Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar
Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar, sbr.6. gr. laga um uppbyggingu og rekstur flugvalla og þjónustu við flugumferð nr. 65/2023.
Ráðherra skipar fimm fulltrúa í skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar. Tveir skulu skipaðir samkvæmt tilnefningu þeirra sveitarfélaga sem landsvæði Keflavíkurflugvallar tilheyrir. Einn skal skipaður samkvæmt tilnefningu þess ráðherra sem fer með varnarmál og tveir án tilnefningar og skal annar þeirra gegna formennsku. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti. Skipunartími fulltrúa takmarkast við embættistíma þess ráðherra sem skipar.
Ráðherra samgöngumála setur nefndinni starfsreglur. Ákvæði skipulagslaga og reglugerða settra samkvæmt þeim eiga að öðru leyti við um störf nefndarinnar eftir því sem við getur átt.
Reglugerð um málsmeðferð við setningu skipulagsreglna flugvalla.
Skipulagsnefndin er þannig skipuð:
Aðalfulltrúar
- Karl Alvarsson, án tilnefningar sem jafnframt er formaður,
- Vala Hrönn Viggósdóttir, án tilnefningar,
- Jón B. Guðnason, tilnefndur af utanríkisráðuneytinu,
- Margrét Lilja Margeirsdóttir, tilnefnd af Reykjanesbæ,
- Einar Jón Pálsson, tilnefndur af Suðurnesjabæ.
Varafulltrúar
- Ólafur Kristinn Hjörleifsson, án tilnefningar,
- Friðfinnur Skaftason, án tilnefningar,
- Bjarki Þórsson, tilnefndur af utanríkisráðuneytinu,
- Guðlaugur H. Sigurjónsson, tilnefndur af Reykjanesbæ,
- Elín Frímannsdóttir, tilnefnd af Suðurnesjabæ.