Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála
Ráðherra skipar í úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála, sbr. ákvæði 1. mgr. 20. gr. laga um Fjarskiptastofu, nr. 75/2021. Nefndin er skipuð til fjögurra ára í senn.
Í nefndinni eiga sæti:
- Þórður Bogason, hæstaréttarlögmaður, sem jafnframt er formaður,
- Kjartan Briem, framkvæmdastjóri ISAVIA ANS,
- Kristín Þ. Flygenring, hagfræðingur.
Varamenn:
- Garðar Steinn Ólafsson, lögmaður, varaformaður,
- Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir, lögfræðingur,
- Kristín Eiríksdóttir, hagfræðingur.
Kærur til úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála sendist til:
Þórður Bogason, hrl. (thordur@magna.is)
Magna lögmenn
Höfðabakka 9, 6. hæð
110 Reykjavík
Skipunartími er frá og með 1. nóvember 2022 til 31. október 2026.