að áskilja lágmarksfjárfestingar erlendis (gólf) eða hámarksfjárfestingar erlendis (þak).