Fagráð um siglingamál
Hlutverk fagráðs um siglingamál er að vera ráðherra til ráðuneytis um siglinga- og hafnamál og öryggismál sjófarenda.
Fundargerðir fagráðs um siglingamál
Helstu verkefni ráðsins eru:
- að móta tillögu að öryggisáætlun sjófarenda með Samgöngustofu,
- að vinna að langtímaáætlun í öryggismálum sjófarenda, ásamt því að hafa eftirlit með framgangi hennar og stuðla að samstarfi þeirra aðila sem að henni koma,
- að veita umsagnir um lagafrumvörp og drög að reglugerðum er varða siglinga- og hafnamál, ásamt EES-gerðum og innleiðingu þeirra,
- að veita umsögn um tillögu samgönguráðs að samgönguáætlun hvað varðar málefni siglinga og hafna,
- að stofna vinnuhópa um afmörkuð verkefni sem ráðið ákveður að ráðast í eða ráðherra felur því að vinna,
- að fjalla um önnur mál á sviði siglinga og hafna að ósk ráðherra eða einstakra ráðsmanna.
Ráðið er þannig skipað:
Aðalmenn:
- Halldór Ármannsson, formaður, tilnefndur af innviðaráðherra,
- Ásta Þorleifsdóttir, sérfræðingur og jafnframt varaformaður, tilnefnd af innviðaráðherra,
- Páll Ægir Pétursson, tilnefndur af Félagi skipstjórnarmanna,
- Halldór Arnar Guðmundsson, tilnefndur af Félagi vélstjóra og málmtæknimanna,
- Kristín Magnúsdóttir, tilnefnd af Hafnasambandi Íslands,
- Auðunn Friðrik Kristinsson, tilnefndur af Landhelgisgæslu Íslands,
- Arthur Bogason, tilnefndur af Landssambandi smábátaeigenda,
- Þórdís Sif Sigurðardóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga,
- Rannveig Grétarsdóttir, tilnefnd af Samtökum ferðaþjónustunnar,
- Guðmundur Herbert Bjarnason, tilnefndur af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi,
- Birna Ragnarsdóttir, tilnefnd af Samtökum verslunar og þjónustu,
- Valmundur Valmundsson, tilnefndur af Sjómannasambandi Íslands,
- Bogi Þorsteinsson, tilnefndur af Slysavarnafélaginu Landsbjörg,
- Kristín Helga Markúsdóttir, tilnefnd af Samgöngustofu.
Varamenn:
- Árni Sverrisson, tilnefndur af Félagi skipstjórnarmanna,
- Tinna Magnúsdóttir, tilnefnd af Félagi vélstjóra og málmtæknimanna,
- Björn Arnaldsson, tilnefndur af Hafnasambandi Íslands,
- Kristbjörg H. Guðmundsdóttir, tilnefnd af Landhelgisgæslu Íslands,
- Örn Pálsson, tilnefndur af Landssambandi smábátaeigenda,
- Lúðvík Geirsson, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga,
- Stefán Guðmundsson, tilnefndur af Samtökum ferðaþjónustunnar,
- Guðfinnur Johnsen, tilnefndur af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi,
- Eyþór H. Ólafsson, tilnefndur af Samtökum verslunar og þjónustu,
- Hólmgeir Jónsson, tilnefndur af Sjómannasambandi Íslands,
- Ingimundur Valgeirsson, tilnefndur af Slysavarnafélaginu Landsbjörg
- Geir Þór Geirsson, tilnefndur af Samgöngustofu.
Skipunartími er til og með 9. nóvember 2024.
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.