Alþjóðastofnanir í Róm
Fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í Róm gætir hagsmuna landsins og sinnir samstarfi við þrjár stofnanir: Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO), Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Alþjóðasjóði um þróun landbúnaðar (IFAD).
Ísland á sæti í framkvæmdaráði FAO árin 2024 til 2026. Hægt er að kynna sér áherslur Íslands á meðan setunni stendur með því að smella hér.
Upplýsingar um stofnanir sem fastafulltrúi sinnir má finna hér:
Félag SÞ á Íslandi veitir margs konar upplýsingar: https://www.un.is/
Guðmundur Árnason, fastafulltrúi Íslands í Róm, afhenti Cindy McCain, framkvæmdastjóra Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, trúnaðarbréf sitt í september 2024.