Stjórn Byggðastofnunar
Stjórn Byggðastofnunar er kjörin á ársfundi stofnunarinnar til eins árs í senn skv. 3. gr. laga um Byggðastofnun nr. 106/1999. Sjö einstaklingar eru kjörnir í stjórn og sjö til vara. Ráðherra byggðamála skipar formann og varaformann og ákveður þóknun stjórnar.
Stjórn Byggðastofnunar ber ábyrgð á starfsemi stofnunarinnar og stefnumótun hennar sem og áhættustefnu og að til staðar sé virkt kerfi innra eftirlits sem samræmist lögum um fjármálafyrirtæki og reglum settum með stöð í þeim.
Stjórn Byggðastofnunar var skipuð á ársfundi stofnunarinnar þann 18. apríl 2024 og í henni sitja:
Aðalmenn:
- Óli Halldórsson, Húsavík, formaður.
- Guðný Hildur Magnúsdóttir, Bolungarvík, varaformaður.
- Halldóra Kristín Hauksdóttir, Akureyri.
- Haraldur Benediksson, Hvalfjarðarsveit,
- Karl Björnsson, Reykjavík,
- María Hjálmarsdóttir, Eskifirði
- Oddný Árnadóttir, Reykjavík,.
Varamenn:
- Álfhildur Leifsdóttir, Sauðárkróki.
- Jónína Björk Óskarsdóttir, Kópavogi.
- Lilja Björg Ágústsdóttir, Borgarbyggð.
- Rúnar Þór Guðbrandsson, Mosfellsbæ.
- Sigrún Birna Steinarsdóttir, Reykjavík
- Valgerður Rún Benediktsdóttir, Reykjavík.
- Valgarður Lyngdal Jónsson, Akranesi.
Skipunartími stjórnar er fram að næsta ársfundi stofnunarinnar sem halda skal fyrir 1. júlí 2025.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.