Hoppa yfir valmynd
20. nóvember 2024 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Leiðarvísir um mat á áhrifum á börn

Mennta- og barnamálaráðuneytið gaf út leiðarvísi um hagsmunamat út frá réttindum barna í allri stefnumótun stjórnvalda á degi mannréttinda barna hinn 20. nóvember 2024. Markmiðið með hagsmunamatinu er að stjórnvöld hugi markvisst að því hvaða áhrif ákvarðanir þeirra hafa á börn og réttindi þeirra og hvort og þá með hvaða hætti er nauðsynlegt að bregðast við þeim áhrifum.

Hagsmunamatið er hluti af innleiðingu barnasáttmálans hérlendis samkvæmt þingsályktun um barnvænt Ísland. Í þingsályktuninni kemur fram að hagsmunamat út frá réttindum barna skuli vera hluti af skyldubundnu ferli við undirbúning lagafrumvarpa, stefnumótandi ákvarðana og ákvarðana um réttindi einstakra barna.

Hagsmunamatið var unnið í samvinnu við umboðsmann barna sem leiðarvísir og eyðublað. Lögð var áhersla á að hafa leiðarvísinn aðgengilegan og einfaldan í notkun. Frumvörp, reglugerðir, stefnur og aðrar stefnumótandi ákvarðanir sem stjórnvöld taka skulu ávallt fara í gegnum barnvænt hagsmunamat þegar ákvarðanir hafa áhrif á börn.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta