Hoppa yfir valmynd

Skólanefnd Slysavarnaskóla sjómanna

Innviðaráðuneytið

Skólanefndin er skipuð samkvæmt lögum nr. 33/1991 um Slysavarnaskóla sjómanna. Meginhlutverk nefndarinnar er að fjalla um málefni Slysavarnaskóla sjómanna, einkum varðandi tækjakaup og búnað hans, viðhald, framkvæmdir og áframhaldandi uppbyggingu. Skólanefnd gerir, að fenginni umsögn öryggisfræðslunefndar sjómanna, tillögur til stjórnar Slysavarnafélags Íslands um námskeiðahald, námsskrá og lengd námskeiða á vegum skólans. Skólanefnd ræður skólastjóra Slysavarnaskóla sjómanna.

Í nefndinni sitja:

  • Gunnar Tómasson, formaður, tilnefndur af Slysavarnafélaginu Landsbjörg,
  • Margrét Gunnarsdóttir, tilnefnd af Slysavarnafélaginu Landsbjörg,
  • Hilmar Snorrason, tilnefndur af Slysavarnafélaginu Landsbjörg,
  • Valmundur Valmundsson, tilnefndur af Sjómannasambandi Íslands,
  • Árni Bjarnason, tilnefndur af Félagi skipstjórnarmanna
Skipunartími er frá og með 29. nóvember 2023 til og með 30 nóvember 2027 eða til fjögurra ára.
Fastanefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta