Hoppa yfir valmynd

Samráðsnefnd um stafræna þróun hins opinbera

Innviðaráðuneytið

Fyrir hönd samstarfsnefndar ríkis og sveitarfélaga (Jónsmessunefndar) hefur samráðsnefnd ríkis og sveitarfélaga um stafræna þróun hins opinbera verið sett á laggirnar.

Hlutverk samráðsnefndarinnar er tvíþætt. Annars vegar að miðla upplýsingum um stafræna þróun milli ráðuneyta og sveitarfélaga til að stuðla að bættri yfirsýn og hagnýtingu stafrænna lausna hins opinbera og hins vegar að styrkja samstarf við veitingu þjónustuferla í gegnum Ísland.is.

Samráðsnefndin er á forræði Jónsmessunefndar. Nefndin samþykkir árlegar starfsáætlanir hennar og fylgist með framgangi þeirra. Fulltrúar ríkis og sveitarfélaga skiptast á að veita nefndinni forystu til 12 mánaða í senn. Samráðsnefndin fundar eins oft og þurfa þykir, skipar undirhópa og kallar til sín sérfræðinga m.a. frá öðrum ráðuneytum eftir þörfum.

Eftirtaldir aðal- og varafulltrúar skipa samráðsnefndina.

Innviðaráðuneyti

  • Árni Sverrir Hafsteinsson, sérfræðingur á skrifstofu sveitarfélaga og byggðamála (aðalfulltrúi).
  • Anna G. Ólafsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu sveitarfélaga og byggðamála (varafulltrúi).

Fjármála- og efnahagsráðuneyti

  • Einar Gunnar Thoroddsen, sérfræðingur á skrifstofu stjórnunar og umbóta (aðalfulltrúi). 
  • Íris Huld Christersdóttir, sérfræðingur á skrifstofu stjórnunar og umbóta (varafulltrúi). 

Verkefnisstofa um stafrænt Ísland

  • Hólmfríður Sigríður Jónsdóttir, sérfræðingur á Verkefnastofu um stafrænt Ísland (aðalfulltrúi).
  • Gunnar Ingi Reykjalín Sveinsson, vörustjóri á Verkefnastofu um stafrænt Ísland (varafulltrúi). 

Samband íslenskra sveitarfélaga

  • Fjóla María Ágústsdóttir, leiðtogi stafræns þróunarteymis og breytingastjóri á þróunar- og alþjóðasviði (aðalfulltrúi).
  • Hrund Valgeirsdóttir, verkefnisstjóri í stafrænni umbreytingu á þróunar- og alþjóðasviði (varafulltrúi). 

Reykjavíkurborg

  • Óskar Sandholt, sviðsstjóri þjónustu- og nýsköpunarsviðs (aðalfulltrúi).
  • Karen María Jónsdóttur, skrifstofustjóri á skrifstofu sviðsstjóra þjónustu- og nýsköpunarsviðs (varafulltrúi).

Fjármála- og efnahagsráðuneyti leggur nefndinni til starfsmann.

Fundargerðir:

 
Fastanefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta