Samráðsnefnd ríkis og sveitarfélaga um opinber fjármál
Með setningu laga nr. 123/2015 um opinber fjármál var komið á fót formlegu samráði ríkis og sveitarfélaga um opinber fjármál. Fjármála- og efnahagsráðuneytið skipar þrjá fulltrúa í samráðsnefnd ríkis og sveitarfélaga um opinber fjármál, innviðaráðuneytið einn og Samband íslenskra sveitarfélaga fjóra.
Nefndin tók við starfi samráðsnefndar um efnahagsmál (SUE) sem jafnframt lét af störfum.
Nefndin er þannig skipuð:
- Helga Jónsdóttir, fjármála- og efnahagsráðuneytinu (formaður)
- Árni Sverrir Hafsteinsson, innviðaráðuneytinu
- Jón Viðar Pálmason, fjármála- og efnahagsráðuneytinu
- Marta Guðrún Skúladóttir, fjármála- og efnahagsráðuneytinu
Frá sveitarfélögum:
- Halldóra Káradóttir, Reykjavíkurborg
- Pétur Jens Lockton, Mosfellsbæ
- Þórdís Sveinsdóttir, Sambandi íslenskra sveitarfélaga