Framlög úr Framkvæmdasjóði aldraðra
Stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra auglýsir árlega eftir umsóknum um framlög úr sjóðnum. Hlutverk Framkvæmdasjóðs aldraðra er að stuðla að uppbyggingu og efla öldrunarþjónustu um allt land.
Sjóðurinn starfar samkvæmt lögum um málefni aldraðra nr. 125/1999 og reglugerð nr. 468/2014 um Framkvæmdasjóð aldraðra. Stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra fer með stjórn sjóðsins og gerir tillögur til heilbrigðisráðherra um úthlutun úr honum. Vísað er til reglugerðarinnar varðandi upplýsingar um þau verkefni sem heimilt er að veita framlög til.
Við ákvörðun um úthlutun er stefna heilbrigðisráðherra í öldrunarmálum höfð til hliðsjónar.
Auglýst árlega eftir umsóknum um framlög
- Auglýsing um styrki úr Framkvæmdasjóði aldraðra 2024 (03. febrúar 2024)
Mikilvægt er að vanda til umsókna og skila nauðsynlegum upplýsingum og fylgiskjölum innan tilskilins frests. Ekki verður tekið við gögnum eftir að umsóknarfrestur er liðinn.
Umsækjendur sækja um á eyðublaðavef Stjórnarráðsins. Umsóknareyðublöð um framlag úr Framkvæmdasjóði aldraðra eru þrjú:
- Umsókn um framlag vegna nýframkvæmda
- Umsókn um framlag vegna endurbóta og breytinga á húsnæði
- Umsókn um framlag til annarra verkefna en byggingaframkvæmda
Athugið að mikilvægt er að velja rétt eyðublað og að fylla í öll svæði sem merkt eru með rauðri stjörnu.
Umsækjendur skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Gott er að vista eyðublaðið reglulega meðan á vinnslu stendur en umsókn berst ekki ráðuneytinu fyrr en umsóknin hefur verið send. Sjá nánari leiðbeiningar um notkun eyðublaðavefsins