Stýrihópur um vegvísi um vistvænar samgöngur
Vinna stýrihópsins felst í því að taka saman upplýsingar um losun gróðurhúsalofttegunda frá samgöngum og samgönguinnviðum, greina stöðu orkuskipta í samgöngum og leggja fram vegvísi að vistvænum samgöngum til ársins 2030. Í vegvísinum verða skilgreindar tímasettar aðgerðir þannig að markmiðum ríkisstjórnar Íslands um 55% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda frá samgöngum fyrir árið 2030 verði náð.
Áhersla verður lögð á víðtækt samráð við hagaðila við vinnslu vegvísis og hann samþættur við alla málaflokka innviðaráðuneytisins sem og opinberar stefnur, áætlanir og aðgerðir. Skipunartími er 1. mars 2023 - 1. mars 2024.
Stýrihópurinn er svo skipaður:
- Gyða Mjöll Ingólfsdóttir, formaður, án tilnefningar,
- Bergþóra Kristinsdóttir, tilnefnd af Vegagerðinni,
- Helga Barðadóttir, tilnefnd af umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytinu.
- Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson, tilnefndur af Orkustofnun,
- Kristín Helga Markúsdóttir, tilnefnd af Samgöngustofu,
- Stefán Kári Sveinbjörnsson, tilnefndur af Isavia.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.