Úrskurðir og álit
-
-
-
24. júlí 2014 /Mál nr. 142/2013
Mál þetta lýtur að ákvörðun Vinnumálastofnunar að skerða afturvirkt atvinnuleysisbætur er kærandi þáði, vegna tekna frá Greiðslustofu lífeyrissjóðanna. Kærandi taldi sig hafa tilkynnt tímanlega um tilfallandi 60% vinnu og kveður Greiðslustofu Vinnumálastofnunar hafa fullvissað sig um að hann fengi ekki bakreikning. Hin kærða skerðing var staðfest.
-
24. júlí 2014 /Mál nr. 122/2013
Kærandi starfaði við akstur leigubifreiðar samhliða töku atvinnuleysisbóta. Ekki var talið að hann hefði við meðferð málsins hjá Vinnumálastofnun notið andmælaréttar og var því talið óhjákvæmilegt annað en að ógilda ákvörðun Vinnumálastofnunar og heimvísa málinu til nýrrar meðferðar Vinnumálastofnunar.
-
24. júlí 2014 /Mál nr. 140/2013
Mál þetta lýtur að því hvort kæranda beri að greiða 15% álag vegna ofgreiddra atvinnuleysisbóta vegna dvalar hans erlendis en hann var á biðstyrk. Hin kærða ákvörðun var staðfest.
-
24. júlí 2014 /Mál nr. 135/2013
Kærandi var í verktakavinnu sem leikari og var talið rétt af Vinnumálastofnun að skrá hann af atvinnuleysisskrá. Jafnframt verður talið að Vinnumálastofnun hafi veitt honum fullnægjandi leiðbeiningar.
-
24. júlí 2014 /Mál nr. 123/2013
Þegar kæran barst úrskurðarnefndinni hafði Vinnumálastofnun ekki tekið ákvörðun í málinu sem kæranleg væri til nefndarinnar. Samkvæmt 2. mgr. 26. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, verður ákvörðun sem ekki bindur enda á mál ekki kærð fyrr en málið hefur verið til lykta leitt. Málinu var því vísað frá úrskurðarnefndinni.
-
-
17. júlí 2014 /Fiskidrangur ehf. kærir ákvörðun Fiskistofu, dags. 5. desember 2013, um að hafna umsókn kæranda um úthlutun af byggðakvóta Bakkafjarðar í Langanesbyggð fyrir fiskveiðiárið 2013/2014 til bátsins Evu NS-197, (6181).
Aflaheimildir - Úthlutun byggðakvóta - Skilyrði úthlutunar - Vinnslusamningur - Vinnsluskylda
-
16. júlí 2014 /Mál nr. 15/2014
Fjárhagsaðstoð. Sérstök aðstoð vegna stuðningsvinnu og/eða annarra sérstakra aðstæðna. Kærð var synjun Reykjavíkurborgar á umsókn um styrk vegna ferðakostnaðar barna kæranda. Þar sem ekki var um að ræða umfangsmikla stuðningsáætlun, sbr. b-lið 27. gr. reglna Reykjavíkurborgar um fjárhagsaðstoð, var hin kærða ákvörðun staðfest.
-
16. júlí 2014 /Mál nr. 20/2014
Aflétting krafna, umfram söluverð, við frjálsa sölu. Íbúðalánasjóði rétt að synja beiðni kærenda þar sem greiðslugeta var fyrir hendi. Hin kærða ákvörðun staðfest.
-
16. júlí 2014 /Mál nr. 27/2014
Félagsleg leiguíbúð og sérstakar húsaleigubætur. Upplýsingar um tekjur og eignir eiginkonu kæranda, sbr. c-lið 1. mgr. 4. gr. reglna Reykjavíkurborgar um félagslegar leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur, lágu ekki fyrir. Ekki heimild til þess að veita undanþágu frá skilum á gögnum sem nauðsynleg eru til að leggja mat á hvort skilyrði 4. gr. reglnanna séu uppfyllt. Hin kærða ákvörðun staðfest.
-
16. júlí 2014 /Mál nr. 25/2014
Fjárhagsaðstoð. Aðstoð vegna sérstakra erfiðleika. Kærð var synjun Reykjavíkurborgar á umsókn um styrk á grundvelli 24. gr. reglna Reykjavíkurborgar um fjárhagsaðstoð. Þar sem kærandi hafði ekki notið fjárhagsaðstoðar sér til framfærslu undanfarna sex mánuði eða lengur, sbr. a-lið 24. gr. reglnanna, var hin kærða ákvörðun staðfest.
-
16. júlí 2014 /Mál nr. 4/2014
Fjárhagsaðstoð. Aðstoð til foreldra vegna barna á þeirra framfæri. Kærð var synjun Reykjavíkurborgar á umsókn um styrk á grundvelli 16. gr. reglna Reykjavíkurborgar um fjárhagsaðstoð. Þar sem ekki lá fyrir samkomulag um félagslega aðstoð, sbr. b-lið 16. gr. reglnanna var hin kærða ákvörðun staðfest.
-
14. júlí 2014 /Mál nr. 7/2014. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:
Með kæru 11. apríl 2014 kærir Hlaðan ehf. ákvörðun og málsmeðferð við innkaup varnaraðila, Húnaþings vestra, á rekstri skólamötuneytis og veitingastaðar á Hvammstanga. Þess er aðallega krafist að ákvörðun varnaraðila um að viðhafa forval verði felld úr gildi en til vara að ákvörðun um að hafna kæranda í forvalinu verði felld úr gildi. Til þrautavara er þess krafist að samningur varnaraðila við Gauksmýri ehf. verði lýstur óvirkur og til þrautaþrautavara að nefndin láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda.
-
14. júlí 2014 /Mál nr. 4/2014
Málið varðar ágreining vegna styrks til greiðslu lögmannsaðstoðar. Hin kærða ákvörðun var felld úr gildi.
-
09. júlí 2014 /Mál nr. 2/2014
Málið varðar beiðni um endurskoðun á málsmeðferð í barnaverndarmáli um aðgang að gögnum máls. Málinu var vísað frá kærunefnd barnaverndarmála þar sem ekki voru uppfyllt skilyrði 1. mgr. 6. gr. barnaverndarlaga til að málinu yrði skotið til kæranefndarinnar.
-
09. júlí 2014 /Mál nr. 3/2014
Málið varðar kröfu móðurömmu barns í fóstri um umgengni við það skv. 74. gr. barnaverndarlaga.
-
09. júlí 2014 /Mál nr. 5/2014
Málið varðar kröfu föður um rýmri umgengni við dóttur sína, skv. 74. gr. barnaverndarlaga, sem er í fóstri.
-
09. júlí 2014 /Mál nr. 7/2014
Málið varðar nafnleynd tilkynnanda skv. 2. mgr. 19. gr. barnaverndarlaga. Ákvörðunin var staðfest.
-
07. júlí 2014 /Úrskurður velferðarráðuneytisins nr. 008/2014
Umsókn um tímabundið atvinnuleyfi vegna skorts á vinnuafli.
-
04. júlí 2014 /Úrskurður vegna stjórnsýslukæru - ákvörðun tollstjóra
Kærð var til ráðuneytisins synjun tollstjóra um afturköllum greiðsluáætlunar.
-
03. júlí 2014 /Mál nr. IRR13100174
Samgöngustofa: Ágreiningu um útgáfu tegundaráritunar fyrir Boeing 737-300/400/500 í Part 66 skirteini
-
02. júlí 2014 /Útgerðarfélagið Nesið ehf. kærir ákvörðun Fiskistofu, dags. 18. desember 2013, um að hafna umsókn kæranda um úthlutun byggðakvóta á Ólafsfirði í Fjallabyggð fyrir fiskveiðiárið 2013/2014 til bátsins Oddverja ÓF-76, (2102).
Aflaheimildir - Úthlutun byggðakvóta - Skilyrði úthlutunar
-
02. júlí 2014 /Hjallasandur hf. kærir ákvörðun Fiskistofu, dags. 5. desember 2013, um að hafna umsókn félagsins um úthlutun byggðakvóta á Hellissandi í Snæfellsbæ fyrir fiskveiðiárið 2013/2014 til bátsins Báru SH-167, (6952).
Aflaheimildir - Úthlutun byggðakvóta - Skilyrði úthlutunar
-
02. júlí 2014 /Útgerðarfélagið Hjallur ehf. kærir ákvörðun Fiskistofu, dags. 18. dsember 2013, um að hafna umsókn kæranda um úthlutun byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2013/2014 til bátsins Binnu ÍS-303, (6429).
Aflaheimildir - Úthlutun byggðakvóta - Skilyrði úthlutunar
-
01. júlí 2014 /G. Ben útgerðarfélag ehf. kærir ákvörðun Fiskistofu um synjun á lækkun sérstaks veiðigjalds fyrir fiskveiðiárið 2012/2013.
Veiðigjöld - Sérstakt veiðigjald - Lækkun veiðigjalds - Skattframtal
-
01. júlí 2014 /Mál nr. 136/2013
Ákvörðun Vinnumálastofnunar þess efnis að synja beiðni um endurupptöku ákvörðunar var staðfest.
-
01. júlí 2014 /Mál nr. 138/2013
Kærandi var í vinnu samhliða töku atvinnuleysisbóta og án þess að tilkynna Vinnumálastofnun að atvinnuleit væri hætt. Varðaði viðurlögum skv. 60. gr. laga um atvinnuleysistryggingar.
-
01. júlí 2014 /Mál nr. 115/2013
Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um endurgreiðslu ofgreiddra atvinnuleysisbóta þrátt fyrir rukkun alllöngu eftir greiðslu þeirra.
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
26. júní 2014 /A-535/2014. Úrskurður frá 24. júní 2014
A kærði þá ákvörðun Isavia ohf. að veita honum ekki aðgang að samningi við Mýflug hf., þ.e. að samningi um leigu á flugvél í eigu Isavia ohf. Fyrir lá að þetta skjal varð til fyrir gildistöku nýrra upplýsingalaga, eða árið 2009. Féll ágreiningur um aðgang að því þar með utan valdssviðs úrskurðarnefndar um upplýsingamál, eins og það er afmarkað í 20. gr. laganna, og var málinu því vísað frá.
-
26. júní 2014 /A-539/2014. Úrskurður frá 24. júní 2014
A kærði þá ákvörðun Reykjavíkurborgar að synja honum um aðgang að niðurstöðum PISA-könnunar 2012, sundurliðuðum eftir grunnskólum borgarinnar. Reykjavíkurborg synjaði beiðninni m.a. á þeim forsendum að um vinnugögn væri að ræða. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst ekki á það. Þá taldi hún ekki vera í þeim upplýsingar sem féllu undir lög um persónuvernd. Því bæri Reykjavíkurborg að afhenda kæranda afrit af gögnunum.
-
26. júní 2014 /A-536/2014. Úrskurður frá 24. júní 2014
A kærði þá ákvörðun Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimilis, að synja beiðni hans um afrit af endurskoðunarskýrslu vegna ársreiknings Höfða fyrir árið 2011. Synjunin hafði byggst á því að um viðkvæmar upplýsingar væri að ræða, m.a. samkeppnisupplýsingar. Það var niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að Höfða bæri að veita kæranda aðgang að endurskoðunarskýrslu vegna umrædds ársreiknings.
-
26. júní 2014 /A-537/2014. Úrskurður frá 24. júní 2014
A kærði með hvaða hætti landlæknir hefði í hyggju að fara að tilteknum úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Við meðferð málsins kom í ljós að bæði kærandi og embætti landlæknis voru því samþykk því að umrædd gögn yrðu brennd á óendurskrifanlegan geisladisk og afhent þannig. Taldi nefndin þá ekki vera efni til frekari umfjöllunar um málið og vísaði því frá nefndinni.
-
26. júní 2014 /A-538/2014. Úrskurður frá 24. júní 2014
A kærði afgreiðslu Háskóla Íslands á beiðnum hans um aðgang að gögnum varðandi ráðningar í tiltekin störf. Fyrir lá að hann hafði verið meðal umsækjenda og var því aðili máls í skilningi stjórnsýslulaga. Það með taldi nefndin að hann nyti þess ríka réttar sem þau lög veita slíkum aðilum. Þegar af þeirri ástæðu taldi nefndin hann ekki geta borið málið undir hana og var kærum hans vísað frá.
-
-
-
25. júní 2014 /Mál nr. IRR13100113
Samgöngustofa: Ágreiningur um lögskráningu og endurnýjun á alþjóðlegu atvinnuskirteini
-
23. júní 2014 /Kærð ákvörðun lánanefndar Byggðastofnunar að kærandi félli ekki undir samkomulag um úrslausn skuldavanda lítilla og meðalstórra fyrirtækja
Endurupptaka - Lánanefnd Byggðastofnunar - Málsmeðferðarreglur stjórnsýslulaga - Andmælaréttur - Leiðbeiningarskylda stjórnvalda
-
23. júní 2014 /Mál nr. IRR13100066
Samgöngustofa: Ágreiningur vegna bóta fyrir seinkun á flugi Primera Air
-
20. júní 2014 /Krafa um að skattrannsókn á tekjum yrði hætt
Erindi vegna bréfs skattrannsóknarstjóra þar sem ekki var fallist á kröfu um að skattrannsókn á tekjum fyrir tekjuárin 2006-201 yrði þegar í stað hætt.
-
20. júní 2014 /Mál nr. 129/2013
Kærandi var í ráðningarsambandi og var því ekki atvinnulaus í skilningi 1. gr. laga um atvinnuleysistryggingar og hún hafði ekki misst fyrra starf sitt, sbr. 2. gr. laganna.
-
-
20. júní 2014 /Mál nr. 133/2013
Kæranda bar að endurgreiða ofgreiddar atvinnuleysisbætur skv. 1. mgr. 36. gr. laga um atvinnuleysistryggingar en með vísan til lokamálsliðar 2. mgr. 39. gr. laga um atvinnuleysistryggingar þótti rétt að fella niður 15% álag þar sem kærandi fylgdi öllum reglum og tilmælum er stofnunin hafði veitt veitti honum varðandi tekjur samhliða greiðslu atvinnuleysisbóta.
-
20. júní 2014 /Mál nr. 131/2013
Í máli þessu liggur fyrir að kærandi starfaði í verslun á sama tíma og hún þáði greiðslu atvinnuleysistrygginga. Beitt var 60. gr. laga um atvinnuleysistryggingar auk þess sem henni var gert að endurgreiða ofgreiddar atvinnuleysisbætur.
-
-
-
-
20. júní 2014 /Mál nr. 11/2014. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:
Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 28. maí 2014 kærir Á. Óskarsson ehf. innkaup Reykjanesbæjar á nýjum hreinsikerfum fyrir sundlaugar í Reykjanesbæ samkvæmt svonefndri verðkönnun. Í þessum hluta málsins tekur kærunefnd útboðsmála afstöðu til þess hvort rétt sé að verða við kröfu kæranda um að stöðva innkaupaferlið um stundarsakir.
-
-
-
-
-
20. júní 2014 /Mál nr. 130/2013
Aðilar vinnumarkaðarins komu að kæranda við störf samhliða töku atvinnuleysisbóta og án þess að hann hefði tilkynnt um vinnuna til Vinnumálastofnunar. Beitt var 60. gr. laga um atvinnuleysistryggingar.
-
-
20. júní 2014 /Mál nr. 117/2013
Málið varðar 1. mgr. 55. gr. laga um atvinnuleysistryggingar. Enn fremur 61. gr. laga um atvinnuleysistryggingar vegna ítrekunaráhrifa fyrri viðurlagaákvarðana.
-
-
20. júní 2014 /Mál nr. 116/2013
Samkvæmt 1. mgr. 36. gr. laga um atvinnuleysistryggingar var kæranda gert að endurgreiða ofgreiddar atvinnuleysisbætur. Kærandi upplýsti Vinnumálastofnun um störf sín hjá fyrrum vinnuveitanda sínum eftir mætti þótti því rétt, með vísan til lokamálsliðar 2. mgr. 39. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, að fella niður 15% álag.
-
19. júní 2014 /Synjun á greiðslu táknmálstúlkaþjónustu
Ár 2014, fimmtudaginn 19. júní, er kveðinn upp í mennta- og menningarmálaráðuneytinu svofelldur ÚRSKURÐUR Kæruefnið og málsmeðferð. Mennta- og menningarmálaráðuneytinu barst 5. maí 2014 bréf frá X,)...
-
19. júní 2014 /Mál nr. 3/2014. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:
Með kæru 28. febrúar 2013 kærir ISS Ísland ehf. útboð Ríkiskaupa nr. 15576 „ISAVIA – ræsting FLE“. Kærandi krefst þess aðallega að kærunefnd útboðsmála felli úr gildi ákvörðun um val á tilboði en til vara að nefndin láti í ljós álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda. Þá krefst kærandi þess að kærunefndin úrskurði kæranda málskostnað vegna meðferðar málsins.
-
19. júní 2014 /Mál nr. 9/2014. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:
Með kæru 13. maí 2014 kærir Ístak hf. ákvörðun Ríkiskaupa á vali tilboðs í útboði fyrir Isavia ohf. nr. 15606 auðkennt „Stækkun Suðurbyggingar til vesturs 2014, SSV14-07 Jarðvinna, burðarvirki og ytri frágangur“. Endanlegar kröfur kæranda eru að tilboði ÍAV verði vísað frá vegna formgalla og kærunefnd útboðsmála yfirfari tilboð sem bárust í heild sinni. Í þessum þætti málsins tekur nefndin afstöðu til kröfu varnaraðila um afléttingu sjálfkrafa banns við samningsgerð samkvæmt 1. mgr. 94. gr. a. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup, sbr. 12. gr. laga nr. 58/2013, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar.
-
19. júní 2014 /Mál nr. 10/2014. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:
Með kæru 22. maí 2014 kæra Aflvélar ehf. útboð Ríkiskaupa auðkennt nr. 15647 „Sand-, salt- og pækildreifarar (3-4) fyrir Vegagerðina“. Í þessum hluta málsins tekur kærunefnd útboðsmála afstöðu til þess hvort rétt sé að verða við kröfu kæranda um stöðvun útboðsins. Varnaraðilum hefur verið gefin kostur á að tjá sig um stöðvunarkröfu kæranda.
-
19. júní 2014 /Mál nr. 4/2014. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:
Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 6. mars 2014 kærði Fastus ehf. útboð nr. 15554 auðkennt „Rannsóknartæki og rekstarvara fyrir LSH“. Kærandi krefst þess að kærunefnd útboðsmála „leggi fyrir kærða að fella niður hina ólögmætu skilmála í útboðsgögnum, ella felli úr gildi ákvörðun kærða um framangreint útboð og beini því til kærða að bjóða út innkaupin að nýju með lögmætum hætti“. Einnig er þess krafist að kærunefnd láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda auk þess sem krafist er málskostnaðar.
-
19. júní 2014 /Mál nr. 6/2014. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:
Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 17. mars 2014 kærði Logaland ehf. útboð nr. 15554 auðkennt „Rannsóknartæki og rekstrarvara fyrir LSH“. Kærandi krefst þess aðallega að kærunefnd útboðsmála felli niður skilmála 2. mgr. inngangskafla í viðauka 14 í útboðsgögnum að hluta til, skilmála 1. mgr. liðar 1.02 í viðauka 14 og lið 3.1.2 í útboðsgögnum auk eftirfarandi liði í viðauka 14 í útboðsgögnum: 2.24, 2.25, 2.26, 3.01, 3.20, 3.26, 3.27, 3.31 og 3.38 og 3.20. Til vara er þess krafist að kærunefnd felli útboðið niður í heild sinni og leggi fyrir varnaraðila Ríkiskaup að auglýsa útboð á nýjan leik. Þá er krafist málskostnaðar.
-
18. júní 2014 /Úrskurður velferðarráðuneytisins nr. 004/2014
Staðfest ákvörðun Vinnueftirlits ríkisins um að setja skuli upp læsanleg munahólf undir verðmæti og aðra persónulega muni starfsfólks.
-
18. júní 2014 /Mál nr. 1/2014
Málefni fatlaðs fólks. Umsókn kæranda um skammtímavistun synjað. Ekki lagt mat á þjónustuþörf kæranda, sbr. 3. mgr. 5. gr. laga nr. 59/1992 um málefni fatlaðs fólks. Hin kærða ákvörðun felld úr gildi og málinu vísað til nýrrar meðferðar.
-
18. júní 2014 /Mál nr. 21/2014
Greiðsluerfiðleikaaðstoð. Íbúðalánasjóði rétt að synja beiðni kæranda um greiðsluerfiðleikaaðstoð þar sem greiðsluvandi var ekki fyrir hendi. Hin kærða ákvörðun staðfest.
-
16. júní 2014 /Mál nr. 125/2012
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um að fella niður heimild kærenda til greiðsluaðlögunar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 12. gr., sbr. 15. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
16. júní 2014 /Beiðni um endurupptöku á úrskurði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, dags. 10. janúar 2013.
Endurupptaka - Reglur um hollustuhætti - Hráefni í matvælaiðnaði
-
16. júní 2014 /Mál nr. 99/2013
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um að fella niður heimild kæranda til greiðsluaðlögunar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 6. gr., sbr. 15. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
16. júní 2014 /Mál nr. 99/2012
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kæranda um greiðsluaðlögun á grundvelli b-liðar 1. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
12. júní 2014 /Mál nr. 110/2012
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kæranda um greiðsluaðlögun á grundvelli b-, c- og g-liðar 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
12. júní 2014 /Mál nr. 91/2012
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kæranda um greiðsluaðlögun á grundvelli b-liðar 1. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
12. júní 2014 /Mál nr. 121/2012
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kæranda um greiðsluaðlögun á grundvelli b- og c-liðar 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
12. júní 2014 /Mál nr. 113/2012
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kæranda um greiðsluaðlögun á grundvelli b-liðar 1. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
11. júní 2014 /Nemanda vikið af heimavist
Ár 2014, miðvikudagurinn 11. júní 2014, var kveðinn upp í mennta- og menningarmálaráðuneytinu svofelldur ÚRSKURÐUR Kæruefnið. Mennta- og menningarmálaráðuneytinu barst þann 4. janúar 2014 s)...
-
10. júní 2014 /Mál nr. 13/2014
Ákvörðunartaka. Eignaskiptayfirlýsing. Ósamþykkt íbúð. Aðgangur að sameign.
-
-
10. júní 2014 /Mál nr. 17/2014
Ákvarðanataka: Formannskjör. Eftirlit með framkvæmdum. Stjórnarstörf.
-
-
-
06. júní 2014 /Úrskurður vegna stjórnsýslukæru - ákvörðun tollstjóra um endurgreiðslu virðisaukaskatts
Kærð var til ráðuneytisins ákvörðun ríkisskattstjóra að lækka endurgreiðslu virðisaukaskatt vegna vinnu við nýbyggingu frístundahúsnæðis.
-
05. júní 2014 /Mál nr. 107/2012
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kæranda um greiðsluaðlögun á grundvelli b- og c-liðar 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
-
05. júní 2014 /Mál nr. 116/2013
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um að fella niður heimild kæranda til greiðsluaðlögunar á grundvelli e-liðar 2. mgr. 6. gr., sbr. 15. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
05. júní 2014 /Mál nr. 119/2012
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kærenda um greiðsluaðlögun á grundvelli d-liðar 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
-
05. júní 2014 /Mál nr. 206/2012
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um að fella niður heimild kærenda til greiðsluaðlögunar á grundvelli a- og d-liðar 1. mgr. 12. gr., sbr. 15. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
-
04. júní 2014 /Mál nr. 31/2014
Synjun um þátttöku í viðgerðarkostnaði ekki talin stjórnvaldsákvörðun, sbr. 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Kæru vísað frá.
-
04. júní 2014 /Mál nr. 7/2014
Húsaleigubætur. Ekki heimilt að synja kæranda um húsaleigubætur á þeirri forsendu að barnsfaðir hennar væri búsettur á heimili hennar. Hin kærða ákvörðun felld úr gildi og lagt fyrir sveitarfélagið að taka málið til löglegrar meðferðar.
-
04. júní 2014 /Mál nr. 19/2014
Fjárhagsaðstoð. Aðfinnslur. Kæra barst að liðnum hinum þriggja mánaða kærufresti 1. mgr. 63. gr. laga um félagsþjónustu nr. 40/1991. Ekki talin skilyrði til að taka kæruna til efnislegrar meðferðar á grundvelli 1. eða 2. tölul. 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Kæru vísað frá.
-
04. júní 2014 /A-533/2014. Úrskurður frá 30. maí 2014
A kærði, f.h. eitt hundrað tilgreindra einstaklinga, afgreiðslu mennta- og menningarmálaráðuneytisins á beiðni um aðgang að upplýsingum um öll leyfisbréf til kennara útgefin á tilteknu tímabili. Úrskurðarnefndinni höfðu ekki verið látnar í té hinar umbeðnu upplýsingar, en af hálfu ráðuneytisins var á því byggt að ekki væri unnt að kalla þær fram með góðu móti. Nefndin taldi sig því ekki hafa forsendur til að fallast á afstöðu ráðuneytisins. Var ákvörðun mennta- og menningarmálaráðuneytisins felld úr gildi og lagt fyrir það að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar.
-
04. júní 2014 /Mál nr. 11/2014
Félagsleg leiguíbúð og sérstakar húsaleigubætur. Eignastaða kæranda yfir eignamörkum c-liðar 4. gr. reglna um félagslegar leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur í Reykjavík. Hin kærða ákvörðun staðfest.
-
04. júní 2014 /A-534/2014. Úrskurður frá 30. maí 2014
A kærði Vestmannaeyjabæ fyrir að hafa ekki afhent sér tiltekinn ársreikning útprentaðan, þ.e. á pappír. Af svörum bæjarins mátti ráða að bærinn væri reiðubúinn til að afhenda kæranda gögnin á þannig formi ef hann myndi biðja um það. Því voru ekki forsendur til frekari umfjöllunar um kæruna og var henni vísað frá nefndinni.
-
04. júní 2014 /Mál nr. 10/2014
Fjárhagsaðstoð. Kærandi krafinn um þvagsýni í tengslum við umsókn hans um fjárhagsaðstoð án lagaheimildar. Hin kærða ákvörðun felld úr gildi og málinu vísað til löglegrar meðferðar.
-
04. júní 2014 /A-532/2014. Úrskurður frá 30. maí 2014
A kærði, f.h. B og C, synjun Snæfellsbæjar (S) á beiðni um aðgang að útboðsgögnum. Ekki varð ráðið að C hafi staðið að upphaflegri beiðni og kæru hans var vísað frá. Kæra B laut m.a. að upplýsingum um hver hafi framleitt þá steypu sem notuð var í umrætt verk, en ekki lá fyrir að S hefði þær upplýsingar undir höndum. Því var beiðni um þau vísað frá. S hafði í fyrsta lagi vísað til þagnarskylduákvæðis í lögum um opinber innkaup, en nefndin taldi það vera almennt þagnarskylduákvæði og synjun yrði ekki á því byggð. Í öðru lagi hafði S vísað til 9. gr. upplýsingalaga. B hafði hins vegar verið þátttakandi í útboðinu, og naut réttar samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga. Því taldi nefndin S ekki geta byggt synjun á 9. gr. laganna. Takmarkanir á upplýsingarétti B yrðu aðeins reistar á 2. eða 3. mgr. 14. gr. en þar sem skilyrði þeirra væru ekki uppfyllt bæri S að afhenda B umrædd skjöl.
-
04. júní 2014 /Mál nr. 12/2014
Félagsleg leiguíbúð og sérstakar húsaleigubætur. Skilyrði b-liðar 4. gr. reglna um félagslegar leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur í Reykjavík ekki uppfyllt. Hin kærða ákvörðun felld úr gildi og lagt fyrir sveitarfélagið að leggja mat á hvort kærandi uppfylli undanþáguákvæði b-liðar 5. gr. reglnanna.
-
04. júní 2014 /A-531/2014. Úrskurður frá 30. maí 2014
A kærði, f.h. Hagsmunasamtaka heimilanna (HH), synjun Fjármálaeftirlitsins (FME) á beiðni um aðgang að gögnum varðandi yfirfærslu lánasafna frá gömlu bönkunum yfir í þá nýju. Í fyrsta lagi var óskað aðgangs að tilteknum skýrslum. FME kvað þá beiðni vera endurtekna, henni hafi efnislega verið synjað árið áður og kærufrestur væri útrunninn. HH sögðu fyrri beiðni sína aðeins hafa tekið til hluta skýrslnanna. Það varð niðurstaða nefndarinnar að HH hafi mátt beina nýrri beiðni að FME, enda hefði eftirlitið sjálft ákveðið að taka afstöðu til aðgangs að skýrslunum í heild. Hins vegar staðfesti nefndin efnislega synjun FME. Í öðru lagi var óskað aðgangs að samningum varðandi yfirfærslu lánasafna frá gömlu bönkunum yfir í þá nýju, sem gerðir voru milli kröfuhafa gömlu bankanna og stjórnvalda, eftir atvikum við Fjármálaeftirlitið. Nefndin taldi niðurstöðu um það ráðast af því hvort í samningunum væru upplýsingar sem féllu undir 13. gr. laga nr. 87/1998, þ.e. um starfsemi Fjármálaeftirlitsins, eftirlitsskyldra aðila eða tengdra aðila eða annara. Það ákvæði yrði að skýra með hliðsjón af 9. gr. upplýsingalaga og réttur til aðgangs réðist af því hvort viðskiptahagsmunir lögaðila af leynd um gögn vægju þyngra en hagsmunir almennings af að fá aðgang að þeim. Nefndin taldi tiltekin skjöl lúta að mikilvægum viðskipta- og fjárhagsmálefnum bankanna, eftirlitsskyldra aðila er lytu þagnarskylduákv. Auk þess væru víða í þeim upplýsingar sem falla myndu undir 9. gr. upplýsingalaga þótt sú þagnarskylda ætti ekki við. Því var staðfest synjun FME um aðgang að þessum skjölum. Önnur skjöl taldi hún ekki falla undir þagnarskylduna. Um það vísaði hún til þess að þau hefðu að geyma upplýsingar um þátttöku ríkisins í umfangsmiklum aðgerðum, um ráðstöfun opinberra hagsmuna og ekki hefði verið rökstutt hvernig það gæti valdið tilgreindum aðilum tjóni að veita aðgang að þeim. Þá hefðu stjórnvöld þegar veitt aðgang að sambærilegum gögnum um aðra aðila og birt allar helstu upplýsingarnar í skýrslu fjármálaráðherra. Í þriðja lagi var óskað aðgangs að ótilgreindum gögnum tengdum yfirfærslu lánasafna í nýju bankana. Þar sem ekki þótti vera ljóst hvaða gögn væri um að ræða var þessum þætti vísað frá.
-
04. júní 2014 /Mál nr. 17/2014
Sérstakar húsaleigubætur. Kærandi uppfyllti ekki skilyrði 15. gr. reglna um úthlutun á almennu leiguhúsnæði hjá Hafnarfjarðarbæ og sérstakar húsaleigubætur um lögheimili. Hin kærða ákvörðun staðfest.
-
-
-
02. júní 2014 /Mál nr. 81/2012
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kærenda um greiðsluaðlögun á grundvelli b- og c-liðar 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
02. júní 2014 /Mál nr. 104/2012
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kærenda um greiðsluaðlögun á grundvelli d-liðar 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
02. júní 2014 /Mál nr. 102/2012
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um að fella niður heimild kæranda til greiðsluaðlögunar á grundvelli d-liðar 2. mgr. 6. gr., sbr. 15. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
02. júní 2014 /Mál nr. 96/2012
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kæranda um greiðsluaðlögun á grundvelli b- og f-liðar 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
30. maí 2014 /Synjun á undanþágu til kennslu
Ár 2014, föstudagurinn 30. maí, var kveðinn upp í mennta– og menningarmálaráðuneytinu svofelldur ÚRSKURÐUR I. Með bréfi, sem barst mennta– og menningarmálaráðuneytinu þann 1. október 2013, kærði fr)...
-
30. maí 2014 /B-528/2014. Úrskurður frá 27. maí 2014
Vinnueftirlitið krafðist þess að frestað yrði réttaráhrifum úrskurðar nr. A-528/2014, í máli ÚNU 13070007, sem kveðinn var upp 5. maí 2014. Kröfunni var hafnað.
-
-
27. maí 2014 /Mál nr. 114/2013
Kærandi var í ráðningarsambandi þegar hann sótti um atvinnuleysisbætur og var því ekki atvinnulaus í skilningi laganna, sbr. 1. gr. og 1. mgr. 9. gr. laga um atvinnuleysistryggingar. Hin kærða ákvörðun var staðfest.
-
27. maí 2014 /Mál nr. 127/2013
Mál þetta lýtur að túlkun á 1. mgr. 54. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, sbr. 17. gr. laga nr. 134/2009 og 9. gr. laga nr. 142/2012 og var hin kærða ákvörðun staðfest.
-
27. maí 2014 /Mál nr. 105/2013
Vinnumálastofnun gert að greiða kæranda vexti á atvinnuleysisbætur henni til handa sem haldið hafði verið eftir, skv. 35. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, á meðan beðið var eftir læknisvottorði sem kærandi hafði verið beðin um að leggja fram. Kæru varðandi bótatímabil var vísað frá og enn fremur kæru varðandi endurútreikning atvinnuleysisbóta kæranda.
-
27. maí 2014 /Mál nr. 126/2013
Málið varðar skerðingu atvinnuleysisbóta skv. 1. mgr. 36. gr. laga um atvinnuleysistrygginga vegna tekna atvinnuleitanda.
-
27. maí 2014 /Mál nr. 109/2013
Hin kærða ákvörðun var felld úr gildi vegna annmarka á hinni kærðu ákvörðun. Í bréfi Vinnumálastofnunar til kæranda segir að stofnunin hafi tekið ákvörðun skv. 60. gr. laga um atvinnuleysistryggingar um að stöðva greiðslur atvinnuleysisbóta til. Í rökstuðningi kemur hins vegar fram að henni hafi ranglega verið tilkynnt að Vinnumálastofnun hefði ákveðið á grundvelli 60. gr. laga um atvinnuleysistryggingar að stöðva greiðslur atvinnuleysisbóta til hennar. Ákvörðun stofnunarinnar hafi falið í sér að réttur kæranda til biðstyrks yrði felldur niður sökum þess að hún uppfyllti ekki skilyrði 2. gr. reglugerðar nr. 47/2013.
-
27. maí 2014 /Mál nr. 128/2013
Vinnumálastofnun hafði ekki tekið stjórnvaldsákvörðun í máli kæranda og var því vísað frá samkvæmt 26. gr. stjórnsýslulaga.
-
-
-
-
23. maí 2014 /Mál nr. 8/2014. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:
Með kæru 8. maí 2014 kærir Óskatak ehf. útboð Vegagerðarinnar auðkennt „Svínadalsvegur (502-02) Leirársveitarvegur – Kambshóll“. Kærandi krefst þess aðallega að kærunefnd útboðsmála felli úr gildi ákvörðun varnaraðila um að hafna tilboði kæranda, en til vara að nefndin láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila. Auk þess er krafist málskostnaðar.
-
-
-
-
-
21. maí 2014 /Mál nr. 9/2014
Fjárhagsaðstoð. Námsstyrkur. Umsókn kæranda synjað þar sem aðstæður hans féllu ekki að skilyrðum 18. gr. reglna Reykjavíkurborgar um fjárhagsaðstoð. Mál kæranda ekki rannsakað nægjanlega, sbr. 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Hin kærða ákvörðun felld úr gildi og málinu vísað til löglegrar meðferðar.
-
21. maí 2014 /Mál nr. 42/2011
110%. Endurupptaka. Bifreið kæranda átti ekki að koma til frádráttar niðurfærslu veðlána hjá Íbúðalánasjóði þar sem hún var ekki í hans eigu þann 1. janúar 2011. Hin kærða ákvörðun felld úr gildi og lagt fyrir Íbúðalánasjóð að taka málið til löglegrar meðferðar.
-
21. maí 2014 /Mál nr. 71/2013
Fjárhagsaðstoð. Umsókn kærenda synjað þar sem þau voru í lánshæfu námi, sbr. gr. 4.3.7 reglna Reykjanesbæjar um fjárhagsaðstoð, án þess að meta aðstæður kærenda sérstaklega og kanna hvort þau nytu réttar til láns hjá LÍN. Hin kærða ákvörðun felld úr gildi og málinu vísað til löglegrar meðferðar.
-
-
-
-
-
-
-
-
16. maí 2014 /Úrskurður vegna stjórnsýslukæru - ákvörðun tollstjóra um niðurfellingu dráttarvaxta
Kærð var til ráðuneytisins synjun tollstjóra um niðurfellingu dráttarvaxta sem lagðir voru á kröfu vegna endurákvörðunar opinberra gjalda.
-
-
-
14. maí 2014 /Mál nr. 1/2014
Ekki lá fyrir rökstuddur úrskurður sem kæranlegur væri samkvæmt 1. mgr. 6. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, sbr. 2. gr. laga nr. 80/2011, til kærunefndar barnaverndarmála. Engin kæruheimild var fyrir hendi. Málinu var vísað frá kærunefnd barnaverndarmála.
-
13. maí 2014 /Mál nr. 87/2013
Málið varðar 43. gr. laga um atvinnuleysistryggingar og 2. mgr. 46. gr. laganna. Hin kærða ákvörðun Vinnumálastofnunar var staðfest.
-
13. maí 2014 /Mál nr. 112/2013
Kærandi hafnaði atvinnutilboði og var hin kærða ákvörðun staðfest með vísan til 1. mgr. 57. gr. laga um atvinnuleysistryggingar nr. 54/2006.
-
13. maí 2014 /Mál nr. 95/2013
Úrskurðarnefndin féllst ekki á þá skilgreiningu Vinnumálastofnunar að kærandi hafi starfað á vinnumarkaði þrátt fyrir sölu á hvolpum og að hún væri vegna þess ekki í virkri atvinnuleit skv. 14. gr. laga um atvinnuleysistryggingar. Hinni kærðu ákvörðun var hrundið.
-
13. maí 2014 /Mál nr. 111/2013
Kærandi starfaði sem leigubílstjóri samhliða því að þiggja atvinnuleysisbætur. Hin kærða ákvörðun var staðfest skv. 60. gr. laga um atvinnuleysistryggingar.
-
13. maí 2014 /Mál nr. 106/2013
Ótekið orlof við starfslok. Staðfest skv. 51. gr. laga um atvinnuleysistryggingar.
-
13. maí 2014 /Mál nr. 107/2013
Kærandi var staðinn að vinnu við eigin fyrirtæki samhliða því að þiggja atvinnuleysisbætur. Ákvörðun Vinnumálastofnunar var staðfest með vísan til 60. gr. laga um atvinnuleysistryggingar.
-
12. maí 2014 /Mál nr. 118/2012
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kæranda um greiðsluaðlögun á grundvelli b-liðar 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
12. maí 2014 /HAMPÁS ehf.kærir ákvörðun Fiskistofu, dags. 17. september 2013, um að við úthlutun byggðakvóta Garðs fyrir fiskveiðiárið 2012/2013 komi ekki til úthlutunar byggðakvóta til bátsins Ragnars Alfreðs GK-183, (1511).
Aflaheimildir -Úthlutun byggðakvóta - Skilyrði úthlutunar
-
12. maí 2014 /Mál nr. 92/2012
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kæranda um greiðsluaðlögun á grundvelli b- og c-liðar 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
12. maí 2014 /Mál nr. 83/2012
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kæranda um greiðsluaðlögun á grundvelli c-liðar 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
09. maí 2014 /A-530/2014. Úrskurður frá 5. maí 2014
A kærði afgreiðslu landlæknis á beiðni um aðgang að reikningum fyrir prentun á bæklingum yfir MMR og önnur bóluefni. Landlæknir hafði synjað beiðni A því það myndi kosta embættið of mikla vinnu að verða við beiðninni. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi landlækni hafa brugðist við gagnabeiðninni, með þeim hætti sem gert var, vegna þess að hún kom frá A en ekki einhverjum öðrum einstaklingi. Synjunin hafi því verið byggð á ómálefnalegum sjónarmiðum. Lagt var fyrir landlækni að taka málið til nýrrar meðferðar.
-
09. maí 2014 /A-527/2014. Úrskurður frá 5. maí 2014
A kærði með hvaða hætti Höfði, hjúkrunar- og dvalarheimili brást við úrskurði nefndarinnar, nr. A-514/2014, þess efnis að því bæri að veita A aðgang að endurskoðunarskýrslu vegna ársreiknings fyrir árið 2012. Höfði hugðist gera það með því einu að leyfa A að lesa skýrsluna á starfstöð sinni. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál kvað Höfða ekki geta uppfyllt skyldu sína samkvæmt úrskurðinum með því einu, heldur bæri heimilinu að afhenda kæranda afrit af umræddri skýrslu.
-
09. maí 2014 /A-528/2014. Úrskurður frá 5. maí 2014
I kærði synjun Vinnueftirlitsins á beiðni um aðgang að gögnum varðandi tiltekið vinnuslys. Vinnueftirlitið hafði m.a. byggt synjun sína á 2. málsl. 1. mgr. og 2. mgr. 83. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Nefndin kvað 2. málslið 1. mgr. 83. gr. ekki fela í sér sérstaka þagnarskyldureglu. Í 2. mgr. 83. gr. (varðandi eftirlitsferðir) í væri slík regla en ekki yrði séð að hún gæti átt við. Málið félli undir 14. gr. upplýsingalaga, en undanþágan í 3. mgr. hennar ætti ekki heldur við. Því ætti I rétt til aðgangs að tilgreindum gögnum. Varðandi önnur gögn sem um var deilt, kvað nefndin upplýsingalög ekki geta staðið því í vegi að aðili fengi þau. Þau stöfuðu enda frá honum sjálfum, eða hefði verið að honum beint, og þau hefðu ekki að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra. Því bæri Vinnueftirlitinu að afhenda kæranda þau.
-
09. maí 2014 /A-529/2014. Úrskurður frá 5. maí 2014
A kærði afgreiðslu innanríkisráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að verklagsreglum lögreglu um beitingu skotvopna. Upphaflega hafði beiðninni verið beint að embætti ríkislögreglustjóra, sem hafði haft hin umbeðnu gögn í sínum vörslum, en hafði þó framsent beiðnina til innanríkisráðuneytisins. Nefndin taldi embættinu ekki hafa verið rétt að gera það, en taldi sér þó vera skylt að taka afstöðu til kærunnar, í stað þess að hafa bein afskipti af málsmeðferðinni. Þar sem reglurnar hefðu að geyma lýsingu á verklagi lögreglu, þegar upp kæmu alvarleg mál á sviði löggæslu, þar sem beita yrði valdi, og þær hefðu að geyma upplýsingar um skipulag löggæslu, gæti það raskað almannahagsmunum að veita almenningi aðgang að þeim. Var ákvörðun innanríkisráðuneytisins því staðfest.
-
09. maí 2014 /A-526/2014. Úrskurður frá 5. maí 2014
A kærði Tryggingastofnun ríkisins fyrir að verða ekki við beiðni hans um gögn um þjónustuhlutverk stofnunarinnar, um tilflutning peningasendinga frá launþegum til atvinnurekenda o.fl. Málið varðaði annars vegar beiðni A um svar við tiltekinni spurningu sem TR kvaðst hafa svarað. Hins vegar varðaði það beiðni A um upplýsingar úr skilaskýrslum Innheimtustofnunar sveitarfélaga til TR, en TR kvaðst ekki hafa yfir þeim upplýsingum að ráða. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi þar með ekki vera skilyrði fyrir kæru og ákvað að vísa málinu frá.
-
09. maí 2014 /A-525/2014. Úrskurður frá 5. maí 2014
I kærði synjun Þjóðskrár á því að afhenda honum íbúaskrár fyrir Vestur og Austur Barðastrandarsýslu. Synjunin var hvorki byggð á fyrirvaranum í 13. gr. upplýsingalaga, né því að skrárnar hefðu ekki verið fyrirliggjandi þegar beiðnin barst, heldur einkum því að um væri að ræða viðkvæmar persónuupplýsingar. I gæti ekki fengið þær sér til gamans. Úrskurðarnefndin kvað það ekki hafa áhrif á rétt kæranda að hann setti beiðni sína fram til gamans. Til voru tvær tegundir af skránni og nefndin taldi hvoruga þeirra hafa að geyma viðkvæmar persónuupplýsingar í skilningi laga nr. 77/2000. Í 10. gr. þeirra laga væri hins vegar sérregla um kennitölur. Í ljósi hennar, og þar sem upplýsingar um kennitölur ættu ekki erindi við þá sem ekki þyrftu á þeim að halda, féllu þær undir 9. gr. upplýsingalaga. Þjóðskrá bæri því að afhenda I skrárnar, en án kennitalna einstaklinga.
-
08. maí 2014 /Mál nr. 87/2012
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kæranda um greiðsluaðlögun á grundvelli c-liðar 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
08. maí 2014 /Mál nr. 71/2012
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kærenda um greiðsluaðlögun á grundvelli a-liðar 1. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
08. maí 2014 /Mál nr. 93/2012
Felld úr gildi ákvörðun umboðsmanns skuldara um að fella niður heimild kæranda til greiðsluaðlögunar á grundvelli b-, c- og d-liðar 1. mgr. 6. gr. lge., d-liðar 1. mgr. 12. gr. lge a-liðar og 1. mgr. 6. gr., sbr. 15. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
07. maí 2014 /Mál nr. 2/2014
Félagsleg heimaþjónusta. Aðfinnslur. Umsókn kæranda samþykkt. Lögvarðir hagsmunir af efnislegri úrlausn málsins ekki lengur til staðar. Kæru vísað frá.
-
07. maí 2014 /Mál nr. 3/2014
Fjárhagsaðstoð. Kærð var ákvörðun sveitarfélags að lækka viðmiðunarfjárhæð fjárhagsaðstoðar. Ekki talið til valdheimilda nefndarinnar að úrskurða um fjárhæð fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga. Kæru vísað frá.
-
07. maí 2014 /Mál nr. 64/2014
Fjárhagsaðstoð. Aðfinnslur. Umsókn kæranda synjað þar sem maki var í lánshæfu námi, sbr. 19. gr. reglna um fjárhagsaðstoð í Garðabæ án þess að fram færi mat á raunverulegum aðstæðum þeirra. Hin kærða ákvörðun felld úr gildi og málinu vísað til löglegrar meðferðar.
-
07. maí 2014 /Mál nr. 41/2013
Veðlánaflutningur. Aðfinnslur. Synjun Íbúðalánasjóðs um undanþágu frá reglum um 80% veðmörk fasteignar við veðlánaflutning staðfest.
-
07. maí 2014 /Mál nr. 8/2014
Íbúðalánasjóður. Ekki lá fyrir stjórnvaldsákvörðun, sbr. 1. mgr. 42. gr. laga um húsnæðismál nr. 44/1998. Kæru vísað frá.
-
07. maí 2014 /Mál nr. 66/2013
Aflétting krafna, umfram söluverð, við frjálsa sölu. Íbúðalánasjóði rétt að synja beiðni kæranda þar sem hann átti aðrar eignir til greiðslu kröfunnar. Hin kærða ákvörðun staðfest.
-
07. maí 2014 /Mál nr. 67/2013
Greiðsluerfiðleikaaðstoð. Ekki tekið tillit til láns frá LÍN í greiðsluerfiðleikamati. Hin kærða ákvörðun felld úr gildi og málinu vísað til löglegrar meðferðar.
-
06. maí 2014 /Mál nr. 7/2014. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:
Með kæru 11. apríl 2014 kærir Hlaðan ehf. ákvörðun og málsmeðferð við innkaup, varnaraðila, Húnaþings vestra á rekstri skólamötuneytis og veitingastaðar á Hvammstanga. Jafnframt er kærð ákvörðun varnaraðila um að velja kæranda ekki til þátttöku í útboði um innkaupin. Í þessum hluta málsins tekur nefndin afstöðu til kröfu kæranda um stöðvun samningsgerðar um stundarsakir en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar. Varnaraðila auk Gauksmýri ehf., sem einnig tók þátt í innkaupsferlinu, hefur verið gefinn kostur á að tjá sig um kröfu um stöðvun.
-
06. maí 2014 /Lurgur ehf. kærir ákvörðun Fiskistofu, dags. 13. desember 2013, um að hafna umsókn kæranda um úthlutun byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2013/2014 til bátsins Konna EA-21, (7704).
Aflaheimildir - Úthlutun byggðakvóta - Skilyrði úthlutunar
-
-
-
-
05. maí 2014 /Mál nr. 90/2012
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kæranda um greiðsluaðlögun á grundvelli b- og c-liðar 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
05. maí 2014 /Mál nr. 157/2012
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kæranda um greiðsluaðlögun á grundvelli a-liðar 1. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
05. maí 2014 /Mál nr. 124/2012
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kærenda um greiðsluaðlögun á grundvelli a-liðar 1. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
30. apríl 2014 /Mál nr. 103/2013
Ótilkynntar tekjur frá lífeyrissjóði. Var talið varða við 59. gr. laga um atvinnuleysistryggingar og var hin kærða ákvörðun staðfest.
-
30. apríl 2014 /Mál nr. 69/2013 - endurupptaka
Málið var ekki talið nægilega upplýst skv. 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og var því vísað frá.
-
30. apríl 2014 /Mál nr. 102/2013
Mál þetta varðar 60. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006, sbr. einnig 2. mgr. 39. gr. laganna og var hin kærða ákvörðun staðfest.
-
29. apríl 2014 /Mál nr. 40/2014
Staðfest ákvörðun skipaðs umsjónarmanns um að mæla gegn nauðasamningi til greiðsluaðlögunar á grundvelli 1. mgr. 18. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
-
-
-
-
28. apríl 2014 /Mál nr. 66/2012
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kæranda um greiðsluaðlögun á grundvelli b- og c-liðar 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
-
25. apríl 2014 /Mál 11110108 Útgáfa starfsleyfis, Félagsbúið Miðhruni 2 sf.
Úrskurður um kæru Gísla Guðna Hall hrl., f.h. ýmissa aðila, vegna ákvörðunar Heilbrigðisnefndar Vesturlands um útgáfu starfsleyfis til Félagsbúsins Miðhrauni 2 sf., dags. 3. nóvember 2011, til endurvinnslu fiskúrgangs.
-
23. apríl 2014 /Mál nr. 78/2012
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um að fella niður heimild kærenda til greiðsluaðlögunar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 12. gr. lge. og b-liðar 1. mgr. 6. gr., sbr. 15. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
16. apríl 2014 /Úrskurður vegna stjórnsýslukæru - ákvörðun ríkisskattstjóra um endurgreiðslu virðisaukaskatts
Kærð var til ráðuneytisins ákvörðun ríkisskattstjóra um að lækka endurgreiðslubeiðni virðisaukaskatts vegna endurbóta á frístundarheimili.
-
-
-
-
14. apríl 2014 /Mál nr. 242/2012
Felld úr gildi ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kærenda um greiðsluaðlögun á grundvelli a-liðar 1. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
11. apríl 2014 /Mál nr. 28/2013
Umgengni foreldris, skv. 74. gr. barnaverndarlaga, við barn sem er vistað utan heimilis á vegum barnaverndarnefndar.
-
-
10. apríl 2014 /Mál nr. 80/2012
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kæranda um greiðsluaðlögun á grundvelli f-liðar 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.