Ferðamálastefna og aðgerðir til ársins 2030
21. júní 2024 samþykkti Alþingi tillögu til þingsályktunar, sem ferðamálaráðherra lagði fram í apríl, um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030.
Ferðaþjónustan er ein af stærstu atvinnugreinum á Íslandi og mikilvægur drifkraftur hagvaxtar. Fjöldi ferðamanna óx úr tæplega 500 þúsund árið 2010 í rúmar 2,3 milljónir árið 2018 þegar mest var. Árið 2023 er gert ráð fyrir að fjöldi ferðamanna verði svipaður og fyrir heimsfaraldur. Samhliða þessu hefur hlutur ferðaþjónustunnar í landsframleiðslu vaxið mjög en árið 2022 nam hann 7,8% og útgjöld erlendra ferðamanna námu 390,4 milljörðum króna. Um 35 þúsund einstaklingar starfa við ferðaþjónustu á Íslandi.