Starfshópur ráðuneyta sem sinna eftirliti með stjórnsýslu sveitarfélaga
Innviðaráðherra hefur skipað starfshóp ráðuneyta sem sinna eftirliti með stjórnsýslu sveitarfélaga. Hópurinn hefur það hlutverk að leysa úr álitamálum er varða valdmörk innviðaráðuneytis, mennta- og barnamálaráðuneytis og félags- og vinnumarkaðsráðuneytis og vera vettvangur fyrir samráð vegna erinda sem heyra mögulega undir málefnasvið ráðuneytanna.
Verkefni hópsins er einkum tvíþætt:
1. Að vera samráðsvettvangur og taka ákvörðun um málsmeðferð erinda er varða umkvartanir borgaranna yfir stjórnsýslu sveitarfélaga þar sem álitamál er um valdmörk ráðuneytanna.
2. Ákveða verklag um aðkomu ráðuneytanna vegna beiðna um staðfestingu á samningum um samvinnu sveitarfélaga, sbr. 93. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, 3. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2018, um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, 3. mgr. 5. gr. laga nr. 40/1991, um félagsþjónustu sveitarfélaga og 1. mgr. 45. gr. laga um grunnskóla.
Starfshópurinn er þannig skipaður:
Ólöf Sunna Jónsdóttir, lögfræðingur í innviðaráðuneytinu, formaður hópsins,
Theódóra Sigurðardóttir, lögfræðingur í mennta- og barnamálaráðuneytinu,
Rán Þórisdóttir, lögfræðingur í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu.
Til vara eru Björn Ingi Óskarsson, lögfræðingur í innviðaráðuneytinu, Sigríður Lára Ásbergsdóttir, sérfræðingur í mennta- og barnamálaráðuneytinu, og Soffía Dóra Jóhannsdóttir, sérfræðingur í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu.
Starfshópurinn er skipaður ótímabundið.
Til bakaVerkefni hópsins er einkum tvíþætt:
1. Að vera samráðsvettvangur og taka ákvörðun um málsmeðferð erinda er varða umkvartanir borgaranna yfir stjórnsýslu sveitarfélaga þar sem álitamál er um valdmörk ráðuneytanna.
2. Ákveða verklag um aðkomu ráðuneytanna vegna beiðna um staðfestingu á samningum um samvinnu sveitarfélaga, sbr. 93. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, 3. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2018, um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, 3. mgr. 5. gr. laga nr. 40/1991, um félagsþjónustu sveitarfélaga og 1. mgr. 45. gr. laga um grunnskóla.
Starfshópurinn er þannig skipaður:
Ólöf Sunna Jónsdóttir, lögfræðingur í innviðaráðuneytinu, formaður hópsins,
Theódóra Sigurðardóttir, lögfræðingur í mennta- og barnamálaráðuneytinu,
Rán Þórisdóttir, lögfræðingur í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu.
Til vara eru Björn Ingi Óskarsson, lögfræðingur í innviðaráðuneytinu, Sigríður Lára Ásbergsdóttir, sérfræðingur í mennta- og barnamálaráðuneytinu, og Soffía Dóra Jóhannsdóttir, sérfræðingur í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu.
Starfshópurinn er skipaður ótímabundið.
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.