Stafrænt umsóknarkerfi fyrir gjafsóknir
Tekið hefur verið í notkun stafrænt umsóknarkerfi fyrir umsóknir um gjafsókn. Á vef Stafræns Íslands má nú finna rafræna gátt fyrir umsóknir um gjafsókn ásamt frekari leiðbeiningum og upplýsingum. Við skil umsókna um gjafsókn í gegnum stafrænt umsóknarkerfi er nauðsynlegt að leggja á sama tíma fram öll gögn sem fylgja eiga umsókn í gegnum umsóknarkerfið. Umsókn í gegnum umsóknarkerfið kemur í staðinn fyrir umsókn á pappír en áfram verður unnt að leggja inn skriflega umsókn fyrir þá sem þess óska.
Lögmannsstofum er bent á að kynna sér umboðskerfi Stafræns Íslands
Reglur um gjafsókn kveða á um í hvaða tilvikum kostnaður við dómsmál einstaklings er greiddur úr ríkissjóði. Reglurnar er að finna í lögum um meðferð einkamála. Sótt er um gjafsókn til dómsmálaráðuneytisins sem óskar umsagnar gjafsóknarnefndar um umsóknina. Gjafsókn er ekki veitt nema gjafsóknarnefnd mæli með gjafsókn. Nánari upplýsingar um skilyrði gjafsóknar er að finna á vefsíðu dómsmálaráðuneytisins: Upplýsingasíða um skilyrði gjafsóknar