Úrskurðir og álit
-
25. febrúar 2025 /Álit innviðaráðuneytisins í máli nr. IRN24110039
Ólögbundin verkefni sveitarfélaga, úthlutun takmarkaðra gæða, jafnræðisreglan, meðalhóf
-
21. febrúar 2025 /Mál nr. 37/2024. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Bindandi samningur. Kærufrestur. Kröfugerð.
-
21. febrúar 2025 /Mál nr. 7/2024. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Útboðsskylda. Opinber aðili. Kærufrestur.
-
21. febrúar 2025 /Mál nr. 26/2024. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Útboðsgögn. Tilboð. Bindandi samningur. Áliti á skaðabótaskyldu hafnað. Samskipti. Málskostnaður.
-
21. febrúar 2025 /Mál nr. 25/2024. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Útboðsgögn. Kostnaðaráætlun. Óeðlilega lágt tilboð. Bindandi samningur. Áliti á skaðabótaskyldu hafnað. Málskostnaður.
-
21. febrúar 2025 /Mál nr. 22/2024. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Rammasamningur. Óvirkni samnings. Áliti á skaðabótaskyldu hafnað.
-
21. febrúar 2025 /Mál nr. 50/2024. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Sjálfkrafa stöðvun samningsgerðar aflétt.
-
-
-
20. febrúar 2025 /Mál nr. 21/2025 Úrskurður 20. febrúar 2025
Beiðni um eiginnafnið Kjartann (kk.) er hafnað.
-
20. febrúar 2025 /Mál nr. 19/2025 Úrskurður 20. febrúar 2025
Fallist er á föðurkenninguna Evgeníusdóttir og Evgeníusson.
-
20. febrúar 2025 /Mál nr. 16/2025 Úrskurður 20. febrúar 2025
Fallist er á móðurkenninguna Agnesardóttir.
-
20. febrúar 2025 /Mál nr. 22/2025 Úrskurður 20. febrúar 2025
Beiðni um eiginnafnið Ingirún (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
20. febrúar 2025 /Mál nr. 18/2025 Úrskurður 20. febrúar 2025
Beiðni um eiginnafnið Yrkja (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
20. febrúar 2025 /Mál nr. 17/2025 Úrskurður 20. febrúar 2025
Beiðni um eiginnafnið Stormar (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
20. febrúar 2025 /Mál nr. 12/2025 Úrskurður 20. febrúar 2025
Beiðni um eiginnafnið Hannah (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá sem ritháttarafbrigði nafnsins Hanna.
-
20. febrúar 2025 /Mál nr. 9/2025 Úrskurður 20. febrúar 2025
Beiðni um eiginnafnið Ástý (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
-
18. febrúar 2025 /Mál nr. 69/2024-Álit
Bótakrafa leigusala vegna viðskilnaðar leigjanda. Krafa um leigu.
-
18. febrúar 2025 /Mál nr. 87/2024-Úrskurður
KÆRUNEFND HÚSAMÁLA ÚRSKURÐUR uppkveðinn 18. febrúar 2025 í máli nr. 87/2024 A gegn B og C Kærunefndina skipa í þessu máli Auður Björg Jónsdóttir lögmaður, Víðir Smári Petersen prófessor og Eyþór)...
-
-
-
-
-
-
-
10. febrúar 2025 /Mál nr. 15/2025 Úrskurður 10. febrúar 2025
Beiðni um eiginnafnið Reinholdt (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá sem ritháttarafbrigði nafnsins Reinhold.
-
10. febrúar 2025 /Mál nr. 577/2024-Úrskurður
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um að synja kæranda um heimild til að leita greiðsluaðlögunar.
-
10. febrúar 2025 /Nr. 93/2025 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um brottvísun og endurkomubann kæranda, sbr. 1. og 2. mgr. 95. og 1. mgr. 96. gr. laga um útlendinga, er staðfest.
-
07. febrúar 2025 /Mál nr. 11/2025 Úrskurður 7. febrúar 2025
Beiðni um eiginnafnið Mio (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá sem ritháttarafbrigði nafnsins Míó.
-
07. febrúar 2025 /Mál nr. 10/2025 Úrskurður 7. febrúar 2025
Beiðni um eiginnafnið Hrafnrós (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
07. febrúar 2025 /Úrskurður í máli nr. IRN23120164
Kærð ákvörðun Vegagerðarinnar um helmings kostnaðarþáttöku kæranda svo að unnt sé að skrá hann sem héraðsveg á grundvelli Vegalaga í vegaskrá felld úr gildi.
-
07. febrúar 2025 /Úrskurður í máli nr. IRN23111054
Kærð ákvörðun Vegagerðarinnar um að synja leiðréttingu á vegaskrá.
-
06. febrúar 2025 /Nr. 95/2025 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar, sbr. 70., sbr. 4. mgr. 51. gr. laga um útlendinga, er staðfest.
-
06. febrúar 2025 /Nr. 94/2025 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um brottvísun og endurkomubann kæranda, sbr. 1. og 2. mgr. 95. og 1. mgr. 96. gr. laga um útlendinga, er staðfest.
-
05. febrúar 2025 /Mál nr. 592/2024-Úrskurður
Felld úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja kæranda um bætur úr sjúklingatryggingu.
-
05. febrúar 2025 /Mál nr. 601/2024-Úrskurður
Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja kæranda um greiðsluþátttöku í kostaði við tannlækningar.
-
05. febrúar 2025 /Mál nr. 621/2024-Úrskurður
Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja kæranda um bætur úr sjúklingatryggingu.
-
03. febrúar 2025 /Mál nr. 128/2024 Úrskurður 3. febrúar 2025
Beiðni um eiginnafnið Öxi (kvk.) er samþykkt og og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
30. janúar 2025 /Nr. 74/2025 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um brottvísun og endurkomubann kæranda, sbr. 2. mgr. 98. gr. og 2. mgr. 101. gr. laga um útlendinga er felld úr gildi. Lagt er fyrir stofnunina að taka málið til nýrrar meðferðar.
-
30. janúar 2025 /Nr. 73/2025 Úrskurður
Ákvarðanir lögreglustjórans á Suðurnesjum um að frávísa kærendum á grundvelli c- og d-liðar 1. mgr. 94. gr. laga um útlendinga, eru felldar úr gildi.
-
30. janúar 2025 /Nr. 54/2025 Úrskurður
Ákvörðun lögreglustjórans á Suðurnesjum um að frávísa kæranda á grundvelli d-liðar 1. mgr. 106. gr. laga um útlendinga, er staðfest.
-
30. janúar 2025 /Nr. 53/2025 Úrskurður
Ákvörðun lögreglustjórans á Suðurnesjum um að frávísa kæranda á grundvelli d-liðar 1. mgr. 94. gr. laga um útlendinga, er staðfest.
-
30. janúar 2025 /Nr. 47/2025 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að vísa umsókn kæranda um dvalarleyfi frá, sbr. 1. mgr. 101. gr. laga um útlendinga, er staðfest.
-
30. janúar 2025 /Nr. 46/2025 Úrskurður
Ákvörðun lögreglustjórans á Suðurnesjum um að frávísa kæranda á grundvelli h-liðar 1. mgr. 106. gr. laga um útlendinga, er staðfest.
-
29. janúar 2025 /Mál nr. 19/2023-Úrskurður
Skipun í embætti. Mismunun á grundvelli kyns. Ekki fallist á brot. Málskostnaður.
-
28. janúar 2025 /1246/2025. Úrskurður frá 28. janúar 2025
Kærðar voru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál tafir á afgreiðslu Garðabæjar á fyrirspurn kæranda. Úrskurðarnefndin fór yfir erindi kæranda til Garðabæjar og taldi erindið ekki bera með sér að vera beiðni um gögn í skilningi upplýsingalaga heldur beiðni um skýringar á ákveðnum atriðum sem tilgreind væru í beiðninni og ósk um afstöðu til þeirra. Var kærunni því vísað frá úrskurðarnefndinni.
-
28. janúar 2025 /1245/2025. Úrskurður frá 28. janúar 2025
Málið varðaði beiðni um aðgang að öllum gögnum máls sem varðaði vinnu starfshóps sem menningar- og viðskiptaráðherra skipaði til að fara í greiningarvinnu í tengslum við ákveðna þætti fasteignalána til neytenda og neytendalána. Menningar- og viðskiptaráðuneyti afhenti kæranda umbeðin gögn að undanskildum drögum að greinargerð starfshópsins og drögum að uppfærðu leiðbeiningarskjali Neytendastofu, þar sem þau væru vinnugögn í skilningi upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að ráðuneytið hefði ekki tekið afstöðu til þess hluta beiðni kæranda sem laut að tilteknum fundargerðum starfshópsins og vísaði beiðninni til ráðuneytisins til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.
-
28. janúar 2025 /1244/2025. Úrskurður frá 28. janúar 2025
Í málinu var deilt um rétt til aðgangs að gögnum í vörslum dómsmálaráðuneytis sem ráðherra hefði stuðst við þegar hann staðhæfði að hálfsjálfvirk vopn yrðu bönnuð í Noregi frá árinu 2024. Ráðuneytið taldi að kærandi ætti ekki rétt til aðgangs að gögnunum því þau væru vinnugögn í skilningi upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að gögnin uppfylltu skilyrði upplýsingalaga að teljast vinnugögn. Þá taldi nefndin að engin þeirra tilvika sem nefnd væru í 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, ættu við um gögnin. Var ákvörðun dómsmálaráðuneytis því staðfest.
-
28. janúar 2025 /1243/2025. Úrskurður frá 28. janúar 2025
Mál þetta varðaði beiðni um aðgang að gögnum um fjölda vinnuvélaprófa í vinnuvélahermum Vinnueftirlitsins á nokkurra ára tímabili. Vinnueftirlitið kvað að ekki lægi fyrir gagn með þeim upplýsingum sem beiðnin varðaði. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafði ekki forsendur til að draga í efa fullyrðingu Vinnueftirlitsins að gagn með þeim upplýsingum sem kærandi óskaði eftir lægi ekki fyrir í vörslu stofnunarinnar. Þá taldi nefndin að stofnuninni væri óskylt að taka upplýsingarnar saman fyrir kæranda. Var afgreiðsla Vinnueftirlitsins á beiðni kæranda því staðfest.
-
28. janúar 2025 /1242/2025. Úrskurður frá 28. janúar 2025
Deilt var um ákvörðun Vestmannaeyjabæjar að synja beiðni um aðgang að verðtilboðum sem bárust vegna raforkukaupa bæjarins. Sveitarfélagið hélt því fram að óheimilt væri að afhenda gögnin samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, því þau innihéldu m.a. upplýsingar um einingarverð sem ekki beri að gefa upp vegna samkeppnissjónarmiða auk þess sem um sé að ræða viðkvæmar fjárhagsupplýsingar sem óheimilt sé að birta samkvæmt lögum um opinber innkaup. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að ákvörðunin uppfyllti ekki þær kröfur sem gerðar væru til rökstuðnings ákvörðunar samkvæmt upplýsingalögum og að mat samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga hefði verið ófullnægjandi. Var beiðni kæranda því vísað til Vestmannaeyjabæjar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.
-
28. janúar 2025 /1241/2025. Úrskurður frá 28. janúar 2025
Málið varðaði beiðni til Skattsins um tölfræðiupplýsingar um árlegar heildartölur um innflutning annars vegar og framleiðslu frá innlendum framleiðendum hins vegar fyrir ýmsa flokka áfengra drykkja, fimm ár aftur í tímann. Skatturinn kvað að ekki lægi fyrir gagn með þessum upplýsingum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafði ekki forsendur til að draga þá staðhæfingu í efa. Þá taldi nefndin að jafnvel þótt hjá Skattinum lægju fyrir allar nauðsynlegar upplýsingar til að kalla fram það gagn sem óskað var eftir væri ljóst að ekki væri unnt að gera það með tiltölulega einföldum hætti, svo sem með nokkrum einföldum skipunum í gagnagrunni, heldur þyrfti að ráðast í nokkuð umfangsmikla vinnu sem m.a. fæli í sér samkeyrslu gagnagrunna og handvirka úrvinnslu sérfræðinga á vegum Skattsins. Var því lagt til grundvallar að umbeðið gagn væri ekki fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga og afgreiðsla Skattsins á beiðni kæranda staðfest.
-
28. janúar 2025 /1240/2025. Úrskurður frá 28. janúar 2025
Kærandi taldi Sveitarfélagið Voga hafa afgreitt tvær gagnabeiðnir sínar með ófullnægjandi hætti. Fyrri beiðnin laut að gögnum varðandi leyfi til borunar eftir grunnvatni og hin síðari að gögnum um samskipti við fulltrúa fjármálastofnana um tiltekið svæði á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi um fyrri beiðnina að sveitarfélagið hefði ekki gert fullnægjandi tilraun til að afmarka beiðnina við öll þau gögn sem óskað var eftir. Um síðari beiðnina taldi úrskurðarnefndin að hún uppfyllti skýrleikakröfur samkvæmt upplýsingalögum og að sveitarfélaginu bæri að taka hana til meðferðar, eftir atvikum með því að veita kæranda leiðbeiningar og gefa honum færi á að afmarka beiðni sína nánar. Var beiðnum kæranda því vísað til Sveitarfélagsins Voga til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.
-
28. janúar 2025 /1239/2025. Úrskurður frá 28. janúar 2025
Óskað var eftir lista yfir nöfn og netföng öryggistrúnaðarmanna og öryggisvarða auk upplýsinga um hvaða fyrirtæki og stofnanir hefðu tilkynnt Vinnueftirlitinu um öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði. Vinnueftirlitið kvað að hjá stofnuninni lægi ekki fyrir gagn sem innihéldi þær upplýsingar sem kærandi óskaði eftir. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafði ekki forsendur til að draga þá staðhæfingu stofnunarinnar í efa. Þá taldi nefndin að jafnvel þótt fært væri að kalla fram umbeðið gagn með tiltölulega einföldum aðgerðum þyrfti stofnunin engu að síður að fara yfir rúmlega 1.200 netföng og leggja mat á hvort þau teldust til einkamálefna viðkomandi einstaklinga sem sanngjarnt væri og eðlilegt að færu leynt. Úrskurðarnefndin taldi að stofnuninni væri það óskylt og staðfesti afgreiðslu Vinnueftirlitsins á beiðni kæranda.
-
24. janúar 2025 /Stjórnsýslukæra vegna ákvörðunar Matvælastofnunar um að fella ekki úr gildi starfsleyfi Ísteka ehf.
Stjórnsýslulög nr. 37/1993, lög um velferð dýra nr. 55/2013, frávísun.
-
24. janúar 2025 /Stjórnsýslukæra vegna ákvörðunar Matvælastofnunar um að hætta rannsókn á atviki þar sem einstaklingur hafði verið sakaður um að hafa sparkað í höfuð hryssu við blóðtöku og kæra ekki málið til lögreglu.
Stjórnsýslulög nr. 37/1993, lög um velferð dýra nr. 55/2013, frávísun, aðildarskortur.
-
24. janúar 2025 /Stjórnsýslukæra vegna myndbands af manni sparka í hryssu.
Stjórnsýslulög nr. 37/1993, frávísun, aðili máls, aðildarskortur, lög um velferð dýra nr. 55/2013.
-
-
23. janúar 2025 /Mál nr. 64/2024-Úrskurður
Tryggingarfé: Heimilt að ráðstafa hluta þess vegna bankagjalds.
-
23. janúar 2025 /Mál nr. 62/2024-Úrskurður
Tímabundinn leigusamningur: tryggingarfé, forgangsréttur. Tómlæti.
-
23. janúar 2025 /Mál nr. 55/2024-Úrskurður
Krafa leigusala í tryggingarfé tekin til efnislegrar úrlausnar.
-
-
23. janúar 2025 /Nr. 63/2025 Úrskurður
Ákvarðanir Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókirn kærenda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli d-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda þau til Bandaríkjanna eru staðfestar.
-
-
23. janúar 2025 /Mál nr. 61/2024-Álit
Skipting kostnaðar. Kaup og uppsetning á sjálfvirkum hurðaopnurum. Gluggaþvottur.
-
-
-
-
23. janúar 2025 /Mál nr. 13/2024-Álit
Endurnýjun á sameiginlegum lögnum: Afleitt tjón í séreign. Greiðsluþátttaka. Bætur vegna afnotamissis.
-
-
23. janúar 2025 /Mál nr. 7/2025 Úrskurður 23. janúar 2025
Beiðni um eiginnafnið Fíóna (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
-
23. janúar 2025 /Mál nr. 5/2025 Úrskurður 23. janúar 2025
Beiðni um eiginnafnið Malcolm (kk.) er samþykkt og skal fært á mannanafnaskrá.
-
23. janúar 2025 /Mál nr. 4/2025 Úrskurður 23. janúar 2025
Beiðni um eiginnafnið Rei (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
23. janúar 2025 /Mál nr. 3/2025 Úrskurður 23. janúar 2025
Beiðni um eiginnafnið Aksel (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá sem ritháttarafbrigði eiginnafnsins Axel.
-
23. janúar 2025 /Mál nr. 2/2025 Úrskurður 23. janúar 2025
Beiðni um eiginnafnið Birkirr (kk.) er hafnað.
-
23. janúar 2025 /Mál nr. 1/2025 Úrskurður 23. janúar 2025
Beiðni um eiginnafnið Bernadette (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
23. janúar 2025 /Mál nr. 132/2024 Úrskurður 23. janúar 2025
Beiðni um eiginnafnið Omar (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá sem ritháttarafbrigði nafnsins Ómar.
-
23. janúar 2025 /Mál nr. 131/2024 Úrskurður 23. janúar 2025
Beiðni um eiginnafnið Hafgnýr (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
22. janúar 2025 /Mál nr. 610/2024-Úrskurður
Styrkur til bifreiðakaupa. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að draga fyrri uppbót vegna bifreiðakaupa frá samþykktum styrk til bifreiðakaupa.
-
22. janúar 2025 /Mál nr. 565/2024-Úrskurður
Ofgreiddar bætur. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins að synja umsókn kæranda um niðurfellingu á endurgreiðslukröfu vegna ofgreiddra bóta. Ekki fallist á að tilefni sé til niðurfellingar endurgreiðslukröfunnar á grundvelli 11. gr. reglugerðar nr. 598/2009.
-
22. janúar 2025 /Mál nr. 589/2024-Úrskurður
Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að stöðva greiðslu heimilisuppbótar afturvirkt og krefjast endurgreiðslu ofgreiddrar heimilisuppbótar. Skilyrði um að vera einhleypur samkvæmt 8. gr. laga nr. 99/2007 var ekki lengur uppfyllt.
-
22. janúar 2025 /Mál nr. 612/2024-Úrskurður
Ofgreiddar bætur. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins að synja umsókn kæranda um niðurfellingu á endurgreiðslukröfu vegna ofgreiddra bóta. Ekki fallist á að tilefni sé til niðurfellingar endurgreiðslukröfunnar á grundvelli 11. gr. reglugerðar nr. 598/2009
-
20. janúar 2025 /Mál nr. 529/2024-Úrskurður
Staðfestur úrskurður umdæmisráðs um umgengni kæranda við börn hennar.
-
15. janúar 2025 /Mál nr. 579/2024-Úrskurður
Slysatrygging/örorka. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um 0% varanlega læknisfræðilega örorku vegna slyss.
-
15. janúar 2025 /Mál nr. 591/2024-Úrskurður
Ferðakostnaður innanlands. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja um greiðsluþátttöku í ferðakostnaði.
-
15. janúar 2025 /Mál nr. 316/2022-Endurupptekið
Læknismeðferð erlendis. Felld úr gildi synjun Sjúkratrygginga Íslands á um endurgreiðslu á kostnaði vegna læknismeðferðar erlendis. Málinu vísað aftur til stofnunarinnar til frekari meðferðar.
-
15. janúar 2025 /Mál nr. 459/2024-Úrskurður
Sjúklingatrygging. Felld úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um bætur samkvæmt lögum nr. 111/2000 um sjúklingatryggingu og vísað til Sjúkratrygginga Íslands til nýrrar meðferðar.
-
15. janúar 2025 /Mál nr. 537/2024-Úrskurður
Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um synjun endurgreiðslu erlends sjúkrakostnaðar.
-
13. janúar 2025 /Matsmál nr. 4/2024, úrskurður 25. nóvember 2024
Landsnet hf. gegn Sigríði Jónsdóttur og Ólafi Þór Jónssyni
-
13. janúar 2025 /Matsmál nr. 3/2024, úrskurður 25. nóvember 2024
Landsnet hf. gegn Eydísi Láru Franzdóttur og Guðna Kjartani Franzsyni
-
13. janúar 2025 /Matsmál nr. 2/2024, úrskurður 25. nóvember 2024
Landsnet hf. gegn Reykjaprenti ehf. Sigríði Jónsdóttur og Ólafi Þór Jónssyni
-
-
09. janúar 2025 /Mál nr. 127/2024 Úrskurður 9. janúar 2025
Beiðni um eiginnafnið Hrafnadís (kvk.) er hafnað.
-
08. janúar 2025 /Mál nr. 130/2024 Úrskurður 8. janúar 2025
Beiðni um eiginnafnið Reymar (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
02. janúar 2025 /Álit innviðaráðuneytisins í máli nr. IRN24070064
ágangsfé, fjallskil, eftirlitshlutverk, stjórnsýsla sveitarfélaga
-
30. desember 2024 /Mál nr. 35/2024. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Rammasamningur. Tilboðsgögn. Bindandi samningur.
-
30. desember 2024 /Mál nr. 27/2024. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Niðurfelling útboðs. Lögvarðir hagsmunir.
-
30. desember 2024 /Mál nr. 32/2024. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Útboðsgögn. Hæfi. Málskostnaður.
-
-
30. desember 2024 /Mál nr. 40/2024. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Sjálfkrafa stöðvun samningsgerðar aflétt.
-
21. desember 2024 /Úrskurður nr. 31/2024
Útdráttur: Kærður var málshraði embættis landlæknis í máli sem varðaði tilkynningu um rekstur heilbrigðisþjónustu til embættisins. Í málinu hélt kærandi því fram að málsmeðferð embættisins í málinu hefði dregist óhæfilega. Þá hefði embættið ekki gert tilraun til að upplýsa kæranda um hvenær ákvörðunar væri að vænta í málinu svo sem kærandi óskaði ítrekað eftir. Embætti landlæknis hélt því fram að um fordæmalaust mál væri að ræða og hefja þyrfti málsmeðferð þess að nýju frá grunni, en málið hefur áður komið til kasta ráðuneytisins. Í niðurstöðu ráðuneytisins kom fram að embættið hefði boðað tiltekna viðamikla málsmeðferð án þess að gera tilraun til að marka henni tímaramma eða upplýsa kæranda um mögulegan málsmeðferðartíma. Var málsmeðferð embættisins af þeim sökum talin fara í bága við 3. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993
-
20. desember 2024 /Úrskurður nr. 30/2024
Útdráttur: Kærður var málshraði embættis landlæknis í máli sem varðaði tilkynningu um breytingu á rekstri í heilbrigðisþjónustu. Í málinu hélt kærandi fram að málið hefði dregist úr hófi fram. Þá hefðu engar upplýsingar borist frá embættinu um mögulegan málsmeðferðartíma eða hvenær ákvörðunar væri að vænta. Þá hefði málið áður verið til meðferðar hjá embættinu sem hefði engu að síður talið að tilkynningin krefðist ítarlegrar rannsóknar. Í niðurstöðu ráðuneytisins kom fram að embættið hefði ekki óskað eftir umsögnum við fyrsta hentugleika svo sem kveðið er á um í stjórnsýslulögum. Þar sé jafnframt kveðið á um skyldu til að upplýsa um fyrirsjáanlegar tafir á máli og hvenær ákvörðunar sé að vænta, sbr. 2. og 3. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Þar sem það hafi ekki verið gert hafi embættið ekki starfað í samræmi við málshraðareglu stjórnsýslulaganna.
-
-
19. desember 2024 /1238/2024. Úrskurður frá 19. desember 2024
Óskað var eftir aðgangi að verkferlum, skrá yfir send og móttekin erindi slökkviliðs Borgarbyggðar á ákveðnu tímabili og fyrri samskiptum kæranda við slökkviliðið. Afstaða slökkviliðs Borgarbyggðar var að kæranda hefði þegar verið afhent öll gögn sem varðaði málið. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að hluti af beiðni kæranda hefði ekki verið afgreidd í samræmi við ákvæði upplýsingalaga og vísaði honum til Borgarbyggðar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu, en staðfesti afgreiðslu Borgarbyggðar að öðru leyti.
-
19. desember 2024 /1237/2024. Úrskurður frá 19. desember 2024
Deilt var um rétt til aðgangs að gögnum sem Icelandic Water Holdings hf. hefðu látið menningar- og viðskiptaráðuneyti í té vegna skoðunar ráðuneytisins á viðskiptum með hlutafé félagsins á grundvelli laga um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri. Ákvörðun ráðuneytisins að hafna beiðni kæranda var á því byggð að gögnin vörðuðu mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þeirra lögaðila sem í hlut ættu, sbr. 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fór yfir þau gögn sem deilt var um aðgang að og taldi að afhending þeirra til kæranda væri ekki til þess fallin að valda lögaðilunum tjóni. Var ráðuneytinu gert að veita kæranda aðgang að gögnunum.
-
19. desember 2024 /1236/2024. Úrskurður frá 19. desember 2024
Deilt var um rétt til aðgangs að upplýsingum í vörslu Skattsins um hlutafjáreign allra hluthafa sem fram kæmu í fylgiskjölum með ársreikningum tiltekinna fyrirtækja fyrir árið 2021. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að fylgiskjölin teldust ekki á meðal þeirra sem bæri að birta opinberlega samkvæmt 4. mgr. 109. gr. laga um ársreikninga, nr. 3/2006. Þá taldi nefndin að upplýsingar sem afmáðar hefðu verið úr fylgiskjölunum féllu undir ákvæði 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Var ákvörðun Skattsins því staðfest.
-
19. desember 2024 /1235/2024. Úrskurður frá 19. desember 2024
Deilt var um rétt til aðgangs að tölvupóstum í vörslu Reykjavíkurborgar varðandi orlofsgreiðslur til fyrrverandi borgarstjóra Reykjavíkurborgar. Ákvörðun sveitarfélagsins byggðist á því að gögnin teldust vera vinnugögn í skilningi upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fór yfir gögnin og taldi að þau væru undirbúningsgögn sem rituð hefðu verið af starfsmönnum sveitarfélagsins til eigin nota, og hefðu ekki verið afhent öðrum. Þá taldi nefndin að ákvæði 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, ætti ekki við um innihald gagnanna. Var ákvörðun Reykjavíkurborgar því staðfest.
-
19. desember 2024 /1234/2024. Úrskurður frá 19. desember 2024
Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að dómsátt í vörslu Isavia ohf. um viðurkenningu á greiðslu skuldar. Ákvörðun Isavia að synja beiðninni byggðist á 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, og að félaginu væri óheimilt að veita aðgang að gagninu því það varðaði mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þess lögaðila sem í hlut ætti. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fór yfir gagnið og taldi að vandséð væri hvernig afhending þess til kæranda kynni að valda lögaðilanum tjóni. Var því lagt fyrir Isavia að veita kæranda aðgang að dómsáttinni.
-
19. desember 2024 /1233/2024. Úrskurður frá 19. desember 2024
Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að gögnum í vörslu Sjúkratrygginga Íslands sem vörðuðu útboð stofnunarinnar á liðskiptaaðgerðum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að um rétt kæranda til aðgangs að gögnunum færi ýmist samkvæmt 5. eða 14. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Úrskurðarnefndin fór yfir þau gögn sem aðgangur hafði verið takmarkaður að og lagði fyrir Sjúkratryggingar Íslands að veita kæranda aðgang að tilteknum gögnum, en staðfesti synjanir stofnunarinnar að öðru leyti.
-
19. desember 2024 /Mál nr. 530/2024-Úrskurður
Kærufrestur. Kæru vísað frá þar sem kærufrestur var liðinn.
-
19. desember 2024 /Álit innviðaráðuneytisins í máli nr. IRN24100008
Skorradalshreppur, vanhæfi, bókun, kosning um hæfi
-
18. desember 2024 /Nr. 1269/2024 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um brottvísun, sbr. b-lið 1. mgr. 98. laga um útlendinga, er staðfest. Endurkomubann kæranda er stytt í tvö ár.
-
17. desember 2024 /Mál nr. 481/2024-Úrskurður
Viðurlög. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður rétt kæranda til atvinnuleysisbóta í tvo mánuði þar sem hann mætti ekki á boðaðan fund hjá stofnuninni.
-
17. desember 2024 /Mál nr. 454/2024-Úrskurður
Viðurlög. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður rétt kæranda til atvinnuleysisbóta í tvo mánuði þar sem hann hafnaði starfi.
-
17. desember 2024 /Mál nr. 535/2024-Úrskurður
Kærufrestur. Kæru vísað frá þar sem kærufrestur var liðinn.
-
17. desember 2024 /Mál nr. 531/2024-Úrskurður
Viðurlög. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður rétt kæranda til atvinnuleysisbóta í tvo mánuði þar sem hann mætti ekki á boðaðan fund hjá stofnuninni.
-
17. desember 2024 /Mál nr. 302/2024-Úrskurður
Almenn skilyrði. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að kærandi ætti ekki rétt á greiðslum atvinnuleysisbóta vegna tímabils sem hann var lögskráður á skip.
-
-
16. desember 2024 /Mál nr. 42/2024. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Reglugerð nr. 340/2017. Krafa um stöðvun samningsgerðar hafnað.
-
16. desember 2024 /Mál nr. 37/2024. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Sjálfkrafa stöðvun samningsgerðar aflétt.
-
16. desember 2024 /Mál nr. 36/2024. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Sjálfkrafa stöðvun samningsgerðar.
-
13. desember 2024 /Mál nr. 125/2024 Úrskurður 13. desember 2024
Beiðni um eiginnafnið Amína (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
13. desember 2024 /Mál nr. 124/2024 Úrskurður 13. desember 2024
Beiðni um eiginnafnið Hó (kk.) er hafnað.
-
13. desember 2024 /Mál nr. 123/2024 Úrskurður 13. desember 2024
Beiðni um eiginnafnið Kristinna (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
13. desember 2024 /Mál nr. 122/2024 Úrskurður 13. desember 2024
Beiðni um eiginnafnið Leynd (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
-
12. desember 2024 /Mál nr. 49/2024-Úrskurður
Krafa í tryggingarfé. Leigusalar sýndu ekki fram á tjón með haldbærum gögnum.
-
-
12. desember 2024 /Mál nr. 14/2024-Úrskurður
Leigusala heimilt að ganga að tryggingu vegna viðskilnaðar leigjanda.
-
-
-
-
12. desember 2024 /Nr. 1228/2024 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli d-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Síle er staðfest.
-
12. desember 2024 /Nr. 1227/2024 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Ungverjalands er staðfest.
-
12. desember 2024 /Mál nr. 57/2024-Úrskurður
Endurgreiðsla tryggingarfjár. Leigusali gerði ekki skriflega kröfu í tryggingarféð innan tilskilins frests.
-
11. desember 2024 /Mál nr. 474/2024-Úrskurður
Umönnunarmat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um breytingu á gildandi umönnunarmati dóttur kæranda.
-
11. desember 2024 /Mál nr. 483/2024-Úrskurður
Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri og tengdar greiðslur. Skilyrði 75% örorku samkvæmt örorkustaðli ekki uppfyllt.
-
11. desember 2024 /Mál nr. 126/2024 Úrskurður 11. desember 2024
Beiðni um eiginnafnið Patti (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
11. desember 2024 /Mál nr. 533/2024-Úrskurður
Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri. Ekki talið að endurhæfing hafi verið fullreynd.
-
11. desember 2024 /Mál nr. 518/2024-Úrskurður
Örokumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri. Ekki talið að endurhæfing hafi verið fullreynd.
-
11. desember 2024 /Mál nr. 538/2024-Úrskurður
Staðfestur úrskurður umdæmisráðs um umgengni kæranda við börn hennar.
-
11. desember 2024 /Mál nr. 512/2024-Úrskurður
Örokumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri. Ekki talið að endurhæfing hafi verið fullreynd.
-
11. desember 2024 /Mál nr. 455/2024-Úrskurður
Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri og tengdar greiðslur. Skilyrði 75% örorku samkvæmt örorkustaðli ekki uppfyllt.
-
11. desember 2024 /Stjórnsýsluúrskurður vegna stjórnvaldssektar - MVF23110238
Með bréfi dags. 29. september 2021 bar [A] fram kæru f.h. [B], og [C], (hér eftir kærendur), vegna ákvörðunar Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, (hér eftir sýslumaður) frá 19. október 2020, um að leggja stjórnvaldssekt á kærendur að fjárhæð 4.012.500 kr. á hvorn kæranda fyrir sig með vísan til 22. gr. a. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, vegna gististarfsemi að [D]. (hér eftir [E]).
-
11. desember 2024 /Mál nr. 438/2024-Úrskurður
Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkumat. Úrskurðarnefndin telur rétt að kærandi gangist undir sérhæft mat á möguleikum til endurhæfingar áður en til örorkumats kemur.
-
11. desember 2024 /Mál nr. 545/2024-Úrskurður
Örorkumat. Felld úr gildi ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri og tengdar greiðslur og vísað aftur til stofnunarinnar til mats á örorku. Að mati úrskurðarnefndar er endurhæfing ekki raunhæf.
-
11. desember 2024 /Mál nr. 532/2024-Úrskurður
Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkumat. Úrskurðarnefndin telur rétt að kærandi gangist undir sérhæft mat á möguleikum til endurhæfingar áður en til örorkumats kemur.
-
11. desember 2024 /Mál nr. 463/2024-Úrskurður
Endurupptaka. Staðfest synjun Tryggingastofnunar ríkisins um endurupptöku á ákvörðun um upphafstíma greiðslna endurhæfingarlífeyris. Að mati úrskurðarnefndar hafa ekki verið leiddar líkur að því að upphafleg ákvörðun hafi verið röng og að henni verði breytt við endurskoðun.
-
05. desember 2024 /Úrskurður úrskurðarnefndar raforkumála í máli nr. 2. 2024
Úrskurður úrskurðarnefndar raforkumála í máli nr. 2. 2024
-
05. desember 2024 /Úrskurður nr. 3/2024 - Kæra vegna villandi upplýsinga í kjörgögnum
Úrskurður nr. 3/2024 - Kæra vegna villandi upplýsinga í kjörgögnum
-
05. desember 2024 /Mál nr. 522/2024-Úrskurður
Félagslegt leiguhúsnæði. Málshraði. Afgreiðsla Reykjavíkurborgar í máli kæranda var ekki í samræmi við málshraðareglu 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.
-
04. desember 2024 /Mál nr. 515/2024-Úrskurður
Tannlækningar. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja um greiðsluþátttöku í tannlækningum.
-
04. desember 2024 /Mál nr. 502/2024-Úrskurður
Ferðakostnaður innanlands. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja um greiðsluþátttöku í ferðakostnaði.
-
04. desember 2024 /Mál nr. 501/2024-Úrskurður
Slysatrygging/örorka. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um 3% varanlega læknisfræðilega örorku vegna slyss.
-
04. desember 2024 /Mál nr. 477/2024-Úrskurður
Slysatrygging/örorka. Felld úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um 5% varanlega læknisfræðilega örorku vegna slyss og varanleg læknisfræðileg örorka ákvörðuð 8%.
-
04. desember 2024 /Mál nr. 524/2024-Úrskurður
Slysatrygging/örorka. Felld úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um 8% varanlega læknisfræðilega örorku vegna slyss og varanleg læknisfræðileg örorka ákvörðuð 12%.
-
03. desember 2024 /1232/2024. Úrskurður frá 3. desember 2024
Deilt var um afgreiðslu dómsmálaráðuneytis á beiðni um gögn sem legið hefðu til grundvallar ákvörðun dómsmálaráðherra að fresta framkvæmd brottflutnings. Kærandi taldi að ráðuneytinu hefði verið rétt að afmarka beiðnina við gagn sem varð til eftir að ákvörðunin var tekin. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi ekki ástæðu til að gera athugasemd við hvernig ráðuneytið hefði afmarkað beiðnina. Þá taldi nefndin ljóst að afgreiðsla ráðuneytisins hefði ekki falið í sér synjun beiðni kæranda. Kærunni var því vísað frá úrskurðarnefndinni.
-
03. desember 2024 /1231/2024. Úrskurður frá 3. desember 2024
Deilt var um afgreiðslu ríkissaksóknara á beiðni um tölfræðiupplýsingar um kærur til lögreglu. Ríkissaksóknari hafnaði beiðninni og kvað að hjá embættinu lægi ekki fyrir gagn eða gögn með þeim upplýsingum sem kærandi óskaði eftir og að embættinu væri ekki skylt að útbúa slíkt gagn á grundvelli upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafði ekki forsendur til að draga þá staðhæfingu í efa að slíkt gagn eða gögn lægju ekki fyrir. Þá taldi nefndin að embættinu væri óskylt að útbúa slíkt gagn. Var ákvörðun ríkissaksóknara því staðfest.
-
03. desember 2024 /1230/2024. Úrskurður frá 3. desember 2024
Óskað var upplýsinga frá Sýslumanninum á Vestfjörðum um hvers vegna tiltekið afsal væri skráð sem eignayfirlýsing í þinglýsingarhluta fasteignaskrár á fasteign hans. Úrskurðarnefndin fór yfir gögn málsins og taldi að samskipti kæranda við sýslumannsembættið væru hluti af máli sem varðaði þinglýsingu. Samkvæmt 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, giltu lögin ekki um þinglýsingu. Var kærunni því vísað frá úrskurðarnefndinni.
-
03. desember 2024 /1229/2024. Úrskurður frá 3. desember 2024
Deilt var um rétt til aðgangs að gögnum í vörslu forsætisráðuneytis um ráðgjöf um túlkun siðareglna eða samþykki vegna aukastarfa ráðherra. Ákvörðun ráðuneytisins að hafna beiðni kæranda var byggð á því að samkvæmt 2. málsl. 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, næði réttur almennings ekki til aðgangs að slíkum gögnum. Úrskurðarnefndin fór yfir gögnin og taldi að þau féllu undir framangreint ákvæði upplýsingalaga. Var ákvörðun forsætisráðuneytis því staðfest.
-
03. desember 2024 /1228/2024. Úrskurður frá 3. desember 2024
Óskað var aðgangs að gögnum um mál sem formaður tiltekins ráðs í sveitarfélagi hefði tekið að sér að kanna. Formaðurinn kvaðst aðeins hafa undir höndum gögn sem kærendur hefðu sent honum og samskipti við kærendur. Úrskurðarnefndin taldi að beiðni kærenda hefði verið afmörkuð og þröngt og að þar með hefði ekki verið tekin afstaða til aðgangs að mögulegum öðrum fyrirliggjandi gögnum sem heyrðu undir beiðnina. Var beiðni kærenda því vísað til sveitarfélagsins til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.
-
03. desember 2024 /1227/2024. Úrskurður frá 3. desember 2024
Deilt var um rétt til aðgangs að gögnum í vörslu Landspítala um uppflettingar í sjúkraskrá. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að synjun um aðgang að tilteknu excel-skjali hefði ekki átt að byggjast á því að um væri að ræða upplýsingar úr sjúkraskrám sjúklinga við spítalann eða að um væri að ræða upplýsingar um málefni sjúklinga sem lytu þagnarskyldu vegna hagsmuna þeirra. Var því beiðni kæranda vísað til Landspítala til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. Beiðni um aðgang að bréfi til Persónuverndar var að auki vísað til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. Ákvörðun um að synja beiðni um aðgang að bréfi til embættis landlæknis var hins vegar staðfest.
-
02. desember 2024 /Úrskurður nr. 28/2024
Útdráttur: Kærandi kærði ákvörðun embættis landlæknis um að synja henni um starfsleyfi sem sálfræðingur. Embættið byggði ákvörðun sína á því að nám kæranda uppfyllti ekki skilyrði reglugerðar nr. 1130/2012 til að hljóta starfsleyfi, enda væri það nám sem hún hefði stundað erlendis verulega frábrugðið því námi sem krafa væri gerð um í reglugerðinni. Kærandi taldi að embættið þyrfti að túlka aðstæður hennar með rýmri hætti. Í úrskurði ráðuneytisins kom fram að skýrt væri kveðið á um kröfur sem gerðar væru til menntunar til að hljóta starfsleyfi sem sálfræðingur í reglugerð nr. 1130/2012. Þar sem nám kæranda var verulega frábrugðið þeim kröfum sem gerðar væru í reglugerð, bæði að umfangi og efni, var það niðurstaða ráðuneytisins að staðfesta ákvörðun embættisins um synjun starfsleyfis.
-
28. nóvember 2024 /Mál nr. 460/2024-Úrskurður
Viðurlög. Ítrekunaráhrif. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður rétt kæranda til atvinnuleysisbóta í þrjá mánuði þar sem hann mætti ekki í boðað viðtal hjá stofnuninni.
-
28. nóvember 2024 /Mál nr. 461/2024-Úrskurður
Viðurlög. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður rétt kæranda til atvinnuleysisbóta í tvo mánuði þar sem hún mætti ekki á boðaðan fund hjá stofnuninni.
-
28. nóvember 2024 /Mál nr. 470/2024-Úrskurður
Kærufrestur. Kæru vísað frá þar sem kærufrestur var liðinn.
-
28. nóvember 2024 /Mál nr. 457/2024-Úrskurður
Viðurlög. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður rétt kæranda til atvinnuleysisbóta í tvo mánuði þar sem hún mætti ekki í boðað viðtal hjá stofnuninni.
-
28. nóvember 2024 /Mál nr. 476/2024 - Úrskurður
Viðurlög. Felld úr gildi ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður rétt kæranda til atvinnuleysisbóta í tvo mánuði.
-
27. nóvember 2024 /Stjórnsýsluúrskurður í máli MVF23120242 - Endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar
Endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar, ákvæði 3. mgr. 5. gr. laga nr. 43/1999, leiðbeiningarskylda stjórnvalda, ákvörðun nefndar um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar felld úr gildi.
-
27. nóvember 2024 /Mál nr. 471/2024-Úrskurður
Ofgreiddar bætur. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að fella niður 25% endurgreiðslukröfu vegna ofgreiddra bóta vegna fjárhagslegra og félagslegra aðstæðna á grundvelli 11. gr. reglugerðar nr. 598/2009.
-
27. nóvember 2024 /Mál nr. 514/2024-Úrskurður
Félagslegur viðbótarstuðningur við aldraða. Staðfest ákvörðun um að synja kæranda um veitingu félagslegs viðbótarstuðnings við aldraða. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður kæranda teljast þær ekki sérstakar í skilningi 3. mgr. 2. gr. um félagslegan viðbótarstuðning við aldraða.
-
27. nóvember 2024 /Mál nr. 434/2024-Úrskurður
Endurreikningur. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um endurreikning og uppgjör á tekjutengdum bótum ársins 2023.
-
27. nóvember 2024 /Mál nr. 403/2024-Úrskurður
Ofgreiddar bætur. Staðfest ákvörðun um endurreikning og uppgjör Tryggingastofnunar ríkisins á tekjutengdum bótum ársins 2023 og ákvörðun að krefja kæranda um endurgreiðslu ofgreiddra bóta.
-
27. nóvember 2024 /Mál nr. 540/2024-Úrskurður
Kærufrestur. Kæru vísað frá úrskurðarnefnd velferðarmála þar sem kærufrestur er liðinn. Ekki var talið afsakanlegt að kæran barst ekki fyrr eða að veigamiklar ástæður mæltu með því að kæran yrði tekin til meðferðar.
-
27. nóvember 2024 /Mál nr. 503/2024-Úrskurður
Formágalli. Kæru vísað frá úrskurðarnefnd velferðarmála. Enginn ágreiningur er til staðar eftir að Tryggingastofnun samþykki umsókn kæranda um heimilisuppbót. Úrskurðarnefnd velferðarmála
-
27. nóvember 2024 /Mál nr. 362/2024-Úrskurður
Ofgreiddar bætur. Staðfestar ákvarðanir Tryggingastofnunar ríkisins um endurreikning og uppgjör á tekjutengdum bótum kæranda á árinu 2023 og synjun umsóknar um niðurfellingu ofgreiðslukröfu.
-
27. nóvember 2024 /Mál nr. 458/2024-Úrskurður
Ofgreiddar bætur. Staðfest niðurstaða endurreiknings og uppgjörs Tryggingastofnunar ríkisins á tekjutengdum bótum kæranda á árinu 2023. Lífeyrissjóðstekjur og fjármagnstekjur eru tekjustofnar sem hafa áhrif við útreikning Tryggingastofnunar á bótafjárhæð,
-
27. nóvember 2024 /Mál nr. 340/2024-Úrskurður
Ofgreiddar bætur. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um endurreikning og uppgjör á tekjutengdum bótum kæranda á árinu 2023. Erfingjar bera óskipta ábyrgð á skuldbindingum búsins, sbr. 97. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum.
-
25. nóvember 2024 /Úrskurður nr. 27/2024
Útdráttur: Kærandi kærði málshraða embættis landlæknis vegna kvörtunar sinnar til embættisins sem varðaði athugasemd við þjónustu tiltekins lýtalæknis. Taldi kærandi að dráttur í málinu hafi verið úr hófi fram. Í úrskurði ráðuneytisins kom fram að kanna þyrfti hvort erindi kæranda gæti fallið undir ákvæði 12. gr. laga nr. 41/2007, um landlækni og lýðheilsu. Skipti þar mestu máli hvort kærandi hafi notið heilbrigðisþjónustu í umrætt skipti. Var það niðurstaða ráðuneytisins að þrátt fyrir að hugtakið heilbrigðisþjónusta væri túlkað með víðtækum hætti gæti það ekki náð yfir ágreining um greiðslu fyrir þjónustu sem aldrei fór fram. Af þeim sökum væri um athugasemd við þjónustu að ræða sem endaði ekki með stjórnvaldsákvörðun. Málshraði vegna slíkra erinda sætti því ekki kæru til ráðuneytisins.
-
25. nóvember 2024 /1226/2024. Úrskurður frá 25. nóvember 2024
Deilt var um rétt til aðgangs að samkomulagi Íslandsbanka hf. við Seðlabanka Íslands um að ljúka máli með sátt vegna brota Íslandsbanka við sölumeðferð eignarhluta ríkisins í bankanum, án yfirstrikana. Seðlabankinn taldi m.a. að þær upplýsingar sem strikað hefði verið yfir væru undirorpnar þagnarskyldu á grundvelli laga um Seðlabanka Íslands og laga um fjármálafyrirtæki. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál staðfesti ákvörðun Seðlabankans með þeirri breytingu að ekki skyldi strika yfir ákveðnar upplýsingar sem væru opinberlega aðgengilegar.
-
25. nóvember 2024 /1225/2024. Úrskurður frá 25. nóvember 2024
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál barst kæra vegna ófullnægjandi afgreiðslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á erindi kæranda. Úrskurðarnefndin taldi mega ráða af samskiptum kæranda við stofnunina að ekki væri óskað aðgangs að gögnum í skilningi upplýsingalaga heldur skýringum um þýðingu og túlkun á færslum í log-skrá í þinglýsingarkerfi fasteignaskrár. Var kærunni því vísað frá úrskurðarnefndinni.
-
25. nóvember 2024 /1224/2024. Úrskurður frá 25. nóvember 2024
Deilt var um rétt til aðgangs að upplýsingum frá Skattinum um hvort tiltekið félag hefði staðið skil á greiðslu gjalda á grundvelli laga um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur. Ákvörðun Skattsins að synja kæranda um aðgang að upplýsingunum byggðist á því að þær væru undirorpnar þagnarskyldu samkvæmt lögum um innheimtu opinberra skatta og gjalda. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál rakti að 20. gr. laganna teldist vera sérstakt þagnarskylduákvæði og að upplýsingarnar sem óskað væri eftir féllu undir ákvæðið. Var ákvörðun Skattsins því staðfest.
-
25. nóvember 2024 /1223/2024. Úrskurður frá 25. nóvember 2024
Vestmannaeyjabær óskaði eftir öllum upplýsingum í vörslu umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis sem legið hefðu til grundvallar ákvörðun ráðuneytisins að staðfesta hækkun á gjaldi fyrir heitt vatn í Vestmannaeyjum. Sundurliðaðar fjárhagsupplýsingar um afkomu hitaveitustarfsemi HS Veitna í Vestmannaeyjum voru ekki afhentar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál rakti að upplýsingalög tækju samkvæmt orðalagi sínu og markmiðum ekki til þeirrar aðstöðu þegar stjórnvöld óskuðu eftir upplýsingum hjá öðrum stjórnvöldum. Var kæru Vestmannaeyjabæjar því vísað frá úrskurðarnefndinni.
-
22. nóvember 2024 /Úrskurður nr. 29/2024
Útdráttur: Kærandi í málinu kærði málsmeðferð embættis landlæknis í kvörtunarmáli sem endaði með áliti sem beindist að heilbrigðisþjónustu sem kærandi veitti tilteknum sjúklingi. Áður hafði ráðuneytið ógilt málsmeðferð embættisins og sent það til nýrrar meðferðar til embættisins. Kærandi taldi að um endurtekna málsmeðferð væri að ræða sem bryti gegn meðalhófsreglu. Þá hefði embættinu borið að hefja málsmeðferðina í heild að nýju. Ekki væri nóg að bæta úr þeim annmarka sem hafði verið á fyrra áliti en nýtast við fyrri málsmeðferð að öðru leyti. Í úrskurði ráðuneytisins kom fram að ekkert benti til þess að málsmeðferð embættisins hefði verið ábótavant að öðru leyti en því sem bætt hafði verið úr. Kæranda hafði verið veitt tækifæri til að andmæla umsögn óháðs sérfræðings í málinu og álitið gefið út að nýju. Þar sem ráðuneytið hafði ógilt fyrri málsmeðferð embættisins bar því að taka málið til meðferðar að nýju. Var það niðurstaða ráðuneytisins að með hinni nýju málsmeðferð hefði verið bætt úr fyrri annmarka. Þá var það mat ráðuneytisins að málið teldist nú upplýst með fullnægjandi hætti og andmælaréttur virtur. Var málsmeðferð embættisins staðfest.
-
21. nóvember 2024 /Mál nr. 488/2024-Úrskurður
Félagslegt leiguhúsnæði. Málshraði. Ekki fallist á að afgreiðsla Reykjavíkurborgar í máli kæranda hafi dregist óhæfilega í skilningi 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.
-
21. nóvember 2024 /Mál nr. 441/2024-Úrskurður
Aukinn réttur til fæðingarorlofs. Staðfest ákvörðun Fæðingarorlofssjóðs um að framlengja sameiginlegan rétt kærenda til greiðslna í fæðingarorlofi um 66 daga vegna sjúkrahúsdvalar tvíbura þeirra. Ekki fallist á að kærendur ættu rétt til lengingar fæðingarorlofs um samanlagðan dvalar- og umönnunartíma barnanna.
-
21. nóvember 2024 /Mál nr. 513/2024-Úrskurður
Fjárhagsaðstoð. Staðfest synjun Reykjavíkurborgar á umsókn kæranda um styrk til greiðslu sérfræðikostnaðar.
-
21. nóvember 2024 /Nr. 1165/2024 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar er staðfest. Endurkomubann kæranda verður fellt úr gildi fari hann frá Íslandi innan 15 daga.
-
20. nóvember 2024 /Mál nr. 121/2024 Úrskurður 20. nóvember 2024
Beiðni um eiginnafnið Gandri (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
20. nóvember 2024 /Mál nr. 120/2024 Úrskurður 20. nóvember 2024
Beiðni um millinafnið Brettingur er hafnað. Beiðni um eiginnafnið Brettingur (kk.) er samþykkt og skal það fært á mannanafnaskrá.
-
20. nóvember 2024 /Mál nr. 119/2024 Úrskurður 20. nóvember 2024
Beiðni um millinafnið Úlfberg er samþykkt.
-
20. nóvember 2024 /Mál nr. 370/2024- Beiðni um endurupptöku
Staðfest ákvörðun Sjúkratrygging Íslands um að synja kæranda um bætur úr sjúklingatryggingu.
-
20. nóvember 2024 /Mál nr. 439/2024-Úrskurður
Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja um greiðsluþátttöku í tannlækningum kæranda.
-
20. nóvember 2024 /Mál nr. 309/2024-Úrskurður
Læknismeðferð erlendis. Staðfest synjun Sjúkratrygginga Íslands um endurgreiðslu á erlendum sjúkrakostnaði
-
-
-
20. nóvember 2024 /Mál nr. 19/2024. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Reglugerð nr. 340/2017. Verðfyrirspurn. Viðmiðunarfjárhæð. Valdsvið kærunefndar útboðsmála.
-
20. nóvember 2024 /Mál nr. 372/2024-Úrskurður
Kærufrestur. Kæru vísað frá úrskurðarnefnd velferðarmála þar sem hún barst að liðnum kærufresti. Ekki var talið afsakanlegt að kæran barst ekki fyrr eða að veigamiklar ástæður mæltu með því að kæran yrði tekin til meðferðar.
-
20. nóvember 2024 /Mál nr. 449/2024-Úrskurður
Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri og tengdar greiðslur. Skilyrði 75% örorku samkvæmt örorkustaðli ekki uppfyllt.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.