Starfshópur um fjármögnun Sundabrautar
Innviðaráðherra hefur skipað starfshóp um fjármögnun Sundabrautar. Starfshópurinn hefur það hlutverk að vera verkefnisstjórn um Sundabraut til ráðgjafar, t.a.m. varðandi undirbúning viðskiptaáætlunar, fjármögnunar og útboðsferlis. Auk fulltrúa ráðherra eiga sæti í hópnum fulltrúar Vegagerðarinnar og fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Skipunartími takmarkast við ákvörðun eða embættistíma þess ráðherra sem skipar.
Starfshópurinn er þannig skipaður:
- Sóley Ragnarsdóttir, án tilnefningar,
- Styrkár Jafet Hendriksson, tilnefndur af fjármálaráðherra,
- Guðmundur Valur Guðmundsson, tilnefndur af Vegagerðinni
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.