Hoppa yfir valmynd

Starfshópur um gjaldfrjálsar skólamáltíðir

Innviðaráðherra skipaði í janúar 2025 starfshóp sem hefur það hlutverk að meta áhrif og reynslu af gjaldfrjálsum skólamáltíðum.

Til að greiða fyrir langtímakjarasamningum á vinnumarkaði gáfu ríkisstjórnin og Samband íslenskra sveitarfélaga frá sér sameiginlega yfirlýsingu 7. mars 2024 þar sem fram kom að stjórnvöld myndu grípa til tiltekinna aðgerða til að styðja við sameiginleg markmið stjórnvalda og samningsaðila um að leggja grundvöll að bættum lífskjörum og kaupmætti launafólks og stuðla að lækkun verðbólgu og vaxta. Ein aðgerðin sneri að því að útfæra leið til að skólamáltíðir grunnskólabarna yrðu gjaldfrjálsar á árunum 2024–2027 en þannig væri stutt við markmið stjórnvalda um að draga úr fátækt meðal barna.

Alþingi samþykkti 22. júní sl. frumvarp um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga þar sem við lögin bættist bráðabirgðaákvæði sem heimilar Jöfnunarsjóði sveitarfélaga að greiða framlög til sveitarfélaga sem bjóða upp á skólamáltíðir. Í bráðabirgðaákvæðinu er jafnframt mælt fyrir um að innviðaráðherra skipi starfshóp sem skuli meta áhrif á markmið um að auka jöfnuð og draga úr fátækt meðal barna, hvort allir árgangar nýti sér gjaldfrjálsar skólamáltíðir og hver sé ávinningur einstakra sveitarfélaga og landshluta. Þá skuli meta reynslu og ánægju nemenda og foreldra.

Starfshópurinn er þannig skipaður:

Jóhanna Sigurjónsdóttir, fulltrúi innviðaráðuneytis, formaður,
Þór Hauksson Reykdal, fulltrúi mennta- og barnamálaráðuneytis,
Ellen Tryggvadóttir, fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga,
Helgi Aðalsteinsson, fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Niðurstaða hópsins skal liggja fyrir eigi síðar en 30. júní 2025.

Tímabundnar nefndir
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta