Hoppa yfir valmynd
28. nóvember 2024 Utanríkisráðuneytið

Samantekt um áherslur og aðgerðir í varnarmálum

Miklar breytingar hafa orðið á öryggisumhverfi Íslands á síðustu árum í kjölfar allsherjarinnrásar Rússlands í Úkraínu og í ljósi vaxandi spennu í alþjóðasamskiptum.

Íslensk stjórnvöld hafa við þessar aðstæður lagt ríka áherslu á virka þátttöku Íslands í alþjóðasamvinnu sem miðar að því að standa vörð um lýðræði, mannréttindi og alþjóðalög. Samhliða þessu hefur markvisst verið unnið að því að efla þátttöku í varnarsamvinnu og efla innlendan viðbúnað til að mæta þessum nýju öryggisáskorunum.

Utanríkisráðuneytið hefur unnið stutta samantekt um helstu áfanga í vinnu að öryggis- og varnarmálum síðustu ár. Þar kemur fram að búið er efla þátttöku í starfi og verkefnum Atlantshafsbandalagsins, stórauka norrænt varnarsamstarf og aðra svæðisbundna samvinnu og efla samstarf við helstu grannríki í Norður-Evrópu.

Hér má lesa samantekt utanríkisráðuneytisins um varnarmál.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta