Starfshópur um rannsóknir á byggingu flugvallar í Hvassahrauni
Ráðherra skipaði starfshóp um rannsóknir á byggingu flugvallar í Hvassahrauni, sbr. samkomulag samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, f.h. íslenska ríkisins, og Reykjavíkurborgar sem undirritað var hinn 28. nóvember 2019.
Hlutverk starfshópsins er að leiða fyrri áfanga rannsókna á möguleikum á byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni. Þessi vinna skal unnin með það að markmiði að fullkanna kosti á því að reisa og reka þar flugvöll til að gegna hlutverki varaflugvallar, innanlandsflugvallar og flugvallar fyrir æfinga-, kennslu- og einkaflug, sbr. verkefnisáætlun.
Starfshópurinn er svo skipaður:
Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður og verkefnisstjóri, tilnefndur af innviðaráðherra,
Friðfinnur Skaftason, tilnefndur af innviðaráðherra,
Ólöf Örvarsdóttir, tilnefnd af Reykjavíkurborg,
Þorsteinn Rúnar Hermannsson, tilnefndur af Reykjavíkurborg,
Birgir Örn Ólafsson, tilnefndur af Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum,
Kolbrún Jóna Pétursdóttir, tilnefnd af Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.