Samstarfsnefnd ríkis og sveitarfélaga
Tilgangur samstarfsnefndar ríkis og sveitarfélaga (Jónsmessunefndar) er að auka traust og formfestu í samskiptum ríkis og sveitarfélaga, bæta stjórnsýslu hins opinbera og efla gagnkvæman skilning á viðfangsefnum og þörfum hvors aðila fyrir sig. Nefndin skal fara yfir einstök mál sem vísað er til hennar og jafnframt skal nefndin taka sérstaklega upp á fundum sínum umræðu um með hvaða hætt er unnt að bæta verkferla og samskipti þessara stjórnsýslustiga sbr. 6. mgr. 128. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Nefndin er þannig skipuð:
- Ingilín Kristmannsdóttir, ráðuneytisstjóri í innviðaráðuneytinu
- Hermann Sæmundsson, ráðuneytisstjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu
- Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga
- Arnar Þór Sævarsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga
- Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur
Með nefndinni starfa:
- Aðalsteinn Þorsteinsson, skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu
- Jóhanna Sigurjónsdóttir, sérfræðingur í innviðaráðuneytinu og
- Guðrún Ögmundsdóttir, skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu
Núgildandi samstarfssáttmáli er frá 2. apríl 2008 og er hann ótímabundinn en með ákvæði um endurskoðun ef annar hvor aðili telur ástæðu til.